Vísbending


Vísbending - 26.10.1988, Side 1

Vísbending - 26.10.1988, Side 1
VIKURIT UM VIÐSKIPTIOG EFNAHAGSMÁL 41.6 26. OKTÓBER1988 IÆKKAR GENGI DOLLARSA NÆSTA ÁRl? Svo sem kunnugt er hefur gengi doll- ars heldur styrkst á þessu ári eftir að hafa farið lœkkandi nœstum samfleitt frá byrjun árs 1985. Að matiflestra sér- frœðinga munu ekki verða miklar breytingar á genginu fram til áramóta, en upp úr þeim má síðan búast við að gengið lœkki á ný (sjá grein á næstu síðu). Hér verður fjallað um þœr efna- hagslegu forsendur sem búa að baki slíkum spádómum, og hugað að afleið- ingumfyrir íslenskan þjóðarbúskap. Efnahagslegar forsendur____________ Helstu ástæður fyrir hækkun geng- isins á þessu ári hafa gjarnan verið taldar tvær. Annars vegar aukinn út- flutningur og heldur skárri vöruskipta- jöfnuður; hins vegar tiltölulega háir vextir í Bandaríkjunum samanborið við önnur lönd. Par að auki hefur efnahagur almennt verið í góðu lagi og þrátt fyrir kosningaár virðast menn hafa þá trú á seðlabankanum, að hann haldi verðbólgu í skefjum. Allir þessir þættir eru til þess fallnir að auka trú manna á gjaldmiðilinn. Sumir eru þeirrar skoðunar að allt þetta haldist óbreytt fram á næsta ár og búast þess vegna ekki við neinum breytingum á gengi dollars. Þeir eru hins vegar talsvert fleiri sem eiga von á því að viðskiptajöfnuður fari aftur versnandi (eða a.m.k. ekki batnandi) og þá fyrst og fremst vegna þess að þeir sjá engin merki þess að forsetafram- bjóðendurnir, báðir tveir, hafi raun- hæfar tillögur um lækkun ríkissjóðs- hallans. Það styrkir ennfremur trú sumra þessara manna, að þeir eiga von á að minni útflutningur dragi úr hag- vexti og verðbólgu, og hvort tveggja er líklegt til að stuðla að lægri vöxtum. En þá verður líka erfiðara að fjár- magna hallann og lækkun gengisins þess vegna óumflýjanleg að þeirra mati. Afleiðingar fyrir íslenskt efnahagslíf Sveiflur í gengi dollarans hljóta að valda verulegri röskun í íslensku at- vinnulífi vegna mikilvægis dollarans í utanríkisviðskiptum. Hækkun dollar- ans er búbót fyrir alla þá sem selja vöru eða þjónustu í dollurum þar sem fleiri krónur fást þá fyrir dollarann. (Að því tilskyldu að laun og verð á að- föngum hækki ekki um það sem nem- ur þessum fleiri krónum). Og lækkun dollarans hefur auðvitað öfug áhrif. Svo er raunar á hitt að líta að stór hluti erlendra skulda er í dollurum og fyrir skuldarana er ekki verra að gengi dollarans skuli lækka. Það þarf þá færri krónur en ella til að greiða skuld- ina. En hversu mikilvægur er dollarinn í raun og veru? Á árinu 1987 fluttum við út vörur fyrir rúmlega 53 milljarða og þjónustu fyrir um 21,5 milljarð króna, eða samtals um 74,5 milljarða króna. Vöruútflutningur til Bandaríkjanna var þá tæplega 10 milljarðar, eða 18,6% af heildarvöruútflutningi og 13,2% af heildargjaldeyrisöfluninni. Nú má reikna með, að fyrir ýmsar vör- ur sem fluttar voru út til annarra landa hafi fengist greitt í dollurum. Enn- fremur verður að gera ráð fyrir að ein- hver hluti þjónustuútflutningsins hafi verið seldur fyrir dollara. Hlutfall dollarans í gjaldeyrisviðskiptum er þess vegna eitthvað hærra en svarar til þeirra rúmlegu 13% sem fara til Bandaríkjanna. Það er þó engu að síður ljóst, að vægi dollarans í utanríkisviðskiptum hefur farið verulega minnkandi á und- anförnum árum, því það er ekki lengra síðan en þrjú ár að útflutningur vara til Bandaríkjanna var fast að 30% af vöruútflutningnum. Og tölur fyrir fyrstu fjóra mánuði þessa árs benda til þess að þessi þróun haldi áfram. Hlut- deild Bandaríkjamarkaðar í vöruút- flutningnum var þá rúmlega einu pró- sentustigi lægri en hún var á sama tíma í fyrra, eða 12,7% á móti 13,9% heild- arvöruútflutningsins þessa fyrstu fjóra mánuði. Um þessar mundir er gengi íslensku krónunnar miðað við svonefnda við- skiptavog, þar sem dollarinn vegur tæplega 30%, og er þá miðað við við- skipti landanna undanfarin þrjú ár. Það er því ljóst að þetta hlutfall hlýtur að fara lækkandi á næstu árum að óbreyttri gengisviðmiðun. En ofan- greindar staðreyndir hljóta jafnframt að vekja upp þá spurningu hvort ekki sé tímabært að breyta um gengisvið- miðun. Helsti gallinn við núgildandi viðmiðun er sá, að gengi krónunnar er sjaldnast stöðugt gagnvart nokkurri annarri mynt. Þegar dollarinn lækkar gagnvart öðrum helstu gjaldmiðlum þá lækkar hann einnig nokkuð gagn- vart krónunni, en aðrir gjaldmiðlar hækka. Þetta hefur í för með sér óvissu og dregur úr viðskiptum. Spurningin er því hvort ekki sé tíma- bært að miða gengisskráningu krón- unnar fremur við myntkörfu evrópu- mynta, sem hafa tiltölulega stöðugt gengi innbyrðis og sem megnið af út- flutningi okkar fer hvort sem er orðið til. Efni: ____________ • Lækkar gcngi dollars á næsta ári? • Spárumgengi ogvexti • Endirinn skyldi í upphafi skoða • Erlend fréttabrot

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.