Vísbending


Vísbending - 02.11.1988, Síða 1

Vísbending - 02.11.1988, Síða 1
VIKURIT UM VIÐSKIPTIOG EFNAHAGSMÁL 42.6 2. NÓVEMBER1988 ÞENSLA MINNKAR( KJOLFAR HÁRRA RAUNVAXTA Aðliald í ríkisfjármálum lykill að jatavægi til lengri tíma Nú eru línur farnar að skýrast um af- komu þjóðarbúsins á þessu ári. Skv. spá Pjóðhagsstofnunar dregur úr lands- framleiðslu um 1,4% frá því ífyrra, við- skiptahalli eykst á árinu og verður 4,6% af landsframleiðslu og halli á ríkissjóði verður mun meiri en áœtlað var. Verð- og launastöðvun, sem í gildi verður seinustu fjóra mánuði ársins og liðlega það, leiðir til minni verðbólgu á árinu en hefði mátt œtla í Ijósi ríkissjóðshalla og endurtekinna gengislœkkana. Engu að síður má greina ýmis merki þess að þensla fari minnkandi og ekki er ólík- legt að háir vextir eigi mestan þátt í því auk minni útflutningsverðmœta. Merki um minni þenslu Allt frá árinu 1985 og til skamms tíma hefur ríkt þensluástand á vinnu- markaði. Þetta hefur m.a. lýst sér í tæpast merkjanlegu atvinnuleysi (í kringum 0,5% af vinnuafli) og miklum fjölda lausra staða (rúmlega 3% af vinnuafli). Samkeppni fyrirtækja um starfsfólk hefur svo knúið laun upp á við, langt umfram það sem um var samið í almennum kjarasamningum. Og jafnvel þótt verðbólgan hafi verið talsverð þá hækkuðu tekjur mun meira. Árið 1986 hækkuðu atvinnu- tekjur á mann um 33% að meðaltali á milli ára á meðan verðbólga hækkaði um 21,5%, og árið 1987 hækkuðu at- vinnutekjur um 42% þegar verðbólg- an hækkaði um 18,5%. Reikna má með 25,5% verðbólgu á milli áranna 1987 og 88 og má því af þessu ráða að við höfum verið að festast í ákveðnu verðbólgufari (um og yfir 20%), þrátt fyrir fyrirheit um að ná verðbólgu 'nið- ur á það stig sem ríkir í helstu við- skiptalöndum. Annað merki um minnkandi þenslu eru nýjar upplýsingar um fjölda lausra staða og atvinnuleysi. Þjóðhagsstofn- un lét kanna atvinnuástandið fyrir um mánuði síðan og kom þá í ljós að fjöldi lausra staða hafði hrapað úr tæplega 3000 í vor niður í um 500. Atvinnuleysi hefur síðan næstum tvöfaldast frá því á sama tíma í fyrra þótt ennþá sé það innan við 1% af mannafla. Af viðtöl- um við talsmenn ýmissa fyrirtækja má einnig ráða að þeim haldist betur á Úr þjóðarbúskapnum 1988 MINNI ÚTFLUTNINGUR1... • Samtals vörur og þjónusta =-1,0% m.v. 1987) [Þaraf:vörur -1,7% Þjónusta 0,9%] ...OG HÆRRIRAUNVEXTIR2... • Verðtryggð skuldabréf = 9,5% (5,2% '86) • Óverðtryggð skuldabréf = 8,8% (4,3% '86) ...HAFA DREGIÐ ÚR ÞENSLU... • Styttri vinnutími = 2-3 stundirá viku m.v.'87 • Fleiri gjaldþrot = a.m.k. þrefalt umfangsmeiri en '87 • Færri lausar stöður = 500 í haust, 3.500 i fyrra ... ÞRÁ TT FYRIR HALLA Á R/KISSJÓÐI3... • Halli = -5.252 millj. kr. • Hrein lánsfjárþörf = 5.973 millj. kr. • Eftirspurnaráhrif = 2.696 millj. kr. ...OG LÆKKUN GENGIS • 21 % lækkun á árinu • 4% lækkun raungengis m.v. verðlag (frá 4. ársfj. '87 til 4. ársfj. ’88). [Verð á dollar • = 47 kr. í okt. (36 kr. í jan.) Verð á pundi = 78 kr. í okt. (67 kr. I jan.)] 1 spáfyrir '88. 2aðmeðaltalifyrstu9mán. 3 fyrstu9mán. En nú eru ýmis merki á lofti um að þensla fari verulega minnkandi. Vegna verðstöðvunar verður sú álykt- un þó vart dregin af tölum um verð- bólgu, heldur vill bara svo til að verð- stöðvunin kemur á tíma þegar samdráttareinkenni eru að koma fram. í fyrsta lagi er ljóst að vinnutími hefur styst og má m.a. ráða það af könnun Kjararannsóknarnefndar um vinnutíma verkafólks og iðnaðar- manna á fyrri hluta ársins. Skv. henni hefur vinnutími styst um 2-4 stundir á viku samanborið við sama tímabil í fyrra. Af innheimtu skatta sem nú eru staðgreiddir má einnig ráða að vinnu- framboð hefur minnkað. Raunar er ekki ólíklegt að fleira komi til en minni efnahagsumsvif, því einmitt stað- greiðslukerfi skatta gæti út af fyrir sig leitt til minni yfirvinnu. starfsfólki og að mikið hafi dregið úr launaskriði. Og enn ein vísbendingin um minni þenslu er svo aukning gjald- þrota, en til marks um umfang þeirra eru útgjöld ríkissjóðs vegna ríkisá- byrgðar á launum vegna gjaldþrota. Á fyrstu níu mánuðum ársins greiddi rík- issjóður 70 milljónir króna vegna slíkra ríkisábyrgða, en aðeins 30 millj- ónir í sama skyni árið 1987. Eíni: • Þensla minnkar í kjölfar hárra raunvaxta • Þyngri skuldabyrði í vændum • Erlend fréttabrot

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.