Vísbending


Vísbending - 14.09.1988, Blaðsíða 1

Vísbending - 14.09.1988, Blaðsíða 1
VISBENDING VIKURIT UM VIÐSKIPTIOG EFNAHAGSMÁL 36.6 14.SEPTEMBER1988 DANMÖRK: VIÐSKIPTA- HALLI KALLARÁ MEIRI SPARNAÐ Danir hafa búið við halla á viðskipt- um sínum við útlönd í samfellt 25 ár. Er svo komið að erlendar skuldir samsvara 40% landsframleiðslunnar (1987), sem er svipað hlutfall og á íslandi. Við- skiptahallinn var í fyrra um 3% af landsframleiðslu og má eingöngu um kenna miklum vaxtagreiðslum. Að þeim frádregnum var afgangur á við- skiptunum við útlónd. Ef svo fer sem horfir eiga vaxtagreiðslur eftir að verða sífellt þyngri byrði og því Ijóst að grípa verður í taumana með einhverjum hætti. Afgangur á fjárlögum hefur ekki dugað Danir hafa svo sem reynt ýmislegt. Gengisfellingar, ígrip í launasamninga og svo hefur þeim tekist að afgreiða fjárlóg með afgangi. Að öðru jöfnu skyldi maður ætla að afgangur á fjár- lögum stuðlaði að minni viðskipta- halla, en allt kom fyrir ekki. Ástæð- una fyrir því að ekki hefur tekist betur til má að einhverju leyti rekja til vaxta- lækkunar í kjölfar jafnvægisins í ríkis- fjármálum. Vextir voru rúmlega 20% árið 1982 en eru í kringum 12% í dag. Og vaxtalækkunin gerði það að verk- um að neysla jókst (líka vegna þess að fasteignaverð hækkaði og neysla ræðst af eignum ekki síður en tekj- um), þannig að sparnaður heimila hef- ur snarminnkað. Hlutfall sparnaðar af tekjum var 18% árið 1982 en var kom- ið niður í 7% í fyrra. Önnur ástæða fyrir áframhaldandi viðskiptahalla gæti svo verið tiltölu- lega há laun og þar með mikil eftir- spurn eftir innflutningi og lakari sam- keppnishæfni útflutningsgreina; t.d. hækkaði launakostnaður um 10% að meðaltali í fyrra. Og síðan 1983 hefur vinnuaflskostnaður á framleidda ein- ingu hækkað um 20% meira en í iðn- ríkjunum að meðaltali. Atvinnuleysi er nú í kringum 8% og þrátt fyrir það virðist vera spenna á vinnumarkaði sem þrýstir launum upp. Ekki er ólík- legt að tiltölulega rausnarlegar at- vinnuleysisbætur eigi þar hlut að máli. Hinir atvinnulausu sjá ekki eins ríka ástæðu og ella til að leita sér að vinnu og þess vegna myridast ekki þrýstingur á lægri laun. Hvað er þá til ráða? Höfuðmarkmið stjórnvalda er nú sem fyrr að draga úr viðskiptahallan- um. (í því sambandi er gengisfelling ekki talin koma til greina þar sem Danir hafa af því bitra reynslu að verð- lag hækkar ávallt í kjölfarið). Það er einkum tvennt sem dönsk stjómvóld hyggjast leggja áherslu á til að bæta ástandið. Annars vegar að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að auka sparnað. Hins vegar að efla sam- keppnishæfni atvinnulífsins. Ein leið til að auka sparnað eða draga úr neyslu er að beita skattalög- um í þessu skyni. Þetta gerðu Danir t.d árið 1986 með því að þyngja kjör hús- næðislána og afborganaviðskipta og með því að setja 20% skatt á nettó- vaxtagjöld vegna neyslulána. í árs- byrjun 1987 var frádráttarbærni vaxta til skatts síðan minnkuð niður í 50% af vaxtagjöldum auk þess sem hæsti jað- artekjuskattur var lækkaður niður í 68%. Á stefnuskránni er síðan að breyta lífeyriskerfinu á þann veg að draga úr ríkisforsjá. Aðeins um þriðj- ungur vinnandi manna á aðild að líf- eyrissjóðum utan ríkisgeirans og um þessar mundir standa yfir viðræður á milli stjórnvalda, atvinnurekenda og verkalýðsfélaga um að efla hlut þess- ara sjóða. En á meðan skattar eru svo háir sem raun ber vitni (skattar sam- svara 61% af landsframleiðslu; tekju- skattar eru 50% af tiltölulega lágum tekjum og virðisaukaskattur er 22% á allr vörur), þá er kannski ekki við því að búast að sparnaður eflist að ráði. Með áframhaldandi aðhaldi, af- gangi á fjárlögum og þrengri lána- möguleikum, er viðbúið að smám sam- an dragi úr eftirspurn og þar með úr viðskiptahalla. Landsframleiðsla dróst t.d. saman í fyrra og ekki er búist við neinum hagvexti í ár né á því næsta. Vandinn er hins vegar sá að atvinnu- leysi gæti þar með aukist og er þó ekki á það bætandi. Ljóst er að vinnumark- aðurinn þarf að vera mun sveigjan- Iegri en hann nú er ef takast á að af- stýra auknu atvinnuleysi þegar aðhaldsaðgerðirnar halda áfram að bíta. Er "sameiginlegi markaðurinn" það semtilþarf?________________________ Á vegum EB er nú unnið að því að samræma virðisaukaskattsprósentur aðildarþjóðanna og skv. þeim hug- myndum myndu heildarskatttekjur Dana lækka um sem svarar 12%. Tekjuskattur þyrfti t.d. að hækka upp í 81% (hæsta skattþrepið) til að vega upp á móti þessari lækkun. Þetta gerir þörf Dana til að draga úr ríkisútgjöld- um þess vegna ennþá brýnni. Nýlega kynntu stjórnvöld áætlun sína um að draga úr ríkisútgjöldum og t.d. á að fækka ríkisstarfsmönnum úr 700.000 í 600.000 fyrir næstu aldamót. Og skv. drögum að fjárlögum fyrir næsta ár verður dregið úr niður- greiðslum vegna lyfjakostnaðar og gjald tekið fyrir þjónustu bókasafna. Líkt og hér á landi eru þó uppi raddir um að fyrst þurfi að eiga sér stað póli- tískar umbætur áður en ráðist verði til atlögu við efnahagsmálin svo að eitt- hvað gagn verði í. Sumir eru þó þeirrar skoðunar að "sameiginlegi markaður" EB-ríkjanna sé það sem til þarf. Þar með geti stjórnvöld skellt skuldinni á einhvern annan þegar ráðist verður í sársaukafullar en nauðsynlegar um- bætur. Efrrij___________________________ • Danmörk: Viðskiptahalli kallar á meiri sparnað • Kjarasamningar og kaup- máttur, síðari hluti • Erlend fréttabrot

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.