Vísbending


Vísbending - 14.12.1988, Blaðsíða 2

Vísbending - 14.12.1988, Blaðsíða 2
VÍSBENDING ingarsjóði, sem er til þess fallinn að jafna samkeppnisstöðu, ganga hug- myndirnar út á að viðhalda og í sum- um tilvikum að auka mismunun meðal fyrirtækja og einstaklinga. Par að auki er nú undirstrikað hversu erfitt er að treysta á loforð og fyrirætlanir stjórn- valda og hversu fyrirvaralítið aðstæð- ur einstaklinga og fyrirtækja geta breyst af þeirra völdum. Um þetta vitna m.a. áform um að hætta við af- nám gjalds af erlendum lántökum og frestun virðisaukaskatts. Andstætt alþjóðlegri þroun____________ Um allan heim hafa lönd verið að breyta skattkerfum sínum í átt til ein- földunar og oft til lækkunar skatt- byrði. Menn hafa þá að leiðarljósi þá skoðun, að skattar eigi að vera bæði einfaldir og hlutlausir, auk þess sem stilla verður þeim í hóf til að fram- leiðsla geti orðið sem mest og hag- kvæmust. Skattar geta jú haft mikil á- hrif; þeir breyta vinnuframlagi fólks og neyslu og framleiðslan beinist í aðra farvegi en ella og ekki endilega þá sem fyrir stjórnvöldum vakti. Á bak við skattlagningu hefur stundum búið ákveðin neyslu- og framleiðslustýring, en hún missir í sí- fellt ríkara mæli marks vegna þess hversu samgöngur eru orðnar full- komnar og markaðirnir í raun stórir. Þannig getur t.d. annars arðbær fram- leiðsla flust úr landi og fólk og fyrir- tæki flutt sig um set, jafnvel til annarra landa ef skattar eru hlutfallslega íþyngjandi. Af þessum sökum m.a. er afar hæpið að skattar nái tilgangi sín- um sem tæki til tekjujöfnunar. Þess vegna er það nú í ríkari mæli en áður mikilvægt fyrir allar þjóðir að búa þannig að einstaklingum og fyrir- tækjum að samkeppnisstaðan verði sem hagstæðust. í markaðsbandalög- um verður varla hjá því komist að löndin samræmi skatta sína og þá með þeim hætti að þeir raski eins lítið og mögulegt er framleiðslu og neyslu. Fyrir lönd sem standa utan við slík bandalög, en eiga samt mikil viðskipti við þau, getur þá reynst alvarlegt mál að vera með þyngri og misjafnari skatta en þar ríkja. RIKIS- FJÁRMÁL: ÞENSLAN HELDUR ÁFRAM Dr. PomlúurGylfason Fj árlagafrumvarp ríkisstj órnarinn- ar fyrir 1989 er frábrugðið frumvörp- um fyrri ára að því leyti meðal annars, að það gerir ráð fyrir umtalsverðum tekjuafgangi í ríkisbúskapnum í þrengsta skilningi. Það er nokkurs virði, úr því að ríkisstjórnin leggur enn sem fyrr þunga áherzlu á nauðsyn þess að draga úr verðbólgu og viðskipta- halla. Ríkisstjórnin sýnir áræði með því að boða aukið aðhald að útgjöld- um ríkisins og aukna skattheimtu í því skyni að draga úr þensluáhrifum stjórnarstefnunnar í ríkisfjármálum. Fyrirhugaður tekjuafgangur kann að hafa táknrænt gildi í augum al- mennings, en hann er þó smávægileg- ur í sjálfum sér. Flann nemur aðeins um 0,4% af áætlaðri landsframleiðslu næsta ár. Til þess að ríkisbúskapurinn gæti talizt samrýmast þokkalegu jafn- vægi í efnahagslífinu, þyrfti afgangur- inn að vera margfalt meiri. Þetta stafar af því, að bæði beinar og óbeinar skatttekjur ríkisins eru óeðlilega háar enn vegna of mikillar þenslu í þjóðar- búskapnum, jafnvel þótt þenslan hafi minnkað síðustu mánuði. Hluti afstærri íieikl___________________ Hitt skiptir líka miklu máli, að tekjuafgangur ríkissjóðs og ríkisstofn- ana f A-hluta fjárlagadæmisins er að- eins hluti af miklu stærri heild. Smá- vægilegur rekstrarafgangur í A-hluta ríkisfjármálanna kemur að litlu haldi í baráttunni við verðbólgu og skulda- söfnun í útlöndum, ef önnur starfsemi á vegum ríkisins er rekin með miklum halla, til dæmis húsnæðislánakerfið í B-hluta eða fjárfestingarsjóðakerfið í C-hluta, sem ég kalla svo. Þensluáhrif stjórnarstefnunnar í ríkisfjármálum fara fyrst og fremst eftir því, hvort rík- ið í víðum skilningi eyðir meira en það aflar og hvort umframeyðslan veldur þenslu innan lands eða ekki. Það er að vísu álitaefni, hvar rétt sé að draga mörkin milli ríkisbúskapar og einkaframtaks. Tökum dæmi. Ef op- inberir fjárfestingarsjóðir taka lán í út- löndum til þess að endurlána íslenzk- um einkafyrirtækjum, hver ber þá ábyrgð þenslunni, sem af því hlýzt, sjóðirnir eða fyrirtækin? “Báðir, en einkum þó sjóðirnir“ er líklega bezta svarið. Ef sjóðirnir hefðu neitað að veita lánin, hefðu fyrirtækin trúlega orðið að draga úr fjárfestingu. Mergur málsins er sá, að ríkið hefur húsbónda- vaid yfir fjárfestingarsjóðunum og get- ur því dregið úr útlánum þeirra beint eða óbeint eftir vild. Þess vegna þykir mér eðlilegt að telja þessa sjóði með ríkisbúskapnum. Þensluáhrifundiryfirborði_____________ Þegar fjárlagafrumvarpið og láns- fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár eru skoðuð í víðu samhengi, kemur á dag- inn, að heildarlánsfjárþörf ríkisins er mjög veruleg, jafnvel þótt A-hluti rík- isbúskaparins sýni afgang. Taflan sýn- ir, að verg lánsfjárþörf A-hluta ríkis- sjóðs nemur 4,7 milljörðum króna. Þessa fjár á að afla með sölu spariskír- teina ríkissjóðs. Við þessa fjárhæð bætast fyrirhugaðar lántökur bygging- arsjóða í B-hluta, að mestu hjá lífeyr- issjóðum, en þær nema 9,5 milljörð- um króna. Þar að auki er sveitarfélögum, fyrirtækjum með eignaraðild ríkissjóðs og ýmsum opin- berum sjóðum ætlað að taka 8,9 millj- arða króna að láni innan lands og utan. Þannig verður heildarlánsfjár- þörf (þ.e. greiðsluhalli) ríkisins 23,1 milljarður króna á næsta ári, þegar allt er tekið með í reikninginn. Þessi fjár- hæð er 63% hærri en í fjárlagafrum- varpinu fyrir 1988. Takið eftir því, að lánsfjárþörf A-hlutans eykst um að- eins 12% milli ára, en lánsfjárþörf B- hlutans eykst um 53% og C-hlutans 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.