Vísbending


Vísbending - 14.12.1988, Blaðsíða 1

Vísbending - 14.12.1988, Blaðsíða 1
VIKURIT UM VIÐ8K1PTIOG EFNAHAG8MÁL 49.6 14. DESEMBER1988 ÞYNGRIOG FLÓKNARI SKATT- HEIMTA Ríkisstjórnin hefur nú kynnt hug- myndir sínar um viðbótarskatta sem Al- þingi mun taka afstöðu til á nœstu dög- um. Ljóst er að heildarskattar munu þar með aukast verulega og kerfið verða flóknara. I hugmyndunum felast að ýmsu leyti róttœkar breytingar frá þeirri stefnu sem mörkuð hefur verið hér á undanförnum árum og sem tók mið af alþjóðlegri þróun. Höfuðeinkenni hennar er einmitt einföldun skattkerf- anna og lœkkun skattprósenta. Áform ríkisstjórnar______________________ Það er víða komið við í nýrri tekju- öflunarherferð ríkisstjórnarinnar. Vörugjald, sem nýlega var einfaldað og lækkað í 14%, á skv. hugmyndun- um að verða þrefalt (10%, 20% og 25%) og fellur m.a. á nýja vöruflokka. Almennt skatthlutfall tekjuskatts ein- staklinga á að hækka og sömuleiðis persónuafsláttur og barnabætur. Tekjuskattur á fyrirtæki á að hækka og dregið verður úr ýmsum frádráttar- heimildum þeim til handa; eigna- skattshlutfall á að hækka og verður nú tvískipt í stað eins áður; skattur á versl- Aðgerðir og áform stjórnvalda í skattamálum: ■ Vörugjald: Hækkun og fjölgun skatthlutfalla. ■ Tekjuskattur einstaklinga: Hækkun skatthlutfalls, persónuafsláttar og barnabóta. ■ Tekjuskatturfyrirtækja: Hækkun skatthlutfalls, og fækkun frádráttarheimilda. ■ Eignaskattur: Hækkun skatthlutfalls og nýtt skattþrep. ■ Skattur á verslunar-og skrifstofuhúsnæði: Framlenging og hækkun. ■ Gjald af erlendum lántökum: Framlenging. ■ Skattaráfjárfestingarsjóði: Til jafns við bankastofnanir. ■ Virðisaukaskattur: Upptöku frestað. unar- og skrifstofuhúsnæði verður framlengdur og hækkaður; gjald af er- lendum iántökum, sem búið var að lofa að fellt yrði niður um næstu ára- mót, verður framlengt; Fallið verður frá upptöku virðisaukaskatts á næsta ári og fjárfestingarsjóðir verða skatt- lagðir til jafns við aðrar bankastofnan- ir. Að undanskildum skatti á fjárfest- Eflli: • Þyngri og flóknari skattheimta • Ríkisfjármál: Þenslan heldur áfram • Erlend fréttabrot

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.