Vísbending


Vísbending - 14.09.1988, Blaðsíða 2

Vísbending - 14.09.1988, Blaðsíða 2
VÍSBENDING KJARA- SAMNINGAR OG KAUP- MÁTTUR Síðari hhití SigurðurJóhannesson Verkfall opinberra starfsmanna- samningar í nóvember_________________ í lok ágúst 1984 hófust samningavið- ræður. Lögðu menn kapp á að leysa tvöfalda kerfið, sem lýsti sér í því, að tekjutrygging fyrir dagvinnu var hærri en margir kauptaxtar sem yfirvinnu- greiðslur miðuðust við. I þessum við- ræðum komu fram hugmyndir um að bæta lífskjör með öðrum hætti en beinum kauphækkunum, svo sem skattalækkunum. Enn fremur var rætt um að tryggja kaupmátt með óbeinum hætti, til dæmis með festu í gengis- stefnu og aðhaldssemi í verðlagningu á opinberri þjónustu. Um sama leyti krafðist B.s.r.b. mikilla kauphækk- ana. Eftir nærri mánaðarlangt verkfall í október var samið við opinbera starfsmenn um mikla krónuhækkun kaups, en kaupmáttur var ótryggður. Eftir þetta var skattalækkunarleiðin úr sögunni. Sjötta nóvember 1984 gerðu Alþýðusambandið og vinnu- veitendur svipaða samninga. Samið var um 12-15% launahækkun strax og alls 23,8% hækkun fram í maí, en kaupliðir voru lausir 1. september 1985. Fljótlega eftir að samningar höfðu verið samþykktir var gengið fellt og verðbólga jókst. Á 2. ársfjórðungi 1985 var kaupmáttur kauptaxta lægri en fyrir samninga. Kjarasamningar ijnm 1985.__________ Hinn 15. júní 1985 undirrituðu Al- þýðusambandið og vinnuveitendur kjarasamninga sem gerðu ráð fyrir 14,5% kauphækkunum til áramóta. Samningunum fylgdi bókun um verð- lagsforsendur samninganna. Gerðu þær ráð fyrir um 26% verðbólgu fram í desembermánuð, miðað við heilt ár. Verðbólgan varð um 35% á þessu tímabili. í október 1985 samdi fjármálaráð- herra við B.s.r.b. um 3% kauphækk- un. Skömmu síðar sömdu Alþýðusam- bandið og vinnuveitendur um sömu hækkun. Febrúarsamningar, fastgengi Á 1. ársfjórðungi 1986 var kaup- máttur greidds kaups Alþýðusam- bandsfólks aðeins um 6% hærri en á fyrsta ársfjórðungi 1984 og vantaði mikið á að kaupmátturinn frá 1982 næðist. Kaup hafði að vísu hækkað mjög mikið, en megnið af kauphækk- unum var jafnóðum étið upp í verð- bólgu. En um þetta leyti fór að birta yfir efnahag þjóðarinnar, því að útflutn- ingsverðlag hækkaði og olíuverð stór- lækkaði. “Þessi olíuverðlækkun mun draga úr verðbólgu á íslandi ef ekkert er að gert“, sagði Dagfari í DV. í lok febrúar samið um fremur litlar kaup- hækkanir, tæp 14% á árinu. Jafnframt sömdu aðilar vinnumarkaðsins við stjórnvöld um tolla- og skattalækkan- ir, verðlækkun opinberrar þjónustu og miklar endurbætur á húsnæðiskerf- inu. t>að sem fyrst og fremst átti að tryggja kaupmátt var fyrirheit stjórn- valda um fast gengi. Gert var ráð fyrir að kaupmáttur kauptaxta yrði rúm- lega 7% hærri í lok ársins en í upphafi árs. Hins vegar var aðeins búizt við að meðalkaupmáttur kauptaxta á árinu yrði 1-3% hærri en árið á undan. í febrúarsamningunum var gert ráð fyrir að verðbólga á árinu færi ekki yfir 7%, en verðbólga hafði verið 34% árið á undan. Ákveðin voru rauð strik framfærsluvísitölu 1. júní, 1. septem- ber og 1. desember. Launanefnd aðila átti að ákveða hvort bæta ætti verð- hækkanir umfram rauðu strikin. Fóru Alþýðusamband og vinnuveitendur til skiptis með oddaatkvæði í nefndinni. Petta var í fyrsta sinn síðan 1983 að gert var ráð fyrir einhvers konar verð- bótum í kjarasamningum. Fram- færsluvísitalan fór í öll skiptin fram yfir rauða strikið og var alltaf sam- komulag um að bæta umframhækkun- ina að fullu. Verðbólga lækkaði þó mikið og varð um 13% frá upphafi árs til ársloka. Jólaföstusamningar________________ í desember 1986 var gengið frá nýj- um kjarasamningum í anda febrúar- samninganna. Samningarnir giltu til ársloka 1987. Samið var um 3 áfanga- hækkanir á árinu 1987, alls um 5%. Stjórnvöld hétu að beita sér fyrir föstu gengi áfram og að aðhaldi yrði beitt í peningamálum og verðlagningu á op- inberri þjónustu. Á undanförnum árum hafði greitt tímakaup hækkað töluvert umfram kjarasamninga, einkum hafði launa- skrið verið mikið eftir að vísitölubætur voru afnumdar. Samið var um það í febrúarsamningunum að reyna að færa kauptaxta að greiddu kaupi. í desember 1986 voru lágmarkslaun hækkuð um nálægt 40% og urðu þau nú hærri en flestir gömlu kauptaxtarn- ir. í jólaföstusamningunum var einnig samið um 3 rauð strik framfærsluvísi- tölu á árinu. Fór framfærsluvísitala fram úr rauða strikinu í maí og í sept- ember 1987. í seinna skiptið töldu full- trúar vinnuveitenda í launanefnd ekki ástæðu til að bæta umframhækkun- ina. Sögðu þeir að vegna launaskriðs og fastlaunasamninga hefði kaupmátt- ur alls þorra launþega aukizt umfram það sem samningar stefndu að. Full- trúar Alþýðusambands töldu það hins vegar skyldu launanefndar að verja kaupmátt þeirra sem ekki hefðu notið launaskriðs. Beittu þeir oddaatkvæði sínu til að hækka kaup um 7,23% í stað 1,5% sem ráðgert var í samning- um. Samningaráþessu ári Flestir kjarasamningar voru lausir 1. janúar 1988. Nú höfðu Alþýðusam- bandsfélögin ekki samflot um kjara- samninga heldur sáu einstök félaga- sambönd um samningagerðina. í lok marz voru undirritaðir á Akureyri samningar við flest félög Verka- mannasambandsins. Tekjuáhrif þess- ara samninga voru metin á 11% fyrir fiskvinnslufólk og 7-10% fyrir aðra. Síðar sömdu verzlunarmenn og fleiri um talsverðar taxtahækkanir. Tuttugasta maí setti ríkisstjórnin bráðabirgðalög um kauphækkanir. Samkvæmt þeim áttu laun að hækka 1. júní um það sem vantaði á 10% frá áramótum, 1. september um það sem vantaði á 14,45% og 1. marz 1989 um það sem vantaði á 15,9%. Kauphækk- anir umfram þetta voru bannaðar nema samizt hefði um meira áður en lögin voru sett. í ágústlok voru svo sett 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.