Vísbending


Vísbending - 26.10.1988, Blaðsíða 4

Vísbending - 26.10.1988, Blaðsíða 4
VÍSBENDING FRAKKLAND:__________________________ Hagvöxtur byggir á traustari stoðum en aður, en afram mikið atvinnuleysi Á undanförnum árum hafa Frakkar markvisst unnið að breytingum í frjáls- ræðisátt og þá einkum á fjármagns- markaði. Pað eru ekki mörg ár síðan Frakkar stýrðu peningamagni með út- lánatakmörkunum og þeir stýrðu fjár- festingum m.a. með því að bjóða upp á mishagstæð lánakjör. (Allt fram til 1984 fyrirfundust 54 mismunandi leið- ir til að afla lána með niðurgreiddum vöxtum). Þá hefur hlutafjármarkaður- inn orðið mun virkari en áður, og t.d. hefur verið komið á sérstökum mark- aði fyrir lítil fyrirtæki. t þessu sam- bandi skiptir líka máli að mikil einka- væðingarherferð hefur gengið yfir og munu alls 138 opinber fyrirtæki hafa verið seld einkaaðilum á aðeins tveim- ur árum. Nú hefur sósíalistastjórnin sem tók við völdum í vor ákveðið að hægja ferðina í þessum efnum þótt í meginatriðum verði áfram haldið á frjálsræðisbraut, m.a. vegna áætlun- arinnar um sameiginlegan markað EB-ríkjanna árið 1992. Flvort sem ofangreindar breytingar eru ástæðan eða ekki, þá er samt ljóst að efnahagur Frakka stendur að ýmsu leyti á traustari fótum en áður. Hag- vöxtur er t.d. í ár áætlaður á milli 3 og 4%, sem er meiri vöxtur en átt hefur sér stað á s.l. tíu árum. Og að þessu sinni er hann ekki drifinn áfram af aukinni neyslu eins og á undanförnum árum, heldur af vaxandi útflutningi og auknum fjárfestingum. Frakkar virð- ast einnig hafa náð nokkuð góðum tökum á verðbólgu, en hún er þar á- ætluð verða innan við 3% í ár. Er Frökkum það mikið metnaðarmál að verðbólga fari ekki mikið fram úr verðbólgu í V.Þýskalandi, enda er slíkt einkar mikilvægt vegna samstarfs þjóðanna í Evrópumyntkerfinu. í þessu sambandi hefur það skipt miklu máli að launakostnaður hefur vaxið minna í Frakklandi en víðast annars staðar. Kaupmáttur launa hefur t.d. aukist um aðeins 0,7% árlega á sein- ustu 5 árum og hlutdeild launa í þjóð- artekjum hefur á sama tíma lækkað um 4% (niður í 69,2%). Þetta breytir hins vegar engu um það að atvinnuleysi er ennþá mjög mikið í Frakklandi og fátt sem bendir til að úr rætist í bráð. Það er 10,4% um þessar mundir og samkvæmt nýlegri spá er gert ráð fyrir að atvinnuleysið vaxi upp í 11,6% árið 1990. Hafa stjórnvöld nú í bígerð áætlanir um starfsþjálfun og aðra aðstoð við at- vinnulausa í þeim tilgangi að leysa vandann. Svo mikið er þó víst að ekki á að leysa hann með auknum halla á rík- issjóði, þar sem ríkisstjórnin hefur boðað áframhaldandi minnkun hall- ans. Samt hafa skattar ríkisins lækkað og eiga að lækka enn frekar, en þar hafa tekjur af sölu ríkisfyrirtækja hjálpað mikið til. Þetta breytir því hins vegar ekki að þegar litið er á opinbera geirann í heild sinni, þá hefur skatt- byrði aukist úr 42,8% árið 1982 í 44,7% í fyrra. BRASILÍA: Fjármálaráöherra hyggst beita að- haldi í ríkisfjármálum sem höfuð- vopn gegn óoaveröbólgu_____________ Brasilíumenn hafa löngum þurft að þola afar mikla verðbólgu, en hún hef- ur sjaldan verið eins mikil eins og um þessar mundir, eða um 2000% á árs- grundvelli. Og það aðeins rúmlega tveimur árum eftir umfangsmiklar efnahagsaðgerðir sem fólu aðallega í sér launa- og verðstöðvun. Ríkisfjár- málin hafa hins vegar setið á hakanum og t.d. jókst halli ríkissjóðs úr 4% af landsframleiðslu í 7% árið 1987. Nú er ætlun fjármálaráðherrans, Mailson Fereira da Nobrega, að gera alvöru úr því að ráðast að orsökum verðbólg- unnar og leggur hann í því skyni höf- uðáherslu á minnkun ríkissjóðshall- ans. Var ætlunin að minnka hallann niður í 4% af landsframleiðslu á þessu ári og í 2% á því næsta, en það er í sam- ræmi við samkomulag ríkisstjórnar- innar við erlenda lánadrottna, sem hafa sett þetta skilyrði fyrir möguleg- um skuldbreytingum. Það gerir fjármálaráðherranum erfitt fyrir í þessu sambandi, að fólk hefur mjög takmarkaða trú á árangur efnahagsaðgerða eftir bitra reynslu undanfarinna ára. Aðhaldsáætlun ráðherrans á líka eftir að þýða versn- andi afkomu fyrir fólk, a.m.k. til skamms tíma litið, enda gengur hún undir nafninu „baunir og hrísgrjón“ vegna þess að margir munu væntan- lega neyðast til að halda sig eingöngu við þessar fæðutegundir. Það kann líka að standa í vegi fyrir árangri í þess- um efnum að nýlega voru sett lög sem banna hærri raunvexti en 12%, en að- hald í peningamálum verður ekki síð- ur nauðsynlegt en aðhald í ríkisfjár- málum ef árangur á að nást. EB:__________________________________ Framkvæmdanefndin reynir að eyða áhyggjum Ianda utan EB um verndar- stemu________________________________ Lönd utan EB hafa sem kunnugt er haft verulegar áhyggjur af því að ein- angrast frá „sameiginlega markaðin- um“ eftir að hann verður að veruleika. Þetta á jafnvel við um lönd sem hafa þegar náð fótfestu með eigin fyrirtæki innan EB, þar sem engin afdráttarlaus yfirlýsing hefur legið fyrir um annað. Leiðtogar EB hafa gjarnan vísað þess- um ásökunum á bug, án þess þó að veita viðkomandi aðilum fullvissu fyrir því að utanaðkomandi fyrirtæki fái að njóta sams konar skilyrða. Nýlega sendi framkvæmdanefndin hins vegar frá sér yfirlýsingu um að ótti annarra ríkja um aukna verndarstefnu væri ástæðulaus. í yfirlýsingunni segir að Evrópu- bandalagið sé stærsti útflytjandi í heiminum og stendur fyrir 1/5 af heimsviðskiptunum. Það væri þess vegna alls ekki í þágu bandalagsins að reisa múra viðskiptahindrana um- hverfis sig. Þar að auki myndu við- skiptaþjóðir bandalagsins eiga eftir að njóta þess að skipta við svo stóran markað sem væri laus við landamæra- hömlur og hefði staðlaðar reglur. Yfirleitt var yfirlýsingunni vel tekið, en þó eru ennþá verulegar efasemdir til staðar um að allir fái að njóta jafn- ræðis. Ýmsum bandarískum og japönskum bankastofnunum þykir t.d. ekki tekið nægilega skýrt fram að útibú þeirra í Evrópu fái að njóta sömu möguleika og innlendar bankastofn- anir á meðan sams konar heimildir liggi ekki fyrir í þeirra heimalöndum. Ritstj. og ábm.: Finnur Geirsson. Útg.: Kaupþing hf. Húsi Verslunarinnar, Kringlunni7.103 Reykjavík. Sími 68 69 88. Umbrot og útlitshönnun: Kristján Svansson. Prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Öll réttindi áskilin. Rit þetta má ekki afrita með neinum hætti svo sem með Ijósritun eða á annan hátt að hluta eða í heild sinni án leyfis útgefanda.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.