Vísbending


Vísbending - 21.09.1988, Blaðsíða 2

Vísbending - 21.09.1988, Blaðsíða 2
VÍSBENDING brugðið til beggja vona, því að gengis- felling kyndir jafnframt undir verð- bólgu, eins og dæmin sanna. Það er svo önnur saga, hvort íslenzkir laun- þegar eru yfirhöfuð til viðtals um al- menna kjaraskerðingu nú, hvort held- ur uppfærslu eða niðurfærslu, úr því að vandi fyrirtækjanna er aðallega fólginn í fyrirhyggjuleysi þeirra í fjár- málum í undangengnu góðæri. Ef vandi fiskvinnslunnar er hins vegar bundinn við einstök fyrirtæki fyrst og fremst, þá getur það verið hyggilegt að gera afmarkaðar ráðstaf- anir til að hjálpa viðkomandi fyrir- tækjum, ef þau eru talin eiga það skil- ið. Þetta er kjarni millifærsluhug- myndarinnar. Millifærsla er að sönnu fráleit aðgerð til lausnar almennum vanda, því að hún hneigist til að halda hlífiskildi yfir óhagkvæmum rekstri, kemur í veg fyrir eðlilega endurnýjun VARA- 8AMAR EFNAHAGS- AÐGERÐIR f DEIGLUNNI Tillögur um aðgerðir í efnahagsmál- um streyma nú frá stjórnmálaflokkun- um í margs konar myndum. Mest áber- andi í þessum tillögum, og það sem stjórnarflokkarnir fyrrverandi virðast vera sammála um þrátt fyrir allt, er að stjórnvöld hafi afskipti af ákvörðunum um verð, laun og vexti. Petta verða að teljast afar haldlítil og jafnvel hœttuleg úrrœði af m.a. tveimur ástœðum. Ann- ars vegar er horft fram hjá því mikil- væga hlutverki sem verð gegnir í efna- hagslífinu; hvort sem það er verð á vörum og þjónustu, verð á vinnuafli eða verð á fjármagni. Hins vegarfelst í þess- um ákvörðunum að dregið er úr sjálfsá- byrgð í atvinnulífinu sem getur haft ör- lagaríkar afleiðingar síðar meir. og uppbyggingu og ýtir undir sóun og spillingu. Af því höfum við íslendingar ótvíræða reynslu frá árunum fyrir 1960. En með því er ekki sagt, að milli- færsla komi ekki til greina undir nokkrum kringumstæðum. Það væri þvert á móti fásinna að ætla að drepa vanda nokkurra fyrirtækja á dreif með gengisfellingu eða beinni kauplækk- un, ef tímabundinn ríkisstyrkur af skattfé eða skuldbreyting með ríkisá- byrgð dugir til að koma fyrirtækjunum yfir erfiðasta hjallann. Slíkri aðstoð þyrftu þó að sjálfsögðu að fylgja ströng skilyrði um endurbætur í rekstri eða eigendaskipti að viðkomandi fyrir- tækjum. Með þeim hætti væri hægt að koma í veg fyrir rekstrarstöðvun og at- vinnubrest án þess að stofna til ófriðar á vinnumarkaði og án þess að kynda enn frekar undir verðbólgu. Verð hefur hlutverki aðgegna Þekking á hlutverki og eðli mark- aðsaflanna hefur farið vaxandi um all- an heim og hefur m.a. birst í afnámi verðlagshafta og í auknu frjálsræði á fjármagnsmörkuðum. Þetta er þróun sem við höfum verið að tileinka okkur hér á landi á undanförnum árum, enda höfum við sem fyrirmyndir að þessu leyti þær þjóðir sem bjóða upp á best lífskjör í heiminum. Það skýtur þess vegna skökku við þegar skyndilega kemur fram svo almenn pólitísk sam- staða sem raun ber vitni um að setja aftur á verðhömlur, jafnvel þótt tíma- bundnar séu. Það virðist gleymast í þessu sambandi að verð hefur ákveðnu hlutverki að gegna, líka þeg- ar það hækkar; auk þess sem að reynslan sýnir að verðhömlur ná sjaldnast tilgangi sínum. Tökum fyrst verð á vöru eða þjón- ustu sem dæmi. Verðið ákvarðast af framboði og eftirspurn; Það hækkar þegar eftirspurn eykst eða þegar fram- boð dregst saman, en lækkar þegar dregur úr eftirspurn eða framboð eykst, að öðru óbreyttu. Hækki verð af völdum aukinnar eftirspurnar þá felst í því boð til framleiðenda um að framleiða meira og það stuðlar að lægra verði þegar fram í sækir. Hækki verð vegna framboðsminnkunar þá felst í því boð til framleiðenda um að finna annan og ódýrari valkost. Eftir- spurn og framboð taka sífelldum breytingum og verðið veitir upplýsing- ar um þessar breytingar og kemur boð- um til skila um viðeigandi viðbrögð. Það er vakin athygli á þessum ein- földu staðreyndum hér vegna þess að tillögur um verðstöðvun gera þetta hlutverk verðs sem upplýsingamiðils að engu. Verðstöðvun, jafnvel þótt hún ríki aðeins um stundarsakir, getur þannig beint framleiðsluöflum að óarðbærri starfsemi. Við þetta vanda- mál bætist síðan sú hætta að verð- hækkunartilefnum verði mætt með skuldasöfnun, sem aftur kallar á enn meiri verðhækkanir en ella hefðu þurft að afléttri verðstöðvun. Þessi hætta er sérstaklega fyrir hendi á með- an ríkisfjármál eru þensluvekjandi. Laun ogvextir líka___________________ Svipað gildir um launin. Þegar til- tekin störf reynast óvenju arðbær þá eykst eftirspurnin eftir þeim og laun hækka. Hlutfallslega há laun í ákveð- inni atvinnugrein laða eðlilega til sín starfsfólk, en straumur fólks í greinina verður síðan aftur til þess að laun hækka minna en ella og lækka aftur minna í öðrum greinum. Hreyfanlegt vinnuafl er máttugra til launajöfnunar en nokkur verkalýðshreyfing eða stjórnmálaflokkur. Og vextirnir hafa sams konar hlut- verki að gegna. Skortur á fjármagni leiðir til hækkunar vaxta sem aftur hvetur til sparnaðar og dregur úr eftir- spurn eftir lánum að öðru jöfnu. Sparnaðaraukningin stuðlar svo að vaxtalækkun þegar fram í sækir að öðru óbreyttu. Það er ástæða til að leggja áherslu á “að öðru óbreyttu", vegna þess að jafnvel þótt sparnaður hafi aukist í kjölfar vaxtahækkunar hér á landi, þá heldur eftirspurnin áfram að vera mikil einhverra hluta vegna og heldur vöxtum tiltölulega háum. Það er annað í sambandi við vextina sem vert er vekja athygli á, nú þegar stjórnmálaflokkar eru upp til hópa farnir að mæla með valdboðuðum vaxtalækkunum. Þensluástand virðist ævinlega kalla á hærri vexti en ella á sér stað og að vissu leyti eru háir vextir einmitt til þess fallnir að draga úr þenslu. Þetta er m.a. reynsla helstu viðskiptaþjóða okkar. í Bandaríkjun- um, á verðbólguárunum 1981 og ’82, voru svonefndir kjörvextir, þ.e. þeir vextir sem traustustu lántakendur greiða, í kringum 10% að raungildi. Vextir til smárra fyrirtækja og einstak- linga hafa þá verið þaðan af hærri. En tiltölulega háir vextir á þessum árum 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.