Vísbending


Vísbending - 28.09.1988, Blaðsíða 1

Vísbending - 28.09.1988, Blaðsíða 1
VISBENDING VIKURIT UM VIÐSKIPTIOG EFNAHAGSMÁL 38.6 28. SEPTEMBER1988 EB: SAM- RÆMING ÓBEINNA SKATTAÁ DÖFINNI Eitt helsta umræðuefnið og um leið deilumálið innan Evrópubandalagsins um þessar mundir eru hugmyndir um samrœmingu óbeinna skatta aðildar- landanna. Æðsta nefnd EB hefur lagt mikið upp úr samrœmingu óbeinna skatta og telur hana vera mikilvœga for- sendu fyrir því að markmiðum banda- lagsins verði náð. Um þetta ríkir hins vegar ekki samstaða og eru það einkum Bretar sem standa í vegi fyrir einhliða samrœmingu, en einnig þœr þjóðir sem fyrirsjáanlega þyrftu mest að breyta skattprósentum sínum. Þótt samkomu- lag náist ekki bráðlega má samt búast við þrýstingi í samrœmingarátt þegar vörur, þjónusta og vinnuafl fá aðflæða hindrunarlaust á milli landa. Um leið verður erfitt fyrir þjóðir í nágrenni við bandalagið að vera með mjög frábrugð- ið skattkerfi. Afstaða æðstu nefndarinnar_________ Það er skoðun æðstu nefndar EB að samræming óbeinna skatta sé fyrst og fremst nauðsynleg til að hægt sé að af- nema landamæraeftirlit. Nefndin hef- ur reiknað út að með afnámi eftirlits- ins muni sparast hvorki meira né minna en 8-9 milljarðar ecu (416-468 milljarðar íslenskra króna). Þetta er sem sé áætlaður kostnaður við eftirlit- ið auk þeirrar fyrirhafnar og tíma sem það tekur að fylla út eyðublöð og fleira í þeim dúr. Eins og nú háttar er útflutningur frá einu landi til annars undanþeginn virðisaukaskatti (vask) og útflytjand- inn á tilkall til endurgreiðslu vasks á aðföngum í sínu landi. Innflytjandinn greiðir hins vegar vask sem leggst á innflutningsverð í samræmi við reglur heimalandsins. Eftirlitið er þá nauð- synlegt til að tryggja innflutningsland- inu skatttekjur og útflutningslandinu vissu fyrir því að viðkomandi vara fari útúrlandinu. Viðbrögð einstakra landa Af 12 ríkjum EB hafa 9 samþykkt tillögur nefndarinnar. Danmörk hefur lýst yfir áhyggjum sínum af því að þurfa að lækka sína prósentu og missa þar með skatttekjur, en hún er 22% og tekur yfir allar vörur. Lúxemburg hef- ur einnig efasemdir vegna þess að þar þyrftu skattar að hækka. (Þeir hafa reiknað það út að nái tillögurnar fram að ganga muni verðlag hækka um 7,5% og atvinnuleysi aukast um 1%). Mesta andstaðan kemur hins vegar fram hjá Bretum sem þyrftu þá að hækka skatt á matvörum, barnafatn- aði og bókum, en þessar vörur eru undanþegnar vask. Andstaða Breta á sér þó dýpri rætur Virðisaukaskattur í % Lægsta stig Algengasta stig Hæsta stig Belgía 1 &6 19 25 & 25,48 Danmörk - 22 - Frakkland 2,1-4,55&7 18,60 28 & 33,33 V.Þýskaland 7 14 - Grikkland 6 16 36 (rland 1,7 & 10 25 - Italía 2 &9 18 38 Lúxemburg 3&6 12 - Holland 6 20 - Portúgal 8 18 30 Spánn 6 12 33 Bretland - 15 - Tillögur EB-nefndarinnar gera hins vegar ráð fyrir því að vask sé lagður á vörur sem seldar eru á milli landa með sama hætti og hann er lagður á vörur innan hvers lands. Það má hins vegar ljóst vera að löndunum verður ekki lengi stætt á því að hafa mjög mismun- andi skattprósentur. Ekki bara á vask heldur líka vörugjöld. Fólk myndi ein- faldlega flytja viðskipti sín yfir til þess lands sem hefði lægsta skattinn. Æski- legast hefði mönnum þótt að hafa að- eins eina prósentu sem gilti fyrir öll löndin, en til að koma til móts við lönd sem af félagslegum ástæðum hafa greint á milli vara að þessu leyti, þá hefur EB-nefndin mælst til þess að löndin taki upp tvær prósentur. Sú hærri á bilinu 14-20% og sú lægri á bil- inu4-9%. og tengist því almenna sjónarmiði þeirra að forðast beri miðstýringu hjá bandalaginu. Fjármálaráðherra þeirra, Nigel Lawson, sagði t.d. að ný- loknum fundi fjármálaráðherra aðild- arlandanna, að Bretar gætu aldrei fall- ist á að EB yfirtæki vald þjóðanna til að ákveða eigin skattprósentur. Þar að auki dragi hann í efa að samræming á þessu stigi málsins sé eins brýn og EB-nefndin heldur fram. Lawson hef- Eftli: • EB: Samræming óbeinna skatta á döfinni 1 Agaleysi í ríkisfjármálum • Erlend fréttabrot

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.