Vísbending


Vísbending - 07.09.1988, Blaðsíða 2

Vísbending - 07.09.1988, Blaðsíða 2
VÍSBENDING sömuleiðis ríkisstyrkir eða sérstök fyr- irgreiðsla sem skekkt gæti samkeppn- isstöðu fyrirtækja. Þetta er yfirlýst markmið allra ríkjanna í Evrópu- bandalaginu og á að verða að veru- leika árið 1992. Markmiðið er að öll fyrirtæki, sama hver atvinnugreinin er, búi við nákvæmlega sömu skilyrði þannig að samkeppnin njóti sín til fulls. Það verða þá neytendur land- anna sem kveða upp úr um það hvaða starfsemi er arðbær en ekki stjórn- völd. Þegar viðskiptahindrunum í víðum skilningi hefur verið rutt úr vegi þá fara ýmis önnur skilyrði sem stjórn- völd landanna búa fyrirtækjum að skipta meira máli. Skattar eiga t.d. eft- ir að hafa veruleg áhrif á samkeppnis- stöðu fyrirtækja að öðru jöfnu. Þessu hefur yfirstjórn EB reynt að mæta með því að mælast til að virðisauka- skattsprósenta verði sem líkust hjá að- ildarlöndunum. Aðrir skattar eru einnig talsvert mismunandi eftir lönd- um og ljóst er að þá verða löndin að samræma með einhverjum hætti. Er allt eins líklegt að það komi að sjálfu sér þegar fer að reyna á frjálsa sam- keppni sem að öðru leyti er á jafnrétt- isgrundvelli. Okkur væri nær að beina sjónum okkar að þessum staðreyndum og reyna að laga okkur að þeim í stað þess að,,bjarga sífellt fyrir horn“. skerðingar verðbóta og breytinga á verðbólgu. Verðbætur eru alltaf borg- aðar eftir á, en ekki um leið og verðlag hækkar. Þess vegna dregur verðbólga úr kaupmætti þótt fullar verðbætur séu greiddar á 3 mánaða fresti. Þetta átti einkum við seinni hluta árs 1982 og fyrri hluta 1983. Hér á eftir verða notuð tvö kaup- máttarhugtök, annars vegar kaup- máttur greidds kaups (það er kaups með yfirborgunum) og hins vegar kaupmáttur taxtakaups. Eftir að vísi- tölutrygging launa var afnumin hefur verið meira en áður um launahækkan- ir utan samninga (launaskrið). Upp á síðkastið hafa rauð strik framfærslu- vísitölu að nokkru komið í stað verð- bóta. KJARA- SAMNINGAR OG KAUP- MÍTTUR Fyrrihluti SigurðurJóhannesson Þessi grein er yfirlit um þróun kjara Alþýðusambandsfólks frá 1980. Reynt er að meta áhrif kjarasamninga á lífs- kjör. Helztu kjarasamningar og breyt- ingar á þeim eru merkt inn á mynd sem lýsir kaupmáttarþróuninni. Ekki er víst að allt hafi þetta breytt kaupmætti launa. Maður, sem sá myndina, stakk upp á því að á hana yrðu skráð önnur atvik sem urðu á þessum tíma, s.s. Valur verður íslandsmeistari, Jón Sig- urðsson tekur aftur við Þjóðhagsstofn- un, og athugað hvernig það kæmi út. Sum atriðin má telja afleiðingu ann- arra atburða svo sem sveiflna í afla. Eins og sést á töflu 1 virðast breytingar á fiskútflutningi hafa áhrif á kaupmátt með nokkurri seinkun. Tafla 1. Ar Útflutn. sjávarafurða í erl.mynt (viðskvog) Kaupmáttui greiddp tímak. A.S.I.-landverkaf. 1980 100 100 1981 114 101 1982 91 104 1983 98 86 1984 106 82 1985 132 83 1986 157 91 1987 177 108 Fyrri hluta tímabilsins voru öll laun verðbætt á þriggja mánaða fresti. Á þessum tíma breyttist kaupmáttur því einkum vegna grunnkaupshækkana, Samningar í október 1980___________ í október 1980 gerðu Alþýðusam- bandið og vinnuveitendur kjarasamn- ing sem gilti til nóvember 1981. Grunnkaup Alþýðusambandsfólks hækkaði um rúm 10%. Verðbætur fylgdu Ólafslögum frá apríl 1979. Helztu ákvæði Ólafslaga, sem lutu að verðbótum voru: - Verðbreytingar á tóbaki og áfengi voru ekki taldar með í verðbótaút- reikningi. - Tillit var tekið til breytinga á við- skiptakjörum. - Sérstakur verðbótaauki, sem tek- inn var upp 1978, var frystur. Bráðabirgðalög á gamlársdag 1980 Um áramótin 1980-1981 voru skorin 2 núll aftan af krónunni. Fjárhæðir Kaupmáttur greidds tímakaups miðað við vísitölu framfærslukostnaðar A.S.i. Landverkafólk 1980=100 i on RO •i?n 110- Bráðabiraðalöa RráAahirnAalnn K Th Z_ ágamlársdag / \ / \ Jólaföstusamning \ ar •1 nn Samningar s imningar \ Bráðabirgðalög Stgr. H. / \ / / - 90 \ Verkf. op \ » starfsm. / ^— \ \ - 80 Sarfiningar Febrúarsamningar, I II III |J I II III IV fastgengi - 70 70-j I II III IV 1980 I II.III IV 1981 I II III IV 1982 I II III |J I II III IV 1983 1984 1985 1986 I II III IV 1987 i' 1988 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.