Vísbending


Vísbending - 28.09.1988, Blaðsíða 4

Vísbending - 28.09.1988, Blaðsíða 4
VÍSBENDING GRÆNLAND:__________________________ Fyrsta erlenda lánið skipar landinu á bekk meö skuldugustu þjóðum iieims_____________________________ Grænlenska heimastjórnin hyggst taka sitt fyrsta erlenda lán á næstunni að upphæð 74,6 milljón dollara. Á lán- ið að fara til uppbyggingar atvinnulífs- ins og þá sérstaklega sjávarútvegsins. Hefur Chase Investment Bank verið falið að útvega lánið hjá alþjóðlegum lánastofnunum. Þar með verða Græn- lendingar komnir í hóp skuldugustu þjóða heims ef mælikvarðinn erlendar skuldir á íbúa er lagður til grundvallar. Erlendar skuldir á íbúa munu þá verða 1.388 dollarar og til samanburðar má geta þess að erlendar skuldir á hvern íbúa í Brasilíu eru 857 dollarar. Hing- að til hefur heimastjórnin aðeins sleg- ið lán hjá þeim tveimur bönkum sem starfandi eru í landinu og svo á dönsk- um lánamarkaði, en þaðan er reiknað með viðbótarláni upp á 83,3 milljónir dollara. Láninu fylgir engin sérstök ríkisá- byrgð frá danska ríkinu, en hins vegar fylgir umsókninni bréf frá danska for- sætisráðherranum þar sem hann tekur fram að um tengsl sé að ræða á milli landanna. Grænlendingar fylgja í þessu sambandi fordæmi Færeyinga, sem nýlega slógu lán til sex ára á al- þjóðlegum fjármagnsmarkaði upp á 110 milljónir dollara. Fyrir það lán, sem auðveldlega tókst að útvega, greiða Færeyingar 1/4 úr prósentu um- fram “money market rate“. NOREGUR:____________________________ Fyrirhugaö að rýmka reglur um eign- araðild erlendra aöila______________ Norska iðnaðarráðuneytið hefur nýlega lagt fram tillögur sínar um að rýmka reglur um eignaraðild erlendra aðila í iðnfyrirtækjum. Er tilgangur- inn sá að afla fyrirtækjunum meira fjármagns, þar sem fjármögnun hefur reynst treg á tiltölulega ófullkomnum hlutafjármarkaði og einnig á lána- markaði vegna hárra vaxta. Yfirleytt er reglum í dag þannig háttað, að er- lend eignaraðild er takmörkuð við 10% í bönkum og tryggingarfélögum, 40% í skipafélögum og 20% í iðnfyrir- tækjum. Samkvæmt tillögunum verður er- lendum aðilum heimilt að eiga allt að 33% hlutafjár með atkvæðisrétti og ERLEND FRETOBROT hver einstakur erlendur aðili má eiga 20% í stað 10% eins og nú háttar. Þá er mælst til að stjórnarmeðlimir geti ver- ið bæði norskir og erlendir að því til- skyldu þó að formaður stjórnar verði norskur og einnig að meirihluti stjórn- ar verði skipaður Norðmönnum. PORTÚGAL:__________________________ Afnema reglur um hámarksvexti Nýlega tilkynnti portúgalski fjár- málaráðherrann, Miguel Cadilhe, að hámarksvextir yrðu ekki lengur í gildi og að vaxtaákvörðun yrði þar með frjáls. í gildi hafa verið hámarksvextir upp á 17% (verðbólga er í kringum 10%) og stjórnvöld hafa þar að auki getað tekið lán á lægri vöxtum hjá rík- isbönkum til að fjármagna mikinn rík- issjóðshalla. Skuldir ríkisins nema allt að 80% af landsframleiðslu og halli ríkissjóðs á þessu ári verður væntanlega 9,5% af landsframleiðslu. Að sögn ráðherrans á að minnka hallann á næsta ári niður í 7,5% af landsframleiðslu og í kjölfar vaxtafrelsisins mun seðlabankanum gefast tækifæri til að beita sveigjan- legri aðferðum við peningamálastjórn sína. MALTA:________________________ Óvíst um stuöning við ósk um aðild að EB Forsætisráðherra Möltu, Edward Fenech Adami, hitti Margaret Thatcher nýlega að máli í þeim til- gangi m.a. að leita eftir stuðningi hennar við ósk Möltu um aðild að Evr- ópubandalaginu. Malta hefur gert samkomulag við EB, en vill nú leita eftir fullri aðild að bandalaginu og fet- ar þar m.a. í fótspor Tyrklands. Svar Thatchers var á þá leið að Bret- ar myndu styðja nánara samband á milli bandalagsins og Möltu, en full aðild væri ótímabær. Pá var undir- strikuð sú afstaða Breta að Evrópu- bandalagið þyrfti tíma til að melta nýorðna stækkun sína sem aðild Portúgals og Spánar hefur haft í för með sér. Þetta væru skilaboð sem öll lönd, sem á annað borð hafa lýst yfir áhuga á inngöngu í bandalagið, hefðu fengið frá Bretum. Það eru hins vegar ýmsir sem skýra afstöðu Breta í þessu máli með því að þeir hafi áhyggjur af nánum og vaxandi tengslum Möltu við Líbíu. Með aðild Möltu að bandalag- inu væru Líbíumenn þar með komnir að vissu leiti inn fyrir landamæri EB. SUDURKÓREA:__________________ Ólympíuleikarnir kunna að reynast mikil gullnáma Talið er ólympíuleikarnir í Seoul muni kosta Suður Kóreumenn um þrjá og hálfan milljarð dollara. Að mati heimamanna eiga þeir hins vegar að reynast hin besta fjárfesting og ætti að skila þeim tvisvar sinnum þessa upphæð í auknum útflutningi. Kóreu- menn gera sér vonir um að innan fimm ára verði útflutningur kominn upp í 175 milljarða dollara úr 100 milljörð- um í dag. Suður Kórea mun vera fyrsta Asíu- landið fyrir utan Japan sem heldur Ólympíuleika og þeim finnst vera full ástæða til bjartsýni í ljósi þess árang- urs sem Japanir hafa náð í efnahags- málum, en þeir héldu Ólympíuleikana árið 1964. Þar að auki eru nú fleiri þjóðir en nokkru sinni fyrr sem taka þátt í leikunum. Það er hins vegar talið að heima- menn telji mestan ávinning felast í nánari viðskiptatengslum við komm- únistaríkin og að Ólympíuleikarnir ryðji þeim braut. Það eru einkum hinir stóru markaðir í Kína og Sovétríkjun- um sem þeir mæna til, bæði sem stórra kaupenda og svo sem framleiðenda hrávara. Ritstj. og ábm.: Finnur Geirsson. Útg.: Kaupþing hf. Húsi Verslunarinnar, Kringlunni 7.103 Reykjavik. Sími 68 69 88. Umbrotog útlitshönnun: Kristján Svansson. Prentun: Isafoldarprentsmiöja hf. öll réttindi áskilin. Rit þetta má ekki afrita meö neinum hætti svo sem með Ijósritun eöa á annan hátt að hluta eöa í heild sinni án leyfis útgefanda.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.