Vísbending


Vísbending - 16.11.1988, Blaðsíða 1

Vísbending - 16.11.1988, Blaðsíða 1
VIKURIT UM VIÐSKIPTIOG EFNAHAGSMÁL 45.6 16. NÓVEMBER1988 BREYTTOG SKILVIRKT NÁMSLÁNA- KERFI Dr. GuðmndiirMagnússon Inngangur í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1989 er gert ráð fyrir að ráðstöfunarfé Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) nemi 2.532 milljónum króna og hækki um 17% frá fjárlögum 1988. Þar af er fjárveiting ætluð nema 1.617 rn.kr. og lántaka 915 m.kr., sbr. hjá- setta töflu. Þetta er ærið fé og ríkisvaldið á í mesta basli við að hemja fjárþörf sjóðsins ef ná á markmiðum sjóðsins. Þess vegna hefur ítrekað verið leitað leiða til að sporna við síauknum fram- lögum úr ríkissjóði en lítið áunnist í þeim efnum. Fyrrverandi mennta- málaráðherra Birgir ísleifur Gunnars- son fól starfshópi að undirbúa tillögur til endurskoðunar á reglum og lögum um námslán og námskostnað. Hér verða raktar helstu hugmyndir starfs- hópsins(l). Markmið endurskoðunar- innar var „að Lánasjóður íslenskra námsmanna geti áfram tryggt jafnan rétt til náms og að eigið fé lánasjóðsins aukist, en framlög ríkis og lántökur sjóðsins minnki að sama skapi, þannig að endurgreiðslur námslána geti orðið burðarás í fjármögnun sjóðsins í ná- inni framtíð". Gildandi kerfi LÍN veitir lán til 43 ára og hefjast endurgreiðslur þremur árum eftir námslok. Upphæð námsláns fer eftir reiknuðum framfærslukostnaði á hverjum stað (og skólagjöldum, þar sem það á við). Lánin eru verðtryggð með lánskjaravísitölu en bera ekki vexti. Endurgreiðslur skulu vera hæst 3,5% af útsvarsstofni á ári, þó eigi lægri en 17.004 kr. (í janúar 1988). Þessi hlutfallstala hækkaði í 3,75% af lánum 1986 og síðar. Samkvæmt raunverulegum endur- greiðslum þeirra er hófu að greiða af lánum árin 1986 og 1987 má ætla að af- föll verði 13-15%, þ.e. innheimtist aldrei. Sé litið á vaxtaleysi lánanna má ætla að miðað við 4-6% vexti (arðsemis- kröfu) jafngildi það 45-50% styrk til lántakenda þegar upp er staðið. Hin raunverulega aðstoð ríkisins við námsmenn með þessum lánum felst því í afföllum af lánunum og vaxtaleys- inu. Þetta tvennt jafngildir því að ríf- lega 50% heildarlána eru styrkur. Það er auðvelt að sýna frant á að greiðslubyrði af námslánum með markaðsvöxtum yrði námsmönnum flestum hverjum ofviða. Það er því nauðsynlegt að hið opinbera aðstoði námsmenn með einhverjum hætti. En við getum spurt okkur annars vegar hvort ekki sé unnt að dreifa þeirri námsaðstoð sem nú er veitt á réttlátari hátt og hins vegar hvort ekki sé unnt að ná markmiðinu um örari endur- greiðslur í sjóðinn án þess að auka Efni: • Breytt og skilvirkt námslánakerfi • Erlendar skuldir. Síðbúin athugasemd við grein í Vísbendingu • Erlend fréttabrot Lánasjóður íslenskra námsmanna Fjárlög 1989 Frumvarp 1989 Breyting þús. kr. þús. kr. % Innstreymi: 2.362.000 2.782.300 18 Framlag ríkissjóðs 1.478.000 1.617.000 9 Tekin lán 690.000 915.000 33 Afborganir, vextir o.fl. 194.000 250.300 29 Útstreymi: 2.362.000 2.782.300 18 Rekstrarkostnaður 52.000 59.500 14 Afborganir, vextir o.fl. 567.000 726.800 28 Ferðastyrkir 60.000 55.000 -8 Veitt lán 1.683.000 1.941.000 15 Úr frumvarpi til fjárlaga 1989.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.