Vísbending


Vísbending - 26.10.1988, Blaðsíða 2

Vísbending - 26.10.1988, Blaðsíða 2
VÍSBENDING SPAR UM GENGIOG VEXTI innan Evrópumyntkerfisins á næstu mánuðum, en almennt er gert ráð fyrir að hún muni fara fram einhvern tíma á næsta ári. Að mati Treasury Report er ekki að vænta minni viðskiptahalla í Banda- ríkjunum og ekki heldur minni halla á ríkissjóði. Hvorugur forsetaframbjóð- andinn hefur sett fram trúverðugar hugmyndir um jöfnun hallans að áliti ritsins; Bush hefur t.d. útilokað skatta- hækkanir og Dukakis hefur sagt að skattar komi því aðeins til greina að allt annað bregðist. Ritið segir að hækkun dollaragengis það sem af er millibankavöxtum þann f. janúar á næsta ári, og hins vegar á vöxtum rík- isskuldabréfa til langs tíma. Er skemmst frá því að segja að skv. með- altalsspánni eiga vextir að hækka á næsta ári í flestum löndunum, og á það bæði við um skammtímavexti (milli- bankavexti á þriggja mánaða lánum), og vexti á lánum til lengri tíma (vexti ríkisskuldabréfa). Einungis í Bret- landi eiga skammtímavextir að lækka lítilsháttar skv. meðaltalsspánni. Yfirleitt á hækkunin að vera fremur lítil og þykir það benda til þess að að- haldssemi í peningamálum, sem hefur Tímaritið Euromoney Treasury Report gengst reglulega fyrir spám um gengi helstu gjaldmiðla og vexti ýmissa landa, og leitar þá álits ýmissa fjár- málastofnana. Þannl. október s.l. fékk ritið 37 slíka aðila til að spá, annars veg- ar fyrir um gengi þann 1. janúar og 1. október á næsta ári og hins vegar fyrir um vexti á millibankalánum og ríkis- skuldabréfum til langs tíma. Hér fara helstu niðurstöður þessarar könnunar, en á töflunum komafram a) meðaltals- spá b) hœsta og lægsta spá og c) miðtal- an, eða spá þess aðila sem reyndist vera í miðju hópsins. Gengisspáin_________________________ Það er bandaríkjadollar sem er við- miðunin í öllum dæmunum og skv. meðaltalsspánni lætur dollarinn und- an síga gagnvart öllum helstu gjald- miðlum á næsta ári. Lækkunin verður fremur lítil það sem eftir er ársins, en fer vaxandi á næsta ári. Þó er ekki um að ræða mjög stórar sveiflur niður á við. Einungis kanadískur dollar hækk- ar ekki gagnvart bandaríkjadollar skv. meðaltalsspánni; hann lækkar eih'tið til að byrja með en verður óbreyttur að ári liðnu. Mest er lækkunin gagnvart sviss- neska frankanum, en hann hækkar um 4% fram til áramóta og um 8,4% á einu ári. Japanska yenið á að hækka um 3% til áramóta og um 8,1% á einu ári. Þýska markið á að hækka um 3,4% til áramóta og um 7% á einu ári. Breska pundið á að hækka lítillega, eða um 1,2% út árið og um 3,4% næstu 12 mánuði. ítalska líran hækkar um 2,9% til áramóta og um 4,5% að ári liðnu. Belgíski frankinn hækkar um 2,9% til áramóta og um 5,7% á næstu 12 mánuðum og sænska krónan hækkar um 1,7% á næstu þremur mánuðum og um 3,9% á heilu ári. Yf- irleitt búast menn ekki við uppstokkun Spár um gengi t.janúar 1989 1. október 1989 Meðaltal Hæsta og lægsta Miðtala Meðaltal Hæsta og lægsta Miðtala DM/$ 1,81 1,70-1,91 1,82 1,74 1,55-1,96 1,71 $/£ 1,71 1,62-1,79 1,70 1,75 1,56-2,00 1,73 Y/$ 130 121-136 130 123 108-140 120 Ffr/$ 6,20 5,78-6,57 6,20 6,00 5,42-6,90 6,00 Lit/$ 1362 1173-1460 1360 1331 1170-1550 1322 C$/$ 1,23 1,15-1,54 1,22 1,21 1,15-1,26 1,22 Sfr/$ 1,52 1,41-1,60 1,53 1,45 1,29-1,64 1,45 Bfr/$ 38,18 35,90-40,30 38,16 37,09 33,68-42,70 36,80 Skr/$ 6,31 6,00-6,70 6,26 6,17 5,60-7,10 6,10 Heimild: Euromoney Treasury Report Spár um vexti 1. janúar 1989, þriggja mánaða 1. október 1989, vextir ríkis- millibankavextir skuldabréfa Meðaltal Hæsta og lægsta Miðtala Meðaltal Hæsta og lægsta Miðtala Bandaríkin 8,63 7,00-9.50 8,75 9,16 7,75-10,60 9,10 Bretland 11,89 9,50-13,00 12,00 9,78 8,80-12,00 9,50 Þýskaland 5,14 4,50-5,70 5,10 6,39 5,50-7,50 6,40 Japan 4,86 4,00-5,50 4,93 5,16 4,00-7,00 5,10 Sviss 3,95 3,50-4,70 4,00 4,50 3,70-5,50 4,50 Frakkland 8,20 7,00-10,00 8,15 8,94 7,50-12,00 8,83 Ítalía 11,39 11,00-11,90 11,40 11,08 9,50-14,00 10,80 Heimild: Euromoney Treasury Report árinu hafi þegar skaðað samkeppnis- hæfni bandarísks atvinnulífs og þess vegna megi búast við einhverri lækk- un, en þó ekki fyrr en að afstöðnum kosningum. Vaxtaspáin________________________ í vaxtamálum var annars vegar reynt að grafast fyrir um álit manna á aukist töluvert í flestum löndum á seinustu mánuðum, muni hafa náð há- marki. Mest verður hækkunin skv. meðaltalsspánni í Sviss og Frakklandi, en í Japan og í Bandaríkjunum eiga skammtímavextir að standa í stað og hækka aðeins lítillega þegar til lengri tíma er litið. Vextir í Þýskalandi eiga að standa því sem næst í stað á næsta ári, en vextir á Ítalíu eiga hins vegar að hækka nokkuð. 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.