Vísbending


Vísbending - 07.12.1988, Blaðsíða 2

Vísbending - 07.12.1988, Blaðsíða 2
VÍSBENDING Markaðsvægi innfluttra vara 1984 1985 1986 1987 1988v Evrópa21 69% 71% 74% 73% 73% Bandarikin 7% 7% 7% 7% 8% Japan 5% 4% 7% 11% 8% Sovétrikin 9% 8% 6% 4% 3% Önnur lönd 10% 10% 6% 5% 8% 100% 100% 100% 100% 100% Innflutningur frá Sovétríkjunum hefur minnkað (olía) og innflutningur frá Japan hefur aukist (bilar), en hlutdeild annarra markaða hefur litið breyst. 1) Janúar-júni. 2) EB og EFTA. eitthvað er. Og innflutningur frá Bandaríkjunum hefur verið nákvæm- lega sama hlutfall af innfluttum vörum a.m.k. frá árinu 1984, eða 7%. Hins vegar hefur það sama verið að gerast í innflutningi og útflutningi gagnvart Japan og Sovétríkjunum. Hlutur Jap- ana hefur aukist verulega, en hlutur Sovétmanna hefur aftur minnkað mjög mikið, eða úr 9% árið 1984 í 3% fyrstu sex mánuði þessa árs. Eflaust veldur hér mestu um aukinn bílainn- flutningur frá Japan og lækkun olíu- verðs að því er Sovétríkin snertir. í þessu sambandi er vert að vekja at- hygli á viðbrögðum Japana við hækk- un gengis á yeni, en þvert ofan í það sem hefði mátt ætla hefur útflutningur þeirra haldið áfram að aukast. Þetta hefur þeim tekist með skjótum við- brögðum og aukinni hagræðingu. Hugsanlega er skýringin á auknum innflutningi þeirra hingað þess vegna sú, að þeim hafi tekist að halda verði í skefjum til mótvægis við áhrif gengis- hækkunar. Meiri fjölbreytni en ofterætlaö Umræður um utanríkisviðskipti snúast oft eingöngu um inn- og útflutn- ing á vörum. Petta á sér langa hefð og skýrist væntanlega af því að vörur eru áþreifanlegar. Jafnvel opinberar hag- skýrslur fjalla um inn- og útflutning vara eins og ekkert annað væri flutt út. Þetta er hins vegar mikill misskilning- ur. Á undanförnum árum hefur t.d. verið flutt út þjónusta fyrir verðmæti sem svara til nálægt þriðjungi af heild- arútflutningnum eða heildargjaldeyr- isöfluninni. Á sama tíma hefur hlutur sjávarafurða verið rúmlega 50% og iðnaðarvara á bilinu 14 til 19%. Ef litið er sérstaklega á útflutta þjónustu þá samanstendur hún aðal- lega af þremur liðum. í fyrsta lagi sam- göngur, sem hafa á undanförnum árum átt á milli 40 og 50% þjónustu- teknanna. 1 öðru lagi varnarliðið, en nettótekjur af því hafa numið í kring- um 20% af þjónustutekjunum á und- anförnum árum. Og í þriðja lagi er- lendir ferðamenn, sem hafa gefið af sér stöðugt vaxandi hlut, eða frá 10% þjónustuteknanna árið 1984 í 16% árið 1987. Aðrar tekjur samanstanda m.a. af vaxtatekjum, sem hafa lagt til 4%, og af tekjum vegna trygginga, sem hafa verið á bilinu 2-3%. Hins vegar er ljóst að sjávarafurðir eru langmikilvægasta útflutningsaf- urðin eftir sem áður og koma væntan- lega til með að vera það áfram. Þó er vert að vekja athygli á því, að jafnvel þótt sjávarafurðir séu eins mikilvægar þjóðarbúinu og raun ber vitni þá er varla lengur hægt að tala um þær sem eina vöru lengur, líkt og gert er hvað sykur varðar fyrir Kúbu og olíu fyrir Árabalöndin. Það eru margir fiskar í sjónum og þegar afli einnar tegundar bregst hafa aðrar oft á tíðum komið í staðinn. Þar að auki er til staðar mikil fjölbreytni í því að útbúa fisk á mark- aði. Það má mikið vera ef allir mark- aðir fyrir allar fiskgerðir og öll vinnslu- stig fisks bregðast í einu. Þess vegna hlýtur að vera mikilvægt að fiskselj- endur hafi fullt frelsi til að þróa eins marga sölumöguleika og þá lystir. Hlutfallslegt vægi atvinnugreina í heildarútflutningi1) 1984 1985 1986 1987 1988 Sjávarafurðir 46% 50% 54% 54% 56% Þjónusta 32% 33% 30% 24% 25% Iðnaðarvörur 19% 15% 14% 14% 16% Landbúnaðarafurðir 1% 1% 1% 1% 1% Annað 2% 1% 1% 2% 2% 100% 100% 100% 100% 100% 1)Janúar-júni. 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.