Vísbending


Vísbending - 09.11.1988, Blaðsíða 1

Vísbending - 09.11.1988, Blaðsíða 1
VISBENDING MURIT UM VIÐSKIPTIOG EFNAHAGSMÁL 42.6 9.NÓVEMBER1988 Nf STEFNA íEFNA- HAGS- MÁLUM Brugðustraarkaðs- öflin? Miklar sveiflur í þjóðarframleiðslu og enn meiri sveiflur í þjóðarútgjöldum hafa löngum einkennt þjóðarbúskap- inn. Og oftast hafa þjóðarútgjöld verið meiri en tekjur, sem birtisi í næstum stöðugum viðskiptahalla, erlendri skuldasöfnun og mikilli verðbólgu. Það hlýtur því að vera höfuðverkefni hverr- ar ríkisstjórnar að gera ráðstafanir sem draga úr þessum sveiflum og leggja grunn að jafnari og helst meiri hagvexti en hefur átt sér stað hingað til. Þörfin verður aldrei tilfinnanlegri en þegar þjóðartekjur minnka, en slíkt gerist einmitt á þessu ári í annað skiptið á ára- tugnum. Eins og í fyrra skiptið er það nýmynduð ríkisstjórn sem tekst á við vandann, en að þessu sinni með gjör- breyttum áherslum. Samdráttur og stjórnarstefna 1983 Áður en vikið verður að helstu þátt- um í efnahagsstefnu nýju stjórnarinn- ar er ekki úr vegi að rifja upp þá stefnubreytingu sem átti sér stað á síð- asta samdráttarskeiði, árið 1983. Ný stjórn komst þá til valda og eins og nú- verandi stjórn greip hún til þess ráðs að takmarka launahækkanir um til- tekinn tíma, auk þess sem hún felldi gengið. En jafnframt boðaði hún afar róttækar breytingar í verðlags- og vaxtamálum, gjaldeyrismálum og skattamálum. Þessar breytingar voru í samræmi orðið í samræmi við það sem margir ætluðu. Það gengur illa að draga úr út- gjöldum til landbúnaðarmála og þótt tekist hafi að takmarka sóknina í fisk- inn, þá eru fiskveiðar ennþá reknar á óhagkvæman hátt. Engu að síður var Ýmist of eða van -Þjóðarútgjöld (breyting frá fyrra ári) - Landsframleiðsla (breyting frá fyrra ári) _ ] Viðskiptajöfnuður (% af LFR) t978 79 Sveiflur i þjóðarútgjöldum eru oítasí skarpari en sveifíur í landsframleiðslu og aukning þeirra yfirieíff meiri. Afleiðingin birtist iþvísem næst stóðugum viðskiþtahalla og söfnun ertendra skulda. Heimild: þHS. brb. sþá við sams konar breytingar sem þá höfðu átt sér stað víða erlendis, og höfðu að leiðarljósi aukið frelsi ein- staklinga og fyrirtækja og minni ríkis- afskipti. Meginhugsunin var sú, að fólk tæki meiri ábyrgð á eigin gjörðum og semdi sjálft um verð, vexti og laun, án afskipta ríkisvalds. Með þeim hætti var talið að fjármunum og fjármagni yrði best varið. Og helsta markmið skattkerfisbreytinga var að gæta hlut- leysis í sem ríkustum mæli, þannig að framtak einstaklinga fengi að njóta sín og framleiðsla beindist inn á arðvæn- legustu sviðin. Breytingarnar komust svo smám saman til framkvæmda, einkum á árunum 1984 til 1986, en tolla- og skattkerfisbreytingin tók þó ekki gildi fyrr en í ársbyrjun 1988. Það var hugur í mönnum á þessum árum, sem kom einnig fram í því að ráðist var í mikla uppstokkun á fyrir- komulagi landbúnaðar- og sjávarút- vegsmála. Niðurstaðan á þessum svið- um atvinnumála hefur reyndar ekki mótuð tiltölulega skýr stefna í þessum málum þannig að menn vissu nokkurn veginn að hverju þeir gengu. Framan af í kjölfar þessarar upp- stokkunar á skipulagi efnahagsmála þróuðust mál tiltölulega farsællega. Hagvöxtur tók við sér og varð á milli 3 og 4% fyrstu tvö árin og þegar ytri skil- yrði bötnuðu verulega árið 1986, þá jókst hann um helming og hélt því striki árið 1987. Verðbólga var engu að síður talsvert há áfram, en þó rúmlega helmingi lægri en hún hafði verið að meðaltali árin á undan. í kjölfar vaxta- frelsisins hækkuðu síðan vextir og Eftli:___________________________ • Ný stefna í efnahags^__________. málum. Brugðust markadsöflin? • Áhrifgengisfellingar _____ • Erlend fréttabrot

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.