Vísbending


Vísbending - 07.12.1988, Blaðsíða 1

Vísbending - 07.12.1988, Blaðsíða 1
VISBENDING VIKURIT UM V1Ð8KIPTIOG EFNAHAGSMÁL 48.6 7.DESEMBER1988 VÆGIÚT- FLUTNINGS MARKAÐA AÐ BREYTAST Utánríkisverslunin hefur verið að breytast á undanförnum árum og þá einkum vœgi helstu útflutningsmarkaða fyrir vörur. Evrópumarkaður og jap- ansmarkaður hafa t. d. vaxið á kostnað bandaríkjamarkaðar og rússlands- markaðar. Talsverðar breytingar hafa líka átt sér stað á hlutfallslegu vœgi ein- stakra útflutningsafurða þótt vægi helstu atvinnugreina hafi ekki breyst mikið. Á hinn bóginn hafa ekki orðið miklar breytingar á því hvaðan við kaupum vórur, nema að minna er keypt frá Sovétríkjunum og meira frá Japan. Breytt vægi útf lutningsmarkaða Á aðeins fjórum árum hafa orðið mjög róttækar breytingar á hlutfalls- legu vægi helstu útflutningsmarkaða. Hlutur Evrópumarkaðar hefur vaxið úr 51% árið 1984 og nálgast óðfluga 70% ef marka má tölur fyrir fyrstu sex mánuðina á þessu ári. Á sama tíma hefur japansmarkaður vaxið úr 4% í 9%. Þessi aukning er hins vegar á kostnað bæði bandaríkjamarkaðar, sem er nú orðið ekki mikið stærri en japansmarkaður, og rússlandsmark- aðar, sem hefur minnkað um helming ef miðað er við hlutfallsleg verðmæti. Þó ekki sé útséð um hvernig tekst til með samstarf á milli EFTA og EB er ekki ólíklegt að við munum í vaxandi mæli líta á Evrópu sem einn markað og er það gert hér. Það er vaxandi til- hneiging í heiminum í þá átt að ná- grannaríki geri með sér viðskipta- samninga og markaðirnir eru þess vegna að stækka. Þetta hefur verið að gerast í Evrópu, en einnig í Asíu og Norður Ameríku, og að vissu leyti má líta á aukna samþjöppun Evrópulanda sem svar við sívaxandi efnahagslegum styrk Bandaríkjanna og ekki síst Jap- ana. Samstarfið innan EB hefur t.d. komið fram í samvinnu um gengis- stefnu, sem sum EFTA löndin hafa jafnframt tekið mið af í sínum gengis- málum. árum (úr 14% af verðmæti sjávaraf- urða 1984 í 21% 1987) vegið upp minnkun á hlutfallslegu vægi frysts fisks (úr 44% 1984 í 37% 1987). Tiltöluíega stöðugur innflutningur Hafi gengisþróun átt einhvem þátt í breytingum á útflutningsmörkuðum þá verður ekki séð að sama gildi um innflutninginn. Að öðru jöfnu hefði mátt búast við hlutfallslega meiri inn- Breytt vægi útflutningsmarkaöa1 100- 90 80 70- 60- 50- 40- 30- 20- 10- 0- 7% Önnur lönd Sovétríkin Japan Bandaríkin Evrópa3' 1984 1985 1986 1987 M Vaegi útflutningsmarkada hefur breyst mikið áfáum árum. Nú erhíutfallslega mun meira en ádur fluttút til Evrópu og Japan, en aftur mun minna til Bandarikjanna og Sovétríkjanna. 1) Hérerátt við vöruútflutning sem hefur veriö íkrlngum 70% af heildarútflutningi. 2} Janúar-júní. 3) EB og EFTA. Sveiflur í gengi á milli markaðs- svæða Evrópu og Japans annars vegar og Bandarílcjanna hins vegar eru væntanlega mikilvæg skýring á þessari breytingu á vægi útflutningsmarkað- anna fyrir ísland. Mesta breytingin varð einmitt árið 1985 þegar gengi dollars tók að falla gagnvart Evrópu- myntunum og yeni. I þessu sambandi verður samt að hafa í huga aukið mik- ilvægi saltfiskssölu, sem aðallega fer til Evrópu og þá miðað við SDR þar sem dollarinn vegur þungt. Eftirspumin eftir saltfiski hefur til skamms tíma einfaldlega knúið verðið þetta hátt upp. Til dæmis hefur aukið hlutfalls- legt vægi saltfisks á undanförnum flutningi frá Bandaríkjunum eða frá löndum sem miða sölu við dollara og minni innflutningi frá t.d. Evrópu. Hvorugt hefur gerst. Hlutfallslegt mikilvægi Evrópu- landa í innflutningnum hefur nokkurn veginn staðið í stað og heldur aukist ef Efni: * Vægi útflutningsmarkaða að breytast * Ríkisfjármál: Sagan endurtekur sig • Erlend fréttabrot

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.