Vísbending


Vísbending - 05.10.1988, Blaðsíða 4

Vísbending - 05.10.1988, Blaðsíða 4
VÍSBENDING NORDUR AMERÍKA: Áhugi eykst íyrir sameiginlegum marRaði Bandaríkjanna, Kanada og Mexíkó_____________________________ Við höfum heyrt af áformum um frí- verslunarsamning á milli Bandaríkj- anna og Kanada, sem bíður nú sam- þykkis þjóðþinga landanna, og nú er farið að tala um að taka Mexíkó með í hópinn. Fyrir Bandaríkjaþingi liggur nú frumvarp sem gerir ráð fyrir að Norður Ameríka öll verði fríverslun- arsvæði og ýmislegt bendir til að stuðningur við það fari vaxandi. Menn viðurkenna að frumvarpið eigi langt í land með að verða samþykkt, en strax hafa komið fram jákvæð viðbrögð og m.a. frá George Bush. í skýrslu um málið kemur fram að ávinningurinn muni verða mikill fyrir allar þjóðirnar. Bandaríkin munu njóta góðs af aukinni velsæld ná- grannaþjóða sinna bæði sem seljandi á betri mörkuðum og sem kaupandi. Þar að auki væri það líka spursmál um ör- yggi fyrir Bandaríkin að efnahagur Mexíkó batnaði, þar sem slíkt myndi stuðla að auknum pólitískum stöðug- leika þar í landi. Kanada og Mexíkó myndu síðan hagnast á því að eiga frjálsan aðgang að einum stærsta markaði veraldar og nytu góðs af bæði bandarísku fjármagni og tækni. Noröur Ameríku markaðurinn Fólks- Árleg Þfrl. á fjöldi fjölgun mann ('86) Kanada 26,1m 0,7% $ 14.000 Mexíkó 83,5 2,4 1.850 Bandar. 246,1 0,7 17.500 Þegar litið er nánar á sérkenni þjóð- anna þriggja virðast kostirnir við sam- eiginlegan markað liggja í augum uppi. Kanada er rík að auðlindum en hins vegar er þjóðin mjög fámenn mið- að við stærð landsins (aðeins sjö manns á hverja fermílu) og þess vegna takmarkaðir markaðsmöguleikar. Mexíkó hefur hins vegar gnægð fólks og þarf nauðsynlega á fjármagni og tækni að halda til að örva hagvöxt. Þar fjölgar fólki hraðar en störfum. Og Bandaríkin vantar hráefni og kannski umfram allt fólk vegna hægrar fólks- fjölgunar, en einnig nýja markaði. SÖVETRlKIN: Gjaldþrot fyrirtækja koma nú í fyrsta skipti upp a yfirborðið______________ Að undanförnu hafa um 50 sovésk ríkisfyrirtæki verið lýst gjaldþrota eða ERLEND FRÉTTABROT ekki fær um að sinna greiðsluskyldum sínum. Að að vísu var orðið gjaldþrot (bankruptcy) ekki notað þegar listinn yfir fyrirtækin 50 var nýlega birtur, heldur talað um greiðsluvanhæfni. En lög frá því í fyrra gera nú ráð fyrir að greiðsluvanhæf fyrirtæki fái sex mán- aða frest til að ráða sjálf fram úr vandamálum sínum; að öðrum kosti verði þau seld samvinnufyrirtækjum eða lögð niður. Þetta er liður í umbótaáætlun Gor- bachevs, en hér áður fyrr hefði svona lagað ekki getað gerst. Fyrirtæki sem rekin voru með tapi voru einfaldlega styrkt af ríkinu og er áætlað að slíkir styrkir hafi kostað ríkið 10 milljarða punda á hverju ári. Það háir hins vegar þessum umbótum að engin skýr lög um gjaldþrot eru til í landinu. Til að byrja með er þess vegna búist við að öllum viðskiptaaðilum viðkomandi fyrirtækja verði gert viðvart og þeim ráðlagt að leita fyrir sér annars staðar um viðskipti. Og bönkum verður sömuleiðis gert að stöðva lánafyrir- greiðslu. Er nú talað um að ekki sé að- eins þörf á gjaldþrotalögum heldur einnig lögum sem verndi þá starfs- menn sem segja verður upp. BANDARÍKIN: Gengi dollars aö ná stöðu^leika, m.a. (yrir tilstuðlan iðnríkianna sjö Gengi dollars gagnvart evrópu- myntunum hækkaði sem kunnugt er verulega í júní s.l.. Gengi þýska marksins komst t.d. upp í 1,84/$ eftir að hafa verið í kringum 1,70 frá því febrúar. En allt frá því í júní hefur gengi dollars verið tiltölulega stöðugt, eða einhvers staðar á bilinu 1,84 til 1,89/$. Og jafnvel þótt flestir sérfræð- ingar séu þeirrar skoðunar að dollar- inn sé of hátt skráður í ljósi mikils við- skiptahalla Bandaríkjanna, þá búast margir þeirra við að þetta gengi muni halda sér a.m.k. út árið. Það spilar ekki síst inn í þessa spá, að svo virðist sem seðlabankastjórar og fjármálaráðherrar helstu iðnríkj- anna séu sammála um að gera það sem í þeirra valdi stendur til að halda í horfinu. Það virðist vera orðin viðtek- in skoðun á meðal þeirra sem stunda gjaldeyrisviðskipti að seðlabankar muni grípa til sinna ráða í hvert sinn sem hætta er á að dollarinn fari upp fyrir 1,90 mörk og 135 yen eða niður fyrir 1,70 mörk og 125 yen. Að vísu má ekki mikið út af bregða til að gengið taki að sveiflast. Til dæm- is, í kjölfar fundar fjármálaráðherra og seðlabankastjóra iðnríkjanna sjö (Bandaríkin, Japan, V.Þýskaland, Frakkland, Bretland, Kanada og ítal- ía), var fremur óljós yfirlýsing þeirra um æskilegan stöðugleika gengis til- efni þess að dollarinn hækkaði nokkuð í verði. Seðlabankarnir brugðust hins vegar skjótt við og seldu dollara til að forðast frekari gengishækkun og virð- ist markaðurinn hafa látið það sér gott lynda, a.m.k. í bili. Það virðist því sem að til skamms tíma litið sé talsverður þrýstingur á hærra gengi dollars um þessar mundir, sem samvinna seðla- bankanna dragi úr. SPÁNN: Hækkandi vextir gegn verðbólgu Seðlabanki Spánar hækkaði nýlega vexti sína um eitt prósentustig og fylgir þar með fordæmi flestra evrópskra seðlabanka. Hækkunin kemur í kjöl- far nýrra upplýsinga um hækkun verð- bólgu, sem hefur þá verið 5,6% á sein- ustu 12 mánuðum. Er þetta mun meiri hækkun en stefnt hafði verið að, en takmark stjórnvalda var að halda verðbólgu innan þriggja prósenta á ár- inu. í yfirlýsingu bankans segir m.a. að vaxtahækkunin stuðli að því að uppræta þenslu, sem ella myndi stefna í voða vaxandi hagvexti og fjölgun at- vinnutækifæra. Þetta kom á óvart því skömmu áður höfðu viðskiptabankar verið hvattir til að lækka kjörvexti úr 15-16% niður í um 13%. Þykir nú Ijóst að þeir verða að hækka vexti, jafnvel til fyrra horfs. Ritstj. og ábm.: FinnurGeirsson. Útg.: Kaupþing hf. Húsi Verslunarinnar, Kringlunni 7.103 Reykjavík. Sími 68 69 88. Umbrot oa útlitshönnun: Kristján Svansson. Prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Öll réttindi áskilin. Rit þetta má ekki afrita með neinum hætti svo sem með Ijósritun eða á annan hátt að hluta eða í heild sinni án leyfis útgefanda.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.