Vísbending


Vísbending - 19.10.1988, Blaðsíða 1

Vísbending - 19.10.1988, Blaðsíða 1
VISBENDÍNG VIKURIT UM VIÐSKIPTIOG EFNAHAGSMÁL 40.6 19.0KTÓBER1988 HEFST ALÞJÓÐLEG EFNAHAGS- KREPPAÁ NÆSTA ÁRI? Dr RagnarArnason Undanfarin misseri hefur gætt vax- andi taugatitrings í hinum alþjóðlega viðskiptaheimi um framvindu efna- hagslífsins. Núverandi hagvaxtarskeið hefur varað óvenjulega lengi, og mið- að við fyrri hegðun hagsveiflunnar hefði samdráttur í efnahagslífinu átt að hefjast fyrir löngu. Enginn efast um, að kreppan komi. Spurningin er hins vegar hvenær. Þeirrar spurningar spyrja nú frammámenn í hinu alþjóð- lega viðskipta- og fjármálalífi nú hvern annan í ofvæni. Það er engin furða. Gríðarlegir fjárhagslegir hagsmunir eru bundnir því, að búa sig tímanlega undir efnahagssamdrátt. Á hinn bóg- inn er það afskaplega kostnaðarsamt að draga rekstrarseglin of snemma saman. Efnahagsstofnanir og hagfræðingar hafa dundað sér við að spá efnahags- kreppu allt frá árinu 1986. Slíkar spár fengu byr undir báða vængi eftir verð- bréfahrunið í nóvember í fyrra. í kjöl- far þess komst mikill meirihluti hag- fræðinga og efnahagsstofnana á þá skoðun, að efnahagskreppa hæfist á árinu 1988. Góðærið hefur á hinn bóg- inn reynst lífseigara en flestir töldu, og nýjustu reikningar benda til þess, að hagvöxtur á vesturlöndum verði þrátt fyrir allt meiri í ár en í fyrra. Upphaf næstu efnahagskreppu: Álit bandan'skra hagfræðinga 50%- 40% 30%- 20% 10%- 1989 1990 1991 Vísbendingar um yfirvofandi kreppu Nú þegar má greina ýmis merki þess, að það tímabil hagvaxtar í heim- inum, sem hóf göngu sína fyrir alvöru í Bandaríkjunum á síðari hluta ársins 1982 sé að renna skeið sitt til enda. Á meðal vísbendinga í þessa veru má nefna eftirfarandi: 1) Núverandi hagvaxtartímabil hef- ur staðið í 6 ár og er þegar orðið lengsta samfellda hagvaxtarskeið- ið frá lokum síðari heimstyrjald- arinnar. 2) Framleiðslugeta í ýmsum af helstu iðnaðarsvæðum vesturlanda er nú því sem næst fullnýtt. Þannig er nýtingarhlutfall verksmiðja í Bandaríkjunum og Kanada nú með því hæsta, sem þekkst hefur á friðartímum. Atvinnuleysi hefur farið hraðminnkandi og skortur á vinnuafli farinn að verða tilfinn- anlegur. 3) Vegna mikillar eftirspurnar og lít- illa birgða hefur verð á mörgum þýðingarmiklum hráefnum til iðn- aðarframleiðslu hækkað mjög á þessu ári. M.a. hefur málmverð hækkað um meira en fjórðung að jafnaði. Svipaða sögu má segja um flest önnur hráefni til iðnaðar, þó að verðhækkun þeirra hafi ver- ið heldur minni. Eina markverða undantekningin frá þessari verð- hækkanaskriðu hafa verið olíu- vörur, en verðlækkun þeirra hef- ur þó engan veginn vegið upp á móti verðhækkun annarra hrá- efna. 4) Verðbólga er farin að láta á sér kræla á nýjan leik. Verðbólgan í Bandaríkjunum er nú á milli 5 og 6% og hefur farið ört vaxandi á ái- inu. I fyrra var hún t.d. innan við 3%. Verðbólga í flestum öðrum iðnaðarlöndum er einnig á hraðri • Hefst alþjóðleg efnafiags- kreppa á næsta ári? • Umhverfismengun og ofveiði síðari grein e Erlend fréttabrot

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.