Vísbending


Vísbending - 14.12.1988, Blaðsíða 3

Vísbending - 14.12.1988, Blaðsíða 3
VÍSBENDING um 134%. Fyrirhugaðar erlendar lán- tökur ríkisins í C-hluta þrefaldast eða því sem næst frá frumvarpi ársins í fyrra. Af þessu má sjá, hversu villandi það getur verið að einblína á A-hlut- ann í stað þess að skoða ríkisbúskap- inn í heild. ' Heiidarlánsfjárþörf ríkisins er þó ekki réttur mælikvarði á þensluáhrif ríkisfjármála. Þetta stafar af því, að verulegum hluta ríkisútgjalda í víðum skilningi er varið í vaxtagreiðslur og afborganir af skuldum ríkisins við út- lönd og við Seðlabanka fslands. Þessar greiðslur, sem nema 13,3 milljörðum króna næsta ár samkvæmt frumvörp- unum tveim, renna til útlanda og í seðlabankann og valda því væntanlega engri þenslu hér heima. Séu þær dregnar frá fyrirhugaðri lánsfjárþörf næsta ár, standa 9,8 milljarðar króna eftir. Þetta er þensluhaílinn, sem ég hef kallað svo. Hann er næstum helm- ingi hærra hlutfall af landsframleiðslu nú en í fyrra, eða næstum 4% af lands- framleiðslu nú á móti 2% í fyrra. Frumvörpin tvö virðast þess vegna lík- leg til þess að auka þenslu í þjóðarbú- skapnum á næsta ári eins og undan- gengin ár, jafnvel þótt ríkisstjórnin boði aukið aðhald á ýmsum sviðum. Um þennan reikning þarf að sönnu að hafa nokkra fyrirvara, sem ég hef gert grein fyrir áður. til dæmis hér í Vísbendingu af sama tilefni á Þorláks- messu í fyrra (og í Morgunblaðinu 28. desember 1986). Sérstaklega þarf að vekja athygli á því, að innlendar af- borganir ríkisins eru ekki dregnar frá heildarlánsfjárþörfinni eins og erlend- ar afborganir, þegar þensluhallinn er fundinn. Þessi háttur er hafður á með þeim rökum, að innlendar afborganir ríkisins hafna í höndum íslendinga, og okkur er að sjálfsögðu frjálst að eyða fénu eftir vild hér heima, með sömu af- leiðingum fyrir efnahagslífið og ef rík- ið hefði eytt fénu sjálft milliliðalaust. Að svo miklu leyti sem innlendir við- takendur endurgreiðslna frá ríkinu leggja féð hins vegar til hliðar (t.d. með því að kaupa ný spariskírteini fyr- ir andvirði eldri skírteina) í stað þess að eyða því, ætti með réttu lagi að draga innlendar afborganir frá til að finna þensluhallann. Þessar greiðslur nema 5,1 milljarði króna næsta ár eftir frumvörpunum tveim. Ef allt þetta fé verður lagt til hliðar, minnkar þenslu- hallinn sem því nemur og verður 4,7 milljarðar eða tæplega 2% af lands- framleiðslu. Þensluhallinn samkvæmt frumvörpunum tveim er því trúlega einhvers staðar á milli 5 og 10 millj- arða króna. Vandinn er sá, að enginn veit með vissu, hvorki fyrirfram né eft- irá, hvernig almenningur ráðstafar af- borgunum ríkissjóðs. Þess vegna er ekki hægt að fullyrða nákvæmlega, hvar þensluhallinn er á þessu bili. Ef aðstæður leyfa___________________ Nú kann einhver að spyrja: Er það ekki eðlilegt, að halli sé á rekstri ríkis- ins og ríkið safni skuldum innan hóf- legra marka eins og heimili og fyrir- tæki? Er ekki halli á ríkisbúskapnum yfirleitt í flestum nálægum löndum? Svarið er: Jú, auðvitað er það eðli- legt, að ríkið safni skuldum eins og all- ir aðrir, ef aðstæður leyfa. í gróandi þjóðarbúskap mætti undir eðlilegum kringumstæðum reka ríkisbúskapinn með halla um eilífan aldur að því til- skildu, að skuldir ríkisins yxu ekki hraðar en þjóðarframleiðsla, því að þá stæði hlutfall ríkisskulda af þjóðar- framleiðslu í stað og skuldabyrðin líka. Okkar vandi er sá, að við búum ekki við eðlilegar aðstæður, heldur heyr hver ríkisstjórn landsins á eftir annarri baráttu upp á líf og dauða við verðbólgu, vaxandi skuldabyrði og ýmsa aðra fylgikvilla verðbólgu. Þeirri baráttu verður að ljúka með sigri, áður en hægt verður að reka ríkisbúskap ís- lendinga með hóflegum halla eins og í öðrurn löndum. Lánsfjárþörf og þensluhalli, 1988-89 (Milljarðar króna) 1988 1989 Frumvarp Horfur Frumvarp A-hluti 4,2 9,5 4,7 Erlend lán - 4,6 - Innlend lán1) 4,2 4,9 4,7 B-hluti 6,2 6,5 9,5 Erlend lán - - - Innlend lán1) 6,2 6,5 9,5 C-hluti 3,8 5,2 8,9 Erlend lán1> 2,3 4,3 6,1 Innlend lán1) 1,5 0,9 2,8 Lánsfjárþörf alls = Greiðsluhalli ríkisgeirans2) 14,2 21,2 23,1 Erlend lán 2,3 8,9 6,1 Innlend lán 11,9 12,3 17,0 Frá dregst3>: 9,4 11,5 13,3 Erl. vextir41 5,2 6,2 7,3 Erl. afborganir41 2,8 2,7 3,7 Endurgreiðslur til Seðlabanka5* 1,4 2,6 2,3 Þensluhalli (vergur)61 4,8 9,7 9,8 (2,0%) (3,8%) (3,69! Frá dregst: 3,8 4,1 5,1 Innlausn sparisk. 3,1 3,4 4,2 Innl. afborganir71 0.7 0,7 0,9 Þcnsluhallí (hreinn)61 1,0 5,6 4,7 (0,4%) (2,2%) (1,7°/ Heimildir: Frumvörp til fjáriaga og lánsfjárlaga fyrir 1988 og 1989 og upplýsingar Fjáriaga- og hagsýslustofnunar og Hagfræðideildar Seðlabanka Islands. 1) Sjá töflur 17, 23 og 24 í fjárlagafrumvarpinu fyrir 1989. 2) Sýnir fyrirhuguð útgjöld ríkisins i heild (án tillits til þess, hvort þau valda þenslu inn- an lands eða ekki) umfram áætlaðar tekjur ríkisins. 3) Frá dregst sá hluti greiðsluhallans, sem hefur ekki þensluáhrif innan lands, þ.e. vextir og afþorganir af erlendum skuldum rikisins í heild og endurgreiðslur rikissjóðs til Seðlabanka (þ.e. vextir og afþorganir umfram arðgreiðslu bankans iríkissjóð). 4) Nær yfir opinbera aðila og lánastofnanir í C-hluta (tafla 29 i fjárlagafrumvarpinu). Ftikisbankar eru ekki taldir með. 5) Sjá töflu 4 i fjáriagafrumvarpinu. 6) Hlutfall þensluhallans af vergri landsframleiðslu er sýnl innan sviga. 7) Afborganir byggingarsjóða til lifeyrissjóða. 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.