Vísbending


Vísbending - 26.10.1988, Blaðsíða 3

Vísbending - 26.10.1988, Blaðsíða 3
VÍSBENDING ENDIRINN SKYLDIÍ UPPHAFI SKOÐA Dr. GuðmiináiirMagnússon Mikil umræða fer nú fram um sparnað, vexti og verðtryggingu. Það er einkar athýglisvert að það eru sjón- armið skuldaranna sem mest er haldið á loft og róið er að því öllum árum að lækka vexti og útþynna verðtryggingu. Vissulega má til sanns vegar færa að vextir séu tiltölulega háir hér á landi. En hver skyldi skýringin vera á því? Að mínu mati er það einkum vegna þess að menn lifa enn í fortíðinni þegar sparifjáreigendur voru hlunnfarnir og lánaslátta var upphaf auðs. Staðreynd- in er sú að sparnaður er enn ónógur sem birtist í ríkishalla og umframfjár- festingu einkageirans en hvorttveggja myndar viðskiptahalla. hækka meira en verð vöru og þjónustu til lengri tíma litið. Þetta yrði því skammgóður vermir fyrir launafólk og þýddi meiri skuldabyrði til langs tíma litið. En því ekki að snúa sér að rótum vandans og uppræta verðbólguna? Að ráðast á verðtrygginguna í stað þess að kveða niður verðbólgu er eins og að höggva trén í garðinum fremur en reyta burt arfann - eða þá breiða yfir hann til 1. mars á næsta ári. Ríkishalli, umframfjárfesting ogvið- skiptahalli___________________________ Lítum aðeins á sambandið milli sparnaðar og fjárfestingar í þjóðfélag- inu. Heildarsparnaður eða þjóðhags- sparnaður er sá hluti þjóðartekna sem ekki er varið til neyslu. Hann er því samtala peningalegs sparnaðar og beins sparnaðar, þ.e. þess hluta tekna sem varið er beint til fjárfestinga án þess að fara um peningamarkaðinn. Samtímis því sem peningasparnaður hefur aukist hefur þjóðhagssparnaður minnkað. Þetta hefur hingað til ekki komið niður á hagvexti. Það er órann- sakað mál hvað veldur þessu, en freist- andi er að álykta að verðbólgufjárfest- ingar fyrri ára hafi ekki skilað sér í arðsemi. Auk þess var sparnaður hins opinbera minni en áður vegna minni fjárfestinga. Einnig gæti greiður að- gangur að erlendu lánsfé hafa dregið úr beina hluta sparnaðarins. En þetta Sparnaður, fjármunamyndun og viðskiptahalli 1980-1988 I % af vergri landsframleiðslu 1980 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 Vergur sparnaður 23,8 21,1 18,4 17,8 16,9 15,7 17,3 15,3 13,3 Verg fjárfesting 25,8 25,3 26,5 19,7 21,7 19,3 17,0 18,8 17,6 Mismunur- viðskiptahalli -2,0 -4,2 -8,1 -1,9 -4,8 -3,6 0,3 -3,5 -4,3 Aths.: Tölurnar fyrir 7 987 eru áætladar ijúli 1988. Tölurfyrir 1988 eru spá íjúli 1988. Heimild: Þjóðarbúskapurinn nr.8. Þjóðhagsstofnun 1988, svo og nýjustu áætlanir Þjóðhagsstofnunar. Verötryggingin________________________ Ég hef oft haldið því fram bæði í ræðu og riti að verðtrygging fjárskuld- bindinga væri nauðsynleg til þess að efla peningasparnað í verðbólgunni. Best væri þó að vera án bæði verðbólg- unnar og verðtryggingarinnar. Uppi eru hugmyndir um að breyta verð- mælingunni í þá átt að miða í ríkara mæli við launabreytingar en áður. Þetta hefur þann kost að lánabyrði fylgir hagsveiflunni betur. Þetta er þó mikil skammsýni því að hagvöxtur og bætt lífskjör hljóta að þýða að laun breytir ekki þeirri niðurstöðu að sparnaður þjóðarinnar er ónógur. Sem sjá má á hjásettri töflu jöfnum við metin milli fjárfestingar og sparn- aðar þjóðfélagsins með sparnaði út- lendinga, þ.e. erlendum lántökum í mynd viðskiptahalla. Það skyldi þó aldrei vera að þetta væri undirrót verðbólgunnar? Én fjárfestingargleði undanfarins góðæris skal nú verðlaun- uð á kostnað sparifjármyndunar. Þetta gerist á sama tíma og við þurfum greinilega á eflingu sparnaðar að halda til að eyða ríkisskuldum og við- skiptahalla. Frjáls sparnaður eða skattlagning En hvað er til ráða ef innlendur sparnaður dregst saman? Ein leið er að draga úr erlendum lántökum sem þarf að gera hvort eð er. Þetta hefur hins vegar ekki áhrif á þann skulda- stofn sem fyrir er. Þá eru fá ráð önnur en niðurskurður ríkisútgjalda og skatt- lagning sem er eins konar þvingaður sparnaður. Væri ekki nær að örva frjálsan sparnað og að hið opinbera og einkaaðilar fengju þetta fé að láni fremur en fara skattahækkunarleið- ina? Ef litið er á fjárhagssparnað sem hlutfall af þjóðarframleiðslu er hann nú um þriðjungur hennar. Hlut- fallstalan náði lágmarki 1978 eða rösk- lega 19%.Hún jafnast þó enn ekki á við það sem gerist meðal nálægra þjóða og gilti hér á 7. áratugnum eða 40-45% landsframleiðslu. Aukning þessa hlutfalls úr 33% í 40-45% sam- svarar 15-20 milljörðum í sparifjár- aukningu. Þetta fé nægði til þess að ríkissjóður gerði upp skuld sína við Seðlabankann og hefði nægt fé í “sjúkrahússjóð atvinnuveganna“. Reyndar þyrfti þá engan sjóð, því að markaðurinn mundi ráða fram úr því hverjir fengju lán og hverjir ekki. Það er yfirlýst markmið ráðherra að ekki eigi að lána öðrum úr sjóðnum en líf- vænlegum fyrirtækjum. Þetta ætti því að vera lausn að þeirra skapi - nema önnur sjónarmið komi við sögu. Hver er skuldavandinn og hvers? Það virðist skoðun allra flokka í nú- verandi og fyrrverandi ríkisstjórn að flytja þurfi fé frá almenningi til fyrir- tækja í útflutningi til þess að tryggja atvinnu. Það virðist sem ekki sé gerður greinarmunur á gjaldþroti og atvinnu- leysi. Þetta þarf þó alls ekki að fylgjast að. Aðrir taka við rekstrinum þegar fyrirtæki komast í greiðsluþrot. Þeir sem tapa fyrst og fremst eru lána- drottnar en starfsmenn halda flestir vinnu sinni. En þetta er stundum einmitt það sem þarf að gerast. Lána- stofnanir verða að læra að lána ekki yfir sig í trausti þess að ríkisvaldið bjargi fyrirtækjunum og þeim. Ætli það sé ekki allgóð viðmiðunar- regla að skuldir þú 10 milljónir er það þitt eigið vandamál, séu það 100 millj- ónir er það vandi bankans, 1000 millj- ónir þraut Seðlabankans og 10 millj- arðar úrlausnarefni ríkisstjórnar- innar. 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.