Vísbending


Vísbending - 05.10.1988, Blaðsíða 1

Vísbending - 05.10.1988, Blaðsíða 1
VIKURIT UM VIÐSKIPTIOG EFNAHAGSMÁL 39.6 5. OKTÓBER1988 ÓTRAUST- VEKJANDI AÐGERÐIR NÝRRAR RÍKIS- STJÓRNAR Ríkisstjórnin nýja var mynduð í flýti og fýrstu efnahagsaðgerðir hennar bera þess merki. í grófum dráttum fela þœr í sér lán og styrki til atvinnuvega og heimila, sem atvinnuvegir og heimili skulu greiða í hœrri sköttum. Tilburðir til að ráða niðurlögum verðbólgu eru ótraustvekjandi, og fá merki þess að ráðist verði í þær skipulagsbreytingar sem þarf til að gera atvinnulífið fcerara að takast á við sveiflur í ytri skilyrðum og aukna samkeppni. Ýmsar aðgerð- anna eru mótsagnakenndar og gœtu gert illt verra. Fyrstu aðgerðir ríkisstjórnarinnar Útgjaldaþættir: A. Atvinnuvegir • Verðbætur (800 milljónir) • Atvinnutryggingarsjóður (2000 milljónir á 2 árum) Þar af: 600 milljónir (úr atvinnuleysistryggingarsjóði) 400 milljónir (styrkur) 1.000 milljónir (lán) • Niðurgreitt raforkuverð til frystihúsa (ca. 100 milljónir) • Ullariðnaður (40 milljónir) • Endurgreiddur uppsafnaður söluskattur til fiskeldis og loðdýraræktar B. Heimili • Niðurgreiðsla landbúnaðarvara til áramóta (170 milljónir) • Skuldbreytingar heimila (150 milljónir) • Hækkun persónuafsláttar og barnabóta • Hækkun tekjutryggingar og heimilisuppbótar • Lækkun uppsafnaðra dráttarvaxta Almennar þensluaðgerðir • 3% gengisfelling • 3% lækkun raunvaxta Verðstöðvun • vörur og þjónusta til 28. 2. '89, nema vegna: a) hækkana á erlendu innkaupsverði b) verðhækkana á grænmetis- og fiskmörkuðum • launtil 15. 2'89 • fiskverð til 15. 2.'89 Tekjuöflun og niðurskurður1> • Aukin skattheimta (2.500 milljónir) • Niðurskurður (1.500 milljónir) • Frestun gildistöku virðisaukaskatts (1.000 milljónir) 1) m.v. 3.500 milljónir halla án aðgerða + 800 milljónir vegna aðgerða og 1 % tekjuafgang á ríkissjóði Eru líkur á lægri verðbólgu?_______ Þeir, sem þessar aðgerðir eiga fyrst og fremst að hjálpa, hafa margoft lýst því yfir að mest af öllu ríði á að ná verðbólgu niður. Og undir þetta er tekið að vissu leyti í yfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar um fyrstu aðgerðir í efnahagsmálum. Þar er eftirfarandi sagt um markmið aðgerðanna: „Markmið þessara aðgerða er að færa niður verðbólgu og vexti, bæta af- komu útflutningsgreina, einkum fryst- ingar, og treysta atvinnuöryggi í land- inu....Með þessum aðgerðum er eytt þeirri óvissu sem ríkt hefur í landsmál- um að undanförnu og lagður grunnur að atvinnuöryggi og stöðugleika í efnahagsmálum". Menn hafa oft deilt um orsakir verð- bólgu og hver séu bestu meðölin við henni. Flestir ættu þó að vera sam- mála um að megineinkenni hennar sé eyðsla umfrani efni. Og ef ætlunin er að draga úr verðbólgu verður jafn- framt að draga úr eyðslu eða að auka tekjur. Ríkisvaldið getur haft áhrif á Efni: • Ótraustvekjandi aðgerðir nýrrar ríkisstjórnar • Eru hagnaðarskipti svarvið efnahagsvandanum? • Erlend fréttabrot

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.