Vísbending


Vísbending - 21.09.1988, Blaðsíða 1

Vísbending - 21.09.1988, Blaðsíða 1
VI8BENDING MIRITUM VIÐSKIPTIOG EFNAHAG8MÁL 37.6 21.SEPTEMBER1988 HVERNIG GAT ÞETTA GERZT? Dr.ÞorvaldurGylfason_____________ Það er með ólíkindum, að einhverju mesta góðæri, sem þjóðin hefur þekkt, skuli ljúka þannig, að fjöldi fyrirtækja rambar á barmi gjaldþrots og að sam- steypustjórn með sterkan þingmeiri- hluta að baki segir af sér vegna ósam- komulags um úrræði í efnahags- málum. Hvað er um að vera? Hvernig gat þetta gerzt? Verðbólguvandinn er óleystur Því er ekki auðvelt að svara með ein- földum hætti. Eitt er þó alveg ljóst. Ríkisstjórninni tókst ekki það aðalætl- unarverk sitt að minnka verðbólguna, sem er undirrót efnahagsvandans. Efnahagsmálakaflinn í stefnuyfir- lýsingu stjórnarinnar var að vísu mjög skynsamlegur í mörgum greinum að minni hyggju. Stjórnin boðaði í upp- hafi áframhaldandi gengisfestu og að- hald í ríkisfjármálum, en hraktist af réttri leið. Hún felldi gengið í tvígang fyrr á árinu án þess að gera nauðsyn- legar ráðstafanir til að reyna að draga úr verðbólguáhrifum gengisfallsins, og hún virtist jafnframt eiga í vaxandi erf- iðleikum með að ná endum saman í fjármálum ríkisins. Hvort tveggja hlaut að veikja trú almennings á það, að ríkisstjórnin gæti náð þeim árangri, sem hún stefndi að í baráttunni við verðbólguna. Við þetta bættist óhemjumikil eftirspurn fólks og fyrir- tækja eftir lánsfé þrátt fyrir svimandi háa raunvexti. Fleira lagðist á sömu sveif. Það var erfitt að halda fastgengisstefnu til streitu, þegar einstakir ráðherrar ýttu beint eða óbeint undir bollaleggingar almennings um yfirvofandi gengisfell- ingu, eins og raun varð á oftar en einu sinni í tíð fráfarandi ríkisstjórnar. Og það var líka erfitt að vekja tiltrú al- mennings á fyrirhuguðu aðhaldi í fjár- málum ríkisins, þegar ríkisstjórnin var bersýnilega ófús að draga úr eða fresta eigin framkvæmdum og boðaði jafn- vel nýjar opinberar framkvæmdir hvað eftir annað. Og það var síðast en ekki sízt mjög erfitt að hemja lánsfjár- eftirspurn fólks og fyrirtækja með trú- verðugum hætti, þegar einstakir ráð- herrar hvöttu hvað eftir annað opinberlega til vaxtalækkunar með valdboði. Það var yfirhöfuð tómt mál að tala um hjaðnandi verðbólgu, þeg- ar einstakir málsvarar ríkisstjórnar- innar boðuðu gengisfall, auknar ríkis- framkvæmdir, lækkun vaxta og annað eftir því þvert á stefnu stjórnarinnar. Stjórnarstefnan var einfaldlega ekki trúverðug. Vandi fiskvinnslunnar______________ Það var samt ekki verðbólguvand- inn í sjálfum sér, sem varð ríkisstjórn- inni að falli, ekki beint að minnsta kosti, heldur fyrst og fremst ágreining- ur innan stjórnarinnar um bráða- birgðalausn á rekstrarvanda fisk- vinnslunnar. Lausn þess vanda þolir enga bið lengur að sögn allra tals- manna fráfarandi stjórnarflokka, þótt verðbólguvandinn sé óleystur enn. Það er alkunna, að vaxtakostnaður margra fyrirtækja í sjávarútvegi hefur íþyngt þeim verulega. Hlutfall vaxta- greiðslna af heildarkostnaði þessara fyrirtækja er orðið miklu hærra en nokkru sinni fyrr. í því er vandi fyrir- tækjanna fólginn fyrst og fremst. Fyr- irtækin bera þó sjálf fulla ábyrgð á þessum vanda. Þau tóku lánin með fullri vitneskju um þær fjárskuldbind- ingar, sem lántökurnar fólu í sér. Sama á við um aðra kostnaðarliði fisk- vinnslunnar, hvort heldur laun eða fiskverð. Ágreiningur fráfarandi stjórnar- flokka um leiðir til lausriar vandanum ætti því að snúast um það, hvernig hægt væri (a) að draga fyrirtækin sjálf með sanngjörnum hætti til ábyrgðar á orðnum hlut og (b) að endurskipu- leggja rekstur þeirra þannig, að mis- tök af þessu tagi endurtaki sig ekki. Hér kæmi það langhelzt íil greina að mínum dómi að kveðja til landsins er- lent ráðgjafarfyrirtæki, sem er hafið yfir allan hugsanlegan hagsmunaá- greining hér heima, og fela því að gera tillögur um aðgerðir til að auka hag- kvæmni og sjálfsábyrgð í sjávarútvegi (og í bankakerfinu) til frambúðar. Hversu almennur er vandinn? Að því er virðist, hefur ágreiningur fráfarandi stjórnarflokka snúizt fyrst og fremst um það, hvernig hægt sé að flytja fé frá almenningi til útvegsfyrir- tækja að öðru jöfnu. Samt hefur al- menningi ekki enn verið gerð nákvæm grein fyrir eðli og umfangi þess rekstr- arvanda, sem fyrirtækin glíma við. Það hefur ekki verið skýrt frá því opin- berlega, hversu almennur vandinn er og hvernig hann skiptist milli fyrir- tækja. Fyrr en áreiðanleg vitneskja um það liggur fyrir, er ekki hægt að taka skynsamlega afstöðu til þeirra leiða, sem fráfarandi stjórnarflokkar ræddu fyrir stjórnarslit og ræða enn. Ef vandinn er almennur í raun og veru, þ. e. ef öll eða næstum öll út- vegsfyrirtæki eiga við svipaðan vanda að stríða, þá getur verið skynsamlegt að grípa til almennra aðgerða, hvort heldur uppfærslu eða niðurfærslu, ef ríkisvaldið ætlar að taka það að sér að reyna að leysa vandann á annað borð. Valið milli uppfærslu (þ. e. gengisfell- ingar) og niðurfærslu (þ. e. beinnar kauplækkunar) ætti þá að fara' meðal annars eftir því, hvora þessara kjara- skerðingaraðferða almenningur væri líklegri til að sætta sig við. Hér er úr vöndu að ráða, því að sagan geymir fá eða engin dæmi þess, að friður hafi getað tekizt um beina kauplækkun, einfaldlega vegna þess, að launþegar treysta því jafnan ekki, að allir sitji við sama borð. Hins vegar eru launþegar yfirleitt líklegri til að sætta sig við gengisfellingu, því að hún er yfirleitt talin koma jafnar niður, en þó getur • Hvernig gat þetta gerzt? • Varasamar efnahagsaðgeröir í deiglunni_______________ • Erlend fréttabrot

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.