Vísbending


Vísbending - 07.09.1988, Síða 1

Vísbending - 07.09.1988, Síða 1
VIKURIT UM VIÐSKIPTIOG EFNAHAGSMÁL 35.6 7. SEPTEMBER1988 VERÐBOLGA VERÐUR EKKI UPPRÍÍTT í EITT SKIPTI FYRIR ÖLL Stöðugt verölag krefst samfellds aðhalds Nú hefur ríkt verð- og launastöðvun í hátt á aðra viku á meðan ríkisstjórnin kemur sér saman um efnahagsaðgerðir. Takmarkið er að ráða niðurlögum verð- bólgunnar og skapa útflutnings- og samkeppnisgreinum rekstrargrundvöll. í umrœðunni eru þœr raddir áberandi sem tala um að brjóta verðbólguna á bak aftur í eitt skipti fyrir öll. Þetta skuli gert með því að lœkka kostnaðinn; lækka laun og vexti og síðan afnema lánskjaravísitöluna. (Af sama meiði er sú skoðun að skattar séu verðbólgu- valdur og verðbólgu megi því minnka með skattalækkunum). í þessum skoð- unum felst sá grundvallarmisskilningur að verðbólga sé eitthvert mein sem megi upprœta með því að það sé skorið í burtu. Hann er vel skiljanlegur viljinn til að,,gera nú út af við“ verðbólguna og útskýrir e.t.v. þann hljómgrunn sem verðstöðvunin og svonefnd niður- fœrsluleið hafa óneitanlega fengið. Nœr vœri samt að virkja hann til að koma á þeim skipulagsbreytingum sem gœtu stuðlað að öflugu aðhaldi í ríkisfjármál- um og gert atvinnulífið sjálfstœðara og um leið aðlögunarhœfara. Orsakir þenslu og afleiðing_________ í Vísbendingu hefur áður verið greint frá reynslu fjögurra þjóða í bar- áttunni við verðbólgu. Þessar þjóðir voru ísræl, Bólivía, Argentína og Brasilía. Launa- og verðstöðvun var þungamiðja efnahagsaðgerðanna í Argentínu og Brasilíu, en ísræl og Bólivía lögðu mest upp úr því að draga úr ríkisútgjöldum ásamt aðhaldi í pen- ingamálum, þótt ísræl hafi einnig sett á verð- og launastöðvun um tiltekinn tíma. Það ætti varla að koma á óvart að aðgerðirnar misheppnuðust með öllu í Argentínu og Brasilíu, en virðast hafa tekist bærilega í ísræl og þó eink- um í Bólivíu. Af reynslu þessara þjóða má því draga þann lærdóm að frum- skilyrði þess að draga megi úr verð- bólgu þegar til lengri tíma er litið sé að koma í veg fyrir halla á ríkissjóði. Það sé m.ö.o. heillavænlegra að ráðast gegn orsökum þenslunnar fremur en afleiðingum hennar, sem eru tiltölu- lega há laun, háir vextir og verðbólga. Gagnvart fyrirtækjunum eru þetta mein sem kann að vera freistandi að “skera í burtu“, en það yrði skamm- góður vermir. Einn mælikvarði á þensluna er um- frameftirspurn eftir vinnuafli, eða ein- faldlega fjöldi lausra starfa. Þjóðhags- stofnun hefur í nokkur ár látið kanna þessa umframeftirspurn (tvisvar á ári) og var slík könnun síðast gerð í apríl s.l.. Þá vantaði fyrirtæki á landinu alls 2.900 manns til starfa og samsvarar það 3,2% af heildarfjölda starfs- manna; (fjórðung þessara lausu starfa var að finna í fiskvinnslu). Er þetta svipað hlutfall og hefur vantað á und- anförnum árum og einhver ótvíræð- asti vottur þess að mikið hefur skort á aðhald í efnahagsmálum, en líka vís- bending um að fyrirtækin eru tæpast komin upp til hópa á vonarvöl eins og oft er gefið til kynna. Útflutnings- og samkeppnisgreinar ogsvoalíthitt _ _________ Hér á landi er fyrirtækjum gjarnan skipt í tvo hópa. Annars vegar fyrir- tæki sem framleiða vörur til útflutn- ings og fyrirtæki sem framleiða vörur í samkeppni við innfluttar vörur, og hins vegar öll önnur fyrirtæki. Er ekki laust við að fyrri hópurinn njóti öllu meiri virðingar og oft talinn vera sú undirstaða sem velmegun okkar hvíli á. Af hálfu stjórnvalda birtist þetta viðhorf t.d. í skattamálum og lánamál- um og yfir höfuð í almennum efna- hagsaðgerðum sem hafa oft það meg- inhlutverk að treysta hag útflutnings- og samkeppnisgreina. Þetta viðhorf hefur m.a. þýtt að upplýsingum er safnað um greinarnar í heild sinni, fundin út einhver meðalafkoma og að- gerðir síðan miðaðar við þá afkomu. Þessu hafa fyrirtækin getað treyst og tekið mið af í sínum rekstri. Nú má öllum vera ljóst að sjávarút- vegur er afar mikilvæg atvinnugrein og aflar t.d. um helming allra gjaldeyr- istekna. Það er hins vegar misskilin greiðasemi sem felst í því að þessi at- vinnugrein þurfi á sérstakri fyrir- greiðslu að halda umfram aðrar grein- ar. Því má jafnvel halda fram að með því að tryggja rekstrarafkomu greinar- innar að meðaltali þá sé staðið í vegi fyrir nauðsynlegri endurskipulagn- ingu og hagræðingu sem ávallt þarf að eiga sér stað. Það er varla tilviljun að í þeim greinum sem hafa búið við af- komutryggingu stjórnvalda, svo sem háttar um landbúnað og sjávarútveg upp að vissu marki, eiu eigendaskipti fátíð og lítið um samruna fyrirtækja. Stefnumörkun til lengri tíma_______ í löndunum í kringum okkur og þótt víðar væri leitað er markvisst unnið að skipulagsbreytingum sem eiga að auð- velda viðskipti á milli landanna og sem eiga eflaust eftir að auka sérhæfingu og um leið bæta almenn lífskjör. í þessu felst m.a. að tollar og aðrar við- skiptahömlur verða afnumdar og Efni:____________________ • Verðbólga verður ekki upprætt í eitt skipti fyrir öll • Kjarasamningar og kaup- máttur, fyrri hluti__________ • Erlend fréttabrot

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.