Vísbending


Vísbending - 28.09.1988, Blaðsíða 2

Vísbending - 28.09.1988, Blaðsíða 2
VÍSBENDING Hlutdeild óbeinna skatta í veröi á 1 litra af víni Viröisaukaskattur I I Vörugjald Hlutdeild óbeinna skatta í veröi á 1 lítra af bensíni I I Virðisaukaskattur I I Vörugjald Verö fyrir skatt ECU/10001. M-------------------------------—800 700 600 ur á hinn bóginn bent mönnum á líkur þess að samræming komi af sjálfu sér. Samkeppnin muni einfaldlega knýja þjóðimar til þess þegar vörur, þjón- usta og vinnuafl fá að flæða hindrun- arlaust yfir landamæri. Sérstaklega ef linað verður á takmörkunum á því að fólk taki með sér gjaldeyri. Og að því er kostnaðarsamt Iandamæraeftirlit varðar þá megi einfalda það frá því sem nú er og t.d. færa það í það horf sem nú ríki á milli Beneluxlandanna. Övíst um framhaldið Aðalhvatamaður tillagnanna um samræmingu óbeinna skatta er Lord Cockfield, fulltrúi Breta í EB-nefnd- inni, en hann mun láta af störfum um næstu áramót. Hefur einmitt verið lát- ið að því liggja að honum hafi verið vikið úr nefndinni vegna harðrar af- stöðu sinnar í þessu máli. Cockfield fullyrti hins vegar eftir fundinn með fjármálaráðherrunum að áfram yrði unnið að málinu af fullum krafti. Hann benti á að mikill meirihluti væri fyrir því að taka skyldi upp tvær skatt- prósentur á þeim bilum sem nefndin hefur lagt til. Hins vegar yrði reynt að koma til móts við gagnrýnisraddir og þá einkum þær er varða hugmyndina um sama gjald á áfengi og tóbak, sem hefur mætt hvað mestri andstöðu. Mun nefndin leggja fram endurskoð- aðar tillögur væntanlega í lok ársins. Það ríkir samt fremur mikil svart- sýni um að löndunum takist að komast að samkomulagi um samræmingu skatta fyrir árið 1992. Engin sérstök dagsetning hefur t.d. verið sett af hálfu EB-nefndarinnar um það hvenær þessu samræmingarstarfi skuli lokið. Forseti nefndarinnar, Jacques Delors, hefur á hinn bóginn Iagt mikla áherslu á að þetta mál skyggi ekki á áætlunina um sameiginlegan markað í heild sinni. í höfuðstöðvum EB er sú skoð- un síðan óopinberlega sett fram, að líklega verði niðurstaðan sú að ýmis lönd innan bandalagsins muni taka sig sjálf saman um að samræma skatta sína. Hvort sem samræming óbeinna skatta verður að veruleika fyrr eða síð- ar hjá löndum Evrópubandalagsins, þá er ljóst að nágrannalönd þess geta ekki verið með mjög frábrugðið skatt- kerfi. Annars er hætta á að þau lendi undir í hinni ört vaxandi samkeppni. AGALEYSII RÍKISFJÁR- MÁLUM Dr. GuðawúurMagnássoa Enn sem fyrr virðist ætla að ganga illa að ná jöfnuði í ríkisfjármálum. Ríkisstjórnir liggja vel við höggi með- an svo er. En hversu alvarlegt vanda- mál er ríkishallinn og eru allar syndir greyinu honum Garmi að kenna? Hagstjórn og ríkishalli__________________ Umsvif ríkisins eru orðin það mikil í þjóðfélaginu að stærð þess ein er farin að skipta máli um þróun efnahags- mála. Hið opinbera getur með ráðstöf- unum sínum haft veruleg áhrif á eftir- spurn og framboð í hagkerfinu. 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.