Vísbending


Vísbending - 28.09.1988, Blaðsíða 3

Vísbending - 28.09.1988, Blaðsíða 3
VÍSBENDING Þannig getur það m.a. örvað eftir- spurn í samdrætti til að forða atvinnu- leysi og framleiðslutapi, a.m.k. um stundarsakir. Hins vegar getur þetta vopn snúist í höndum ríkisvaldsins við verðbólguaðstæður eins og dæmin sanna. Það eru fáir sem hallmæla því að ríkissjóður sé rekinn með tapi um stundarsakir. Undirskilið er þá að hann skili samsvarandi afgangi þegar vel árar, þannig að hann verði halla- laus að jafnaði þegar litið er yfir alla hagsveifluna. Þetta hefur þó reynst erfitt í reynd. Það virðist vera eins með ríkissjóð og fyrirtækin. Þeim líðst illa að skila afgangi. Ríkisfjármál_________________________ Sé litið á fjármál ríkisins á 1. mynd sést að tekjuhalli á fjárlögum hefur að jafnaði ekki verið hátt hlutfall af þjóð- arframleiðslu síðustu 10 árin, þótt ein- stök ár skeri sig úr að þessu leyti, sbr. 1983 og 1985-87. Það sem veldur mest- um áhyggjum er einkum fimm atriði: /. Hallarekstur í góðæri. 2. Miklar lántökur utan fjárlaga í þrengsta skilningi sem koma fram í lánsfjárlögum. 3. Lántökur eru meiri í reynd en áætlað er. 4. Fjármögnun lánsþarfar í Seðla- banka og á erlendum markaði í stað skuldabréfasölu á innlendum markaði. 5. Þrálátur halli þótt lítill sé miðað við þjóðarframleiðslu er lævís verðbólguvaldur. Við skulum líta á þessa liði hvern fyrir sig. Hallarekstur í góðæri________________ Tvö síðustu ár hafa verið meiri bú- bót en við höfum vanist um áratuga skeið. Eigi að síður var ríkissjóður rek- inn með halla, viðskiptajöfnuður var að meðaltali neikvæður og erlendar skuldir minnkuðu sáralítið í erlendri mynt, þótt við séum skuldugasta þjóð á mann reiknað í hinum vestræna heimi. Þetta er að sjálfsögðu ekki gott veganesti þegar á móti blæs og ástæða er til að slaka á klóni að öðru jöfnu. Hyggindi og skynsemi mæla með því að við þessar aðstæður hefði ríkissjóð- ur átt að skila afgangi til að greiða nið- ur erlendar skuldir. Lántökur_____________________________ Fjárlögin í þrengsta skilningi gefa ófullkomna mynd af áhrifum ríkisfjár- mála. Til þess að fá heildaryfirsýn verður einnig að skoða tilfærslur og lántökur. Ríkið tekur að sér að miðla lánsfé til fjárfestingarlánasjóða, ríkis- fyrirtækja o.fl. Þetta er hagkvæmt að vissu marki því að það getur fengið lán með betri kjörum á innlendum og er- lendum markaði en hver einstakur að- ili út af fyrir sig. Það er hins vegar áhgyggjuefni að þessar lántökur eru yfirleitt alltaf meiri en áætlað er, sbr. næsta lið. Fyrirheit og efndir_____________________ 2. mynd sýnir fyrirhugaða og enda- lega lánsfjárþörf ríkisins 1980-1985. Sem sjá má reyndist hún meiri öll þessi ár þegar upp var staðið en fyrirhugað 2. mynd Lánsfjárþörf ríkisins 1980-1985 fyrirheit og efndir % Heimild: Fjárlaga- og hagsýslustofnun var, jafnt í góðæri sem hallæri. Það er því ekki hægt að kenna óvæntum búsifjum um niðurstöðuna að öllu leyti. Hér virðist vera við agavanda- mál að glíma. Lánaslátta í Seölabanka og á erlend- ummarkaði____________________________ í flestum þeim löndum sem við vilj- um bera okkur saman við er lögð á það áhersla að fjármagna lánsþörf ríkisins með skuldabréfaútgáfu á innlendum markaði, fremur en með lántöku í seðlabanka eða erlendis. í Noregi er ríkinu t.d. bannað að taka lán í Seðla- bankanum. Ríkissjóður íslands skuld- ar álíka mikið í Seðlabanka íslands eins og allri bindiskyldunnni í honum nemur. Því lætur nærri að fella mætti hana niður ef ríkissjóður gerði upp skuldir sínar við bankann. í lögum um Seðlabankann frá 1986 er tekið fram að ríkissjóður skuli gera upp skuldir sínar við hann með fé utan bankans í síðasta lagi þremur mánuðum eftir hver áramót. Eigi að síður samþykkti alþingi sérstök lög um heimild ríkis- sjóðs til lántöku í Seðlabankanum á síðastliðnu ári! 3. mynd Lánsþörf ríkisins í hlutfalli af vergri þjóðarframleiðslu ____. % ------------------------------------6 □ Innlend lán |MH| Eriend lán -------------------------------------- -5 -------------------------------------- -4 3 2 1 l«H HlPi W M IH P—1 M_o 1979 80 81 82 83 84 85 86 Heimild: Ársskýrsla Seðlabanka íslands 1986 í Danmörku er hluti innlendra lána ríkissjóðs um 75% og erlendra 25%. Hér gildir nánst öfugt hlutfall, sbr. 3. mynd. Þetta verður að færa til betri vegar. Prálátur halli og verðbólga__________ Það sýnir sig ef menn setjast niður og reikna að varanlegur en tiltölulega lítill halli miðað við þjóðarframleiðslu getur verið ótrúlega verðbólguhvetj- andi. Þetta gildir enda þótt hallinn sé fjarmagnaður með lántöku á innlend- um markaði. Hér kemur einkum tvennt til. Annars vegar er um að ræða þensluáhirf hallans en hins vegar sí- vaxandi vaxtabyrði vegna lántökunn- ar. Verðbólgan verður því þeim mun meiri sem hagvöxturinn er minni og raunvextir hærri. Gefum okkur að fjármagna eigi rík- ishalla um árabil sem nemur 1% af þjóðarframleiðslu. Mér reiknast svo til að við 2% hagvöxt og 5% raunvexti verði verðbólgan 12%. Við engan hag- vöxt og 8% raunvexti verður hún 33%. Það er því ekki ráð nema í tíma sé tek- ið. Nú eru uppi fögur fyrirheit um hallalaus fjárlög og minnkun ríkis- skuldar að tiltölu við þjóðarfram- leiðslu. Eftir er að sjá efndirnar. r

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.