Vísbending


Vísbending - 02.11.1988, Blaðsíða 4

Vísbending - 02.11.1988, Blaðsíða 4
VÍSBENDING ÍSRAEL: Aðhaldsaðgerðir undanfarinna ára segja til sín í fleiri gjaldþrotum Fyrri helmingur þessa áratugar var tími óðverðbólgu og versnandi efna- hags í ísræl og það var ekki fyrr en í kjölfar víðtækra efnahagsaðgerða árið 1985 að efnahagurinn fór að rétta við. Aðgerðirnar fólu m.a. í sér tíma- bundna verðstöðvun, hækkun vaxta og frystingu gengis með þeim afleið- ingum að verðbólgan fór fljótlega úr tæplega 400% í um 20%. í fyrra tók hagvöxtur svo við sér og varð 5,2%, en verðbólga hélt áfram að vera á bilinu 15-20%. Nú er hins vegar að koma í ljós að fjöldi fyrirtækja er rekinn með tapi, m.a. vegna hárra vaxta og almennt meiri markaðshyggju en áður hefur tíðkast. Eitt þessara fyrirtækja er stærsta fyrirtæki ísræls, Koor, sem stendur á bak við 7% landsframleiðsl- unnar. Koor er í eigu valdamikils verkalýðsfélags sem tengist Verka- mannaflokknum og hefur haslað sér völl í hér um bil öllum atvinnugreinum landsins. Velta fyrirtækisins í fyrra var rúmlega 3 milljarðar dollara og tapið það ár nam 250 milljónum dollara. Ný- lega var fyrirtækið svo sótt til saka af bandarískum banka fyrir að hafa ekki greitt lán upp á 20 milljón dollara. En þótt stefna stjórnarinnar hafi verið sú að hafa ekki afskipti af gjald- þrota fyrirtækjum, þá þótti Koor dæmið of hrikalegt til að það mætti láta afskiptalaust. Aðgerðir stjórn- valda fela í sér að þau styrkja fyrirtæk- ið með 20 milljónum dollara strax, og kaupa skuldabréf útgefin af fyrirtæk- inu fyrir 50 milljón dollara. í staðinn verður fyrirtækið að gera viðnáms- áætlanir sem búist er við að hafi í för með sér sölu eigna og lokun sumra verksmiðja. Nú standa fyrir dyrum kosningar í ísræl og vandræði Koor eru orðin að heilmiklu kosningamáli. Likud flokk- urinn bendir mönnum á, að verði Verkamannaflokkurinn einráður muni stjórn efnahagsmála farnast með svipuðum hætti. Verkamannaflokkur- inn svarar hins vegar fyrir sig með því að segja efnahagsvandræðin á fyrri hluta áratugarins vera Likud flokkn- um að kenna. Af þeim stafi þau vand- ræði sem fyrirtækin þurfi nú að glíma við. Hvernig svo sem fer er ljóst að Is- rælsmenn verða að taka sig verulega á, því ekki dugir að sættast á 15-20% verðbólgu á meðan flest lönd búa við um og innan við 5% verðbólgu. Fjármálaráðherrann, Moshe Niss- ERLEND FRETTABROT im, hefur látið þau orð falla að til að svo megi verða þurfi ísrælsmenn að skera niður ríkisútgjöld og minnka rík- isafskipti auk þess sem aðhald verði að hafa með launaþróun. BANDARlKIN:_________________________ Fjöldi sparisjóða er í raun gjaldþrota Það munu vera u.þ.b. 3000 spari- sjóðir í Bandaríkjunum og þriðjungur þeirra er nú rekinn með tapi. Þetta tap nemur rúmlega 7 milljörðum dollara það sem af er árinu. Þá er áætlað að um 500 sparisjóðir séu svo til gjald- þrota og í raun búnir að missa starfs- grundvöll. Ennþá er þeim samt haldið uppi, enda ekki um neina smá upphæð að ræða sem ríkið þyrfti að greiða í bætur til sparifjáreigenda ef sjóðunum yrði lokað. Sú upphæð sem hér um ræðir er hundrað milljarðar dollara, en til samanburðar má geta þess að hallinn á ríkissjóði er 155 milljarðar dollara. Ástæðuna fyrir þessu hruni spari- sjóðanna má að öllum líkindum rekja til frjálsari reglna um starfsemi fjár- málastofnana almennt og þar með til meiri samkeppni á fjármagnsmörkuð- um. Eftir því sem sagt er byrjaði þetta allt saman á síðasta áratug þegar verð- bólgan varð meiri en svaraði til há- marksvaxta á innlánsreikningum og fólk fór að flytja fé sitt yfir til verð- bréfasjóða. Þessu svöruðu stjórnvöld með því að hækka hámarksvexti, en þá ráku sjóðirnir sig á það að útlán, sem flest voru til húsnæðiskaupa, voru á föstum og lægri vöxtum en nýir innlánsvextir. Þá leyfðu stjórnvöld sjóðunum að fara inn á nýjar brautir útlána, svo sem til skrifstofubygginga og veitingahúsa. Jafnhliða þessu voru kröfur um trygg- ingarsjóð innlánsfjár hertar verulega, sem aftur fékk sparisjóðina til að taka meiri áhættu í útlánum. Með þessu of- keyrðu margir sjóðanna sig, en í stað þess að láta þá flakka var gripið til þess ráðs að fela stöðuna með bókhalds- blekkingum. Síðan var ekki hjá því komist að þeir sjóðanna sem áttu sitt undir olíuvinnslu, t.d. í Texas, færu á hausinn þegar olíuverð hrapaði árið 1986. Við það komst af stað keðju- verkun sem ekki er séð fyrir endann á. FRAKKLAND:_________________________ Áætlanir um að lækka hæstu pró- sentu virðisaukaskatts í 28% Frakkar hafa hingað til skattlagt virðisauka ýmissa svonefndra “lúx- usvara“ með 33.33%. Þetta eru vörur eins og ilmvötn, gimsteinar, ljós- myndavélar, skinnkápur og ýmsar raf- eindavörur. Nú eru hins vegar uppi á- form um að lækka skattprósentuna á þessar vörur niður í 28%, sem verður þá eftir breytinguna hæsta skattpró- senta virðisaukaskatts í Frakklandi. Þá á lægsta skattprósentan að lækka enn frekar, eða úr 7% í 5,5% á bækur og ýmsa þjónustu eins og samgöngur, hótelgistingu, ferðaþjónustu og skemmtanir. Almennt er litið á þessar fyrirætlan- ir sem lið í áætlun EB-ríkjanna um að samræma óbeina skatta, en sam- kvæmt tillögum framkvæmdanefndar- innar eiga aðildarlöndin að taka upp tvær prósentur; önnur á bilinu 4-9% og hin á bilinu 14-20%. En ef úr verður mun ríkissjóður missa tekjur sem nema 5,86 milljarða franskra franka, eða tæpum milljarði bandaríkjadoll- ara. Ritstj. og ábm.: Finnur Geirsson. Útg.: Kaupþing hf. Húsi Verslunarinnar, Kringlunni 7.103 Reykjavík. Sími 68 69 88. Umbrot og útlitshönnun: Kristján Svansson. Prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Öll réttindi áskilin. Rit þetta máekki afrita með neinum hætti svo sem með Ijósritun eða á annan hátt að hluta eða í heild sinni án leyfis útgefanda.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.