Vísbending


Vísbending - 12.10.1988, Blaðsíða 1

Vísbending - 12.10.1988, Blaðsíða 1
VISBENDING VIKURIT UM VIÐSKIPTIOG EFNAHAGSMÁL 39.6 12.0KTÓBER1988 UM- HVERFIS MENGUN OG OFVEIÐI Fyrrigrein Dr. ÞomldurGyllason Þessari grein og annarri til viðbótar er ætlað að vekja athygli á þrem atrið- um: (a) að umhverfismengun er efna- hagsvandi auk annars; (b) að mengun umhverfisins og of- veiði til sjós eru í raun og veru angar á sama meiði, þótt ótrúlegt megi virðast við fyrstu sýn; og (c) að hagkvæmar mengunarvarnir eru náskyldar hagkvæmustu aðferð, sem völ er á við stjórn fiskveiða, veiði- leyfasölu. Mengun er efnahagsvandi___________ Mengun umhverfisins er efnahags- vandi af sömu ástæðu og ofveiði er efnahagsvandi. Mengun stafar fyrst og fremst af því, að hreint loft og hreint vatn eru ókeypis í þeim skilningi, að enginn þarf að greiða afnotagjald fyrir aðgang að þessum gæðum. Það, sem er ókeypis, er yfirleitt ofnýtt. Fyrir- tæki (og heimili) sjá sér yfirleitt engan hag í því að vernda sameiginlegt um- hverfi okkar allra. Fyrirtæki geta þvert á móti sparað sér mikið fé með því að spilla náttúrunni, til dæmis með því að spýja úrgangi í vatn eða sjó eða út í andrúmsloftið. Afleiðingin er sú, að almenningur býr við óhreinna vatn og óhreinna loft en ella. Þetta er kjarni mengunarvandans víða um lönd. Ofveiðivandi útvegsþjóða felst með alveg sama hætti í því, að aðgangur skipa að fiskimiðum er ókeypis. Ekk- ert eitt skip hefur hag af því að draga úr veiðum til að vernda fiskstofna, jafnvel þótt þjóðarheildinni stafi al- varleg hætta af ofveiði. Menn hneigj- ast alltaf til þess að ganga of nærri fisk- inum í sjónum sem og sjálfri náttúrunni einfaldlega vegna þess, að aðgangur að þessum takmörkuðu gæðum er ókeypis eftir núgildandi lög- um. Þess vegna er alltaf hætt við of- veiði og náttúruspjöllum, ef ríkisvald- ið gerir ekki ráðstafanir til að draga úr sókn á miðin og mengun. Nú kann einhver að spyrja: Hvers vegna ríkisvaldið? Getur frjáls mark- aðsbúskapur ekki leyst þennan vanda með hagkvæmum hætti án ríkisaf- skipta? Spurningin er eðlileg, en svar- ið er nei. Ástæðan er sú, að fiskurinn í sjónum og náttúran eru sameign, sem enginn einn hefur hag af að vernda. Af því stafar ofnýtingarhættan. Þess vegna er þörf fyrir fiskveiðistjórn og mengunarvarnir af hálfu ríkisins. Kvótakerfi eða gjaldheimta?__________ Bandaríkjamenn reyna að hafa hemil á mengun með sömu aðferð og við íslendingar höfum beitt til að hefta sókn í fiskstofnana umhverfis landið síðustu ár. Kvótakerfið skilar að vísu þokkalegum árangri í báðum löndum og ber af. hómlulausri ofveiði og óheftri mengun að sjálfsögðu. En mengunarkvótakerfi Bandaríkja- manna er samt óhagkvæmt. Það væri hægt að ná jafngóðum árangri með miklu hagfelldari hætti með því að leggja gjald á mengun. Skoðum þetta betur. Setjum svo til dæmis, að stjórnvöld ákveði, að það sé nauðsynlegt að minnka útrennsli til- tekins eiturefnis um 20%. Þau eiga tveggja kosta vól. Þau geta knúið öll fyrirtæki, sem framleiða efnið, til þess að minnka útrennslið um 20% með lagasetningu. Slík fyrirmæli jafngilda óframseljanlegum kvóta. Þessi kostur hefur yfirleitt orðið fyrir valinu í Bandaríkjunum og víðar. Hinn kosturinn er að draga úr mengun með gjaldheimtu og ákveða gjaldið þannig, að útrennslið minnki um tilskilin 20%. Þetta geta stjórnvöld gert annað hvort með því að mæla út- rennsli alls kyns eiturefna og leggja gjald á það, alveg eins og til dæmis raf- magnsveitur og símafélög fara að því að ákveða afnotagjöld, eða þá með því að selja mengunarleyfi (þ. e. kvóta), sem veita handhöfum rétt til þess að menga umhverfið að tilteknu marki. Það skiptir ekki höfuðmáli hér, hvor gjaldheimtuleiðin er farin; því efni verða gerð nánari skil í næstu grein. Aðalatríðið hér er það, að bæði kvóti og gjaldheimta skila sama árangri í dæminu að ofan, því að eiturstreymið minnkar um 20% hvort sem er. Mun- urinn á kvóta og gjaldheimtu er þó sá, að gjaldheimta er miklu hagkvæmari, af því að hún leggur mengunarvarnir sjálfkrafa á herðar þeirra fyrirtækja, sem geta komið þeim við á auðveldast- an og ódýrastan hátt. Mengun Mississippi Tökum dæmi. Athugun í St. Louis borg í Bandaríkjunum leiddi það í ljós fyrir skömmu, að það kostaði pappírs- verksmiðju aðeins 200 krónur að minnka útrennsli tiltekins eiturefnis í Mississippi fljótið um eitt tonn, meðan það kostaði bjórverksmiðju á öðrum stað við ána 30.000 krónur á hvert tonn. Það hefði þess vegna verið hægðarleikur fyrir pappírsverksmiðj- una að draga verulega úr mengun, en það hefði hins vegar kostað bjórverk- smiðjuna mjög mikið fé að ná sama ár- Efoi: * Umhverfismenfiun og ofveiði fyrri grein______________ • Þröngt svigrúm í ríkisfjármálum flestra landa • Erlend fréttabrot _____

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.