Vísbending


Vísbending - 21.12.1988, Side 1

Vísbending - 21.12.1988, Side 1
yiKURlT UM VIÐSKIPTIOG EFNAHAGSMÁL 50.6 21. DESEMBER 1988 RÍKIS- BÚSKAPUR í BRENNI- PUNKTI Dr.PomlúurGylfason Jafnvel þótt viðnám gegn verðbólgu hafi verið helzta markmið allra ríkis- stjórna landsins um árabil, hefur rfkis- búskapurinn í heild, að meðtöldum opinberum fyrirtækjum og sjóðum, verið rekinn með miklum halla mörg undangengin ár. Hvernig stendur á því? Prýstingur hagsmunahópa___________ Hallarekstur í verðbólgu getur átt sér ýmsar ástæður, sumar augljósar, aðrar ekki. Sífelld aukning ríkisút- gjalda stafar að nokkru leyti af því hér á landi eins og víða annars staðar, að öflugri og einbeittari hagsmunir eru yfirleitt bundnir við ríkisútgjöld en við skattheimtu. Hagsmunahópar knýja á um síaukin útgjöld til ýmissa verk- efna: samgöngubætur hér, sjúkrahús þar og þannig áfram. Oft er mikið í húfi fyrir hvern og einn þeirra, sem hafa hag af útgjöldunum. Hagur hvers bónda af útflutningsuppbótum á land- búnaðarafurðir er til dæmis margfalt meiri en kostnaður hvers skattgreið- anda vegna uppbótanna, enda hafa bændur með sér öflug hagsmunasam- tök. Hagsmunir skattgreiðenda eru hins vegar dreifðir. Skattgreiðendur sjá sér því ekki mikinn hag í því að bindast samtökum um að streitast á móti auknum útgjöldum og meðfylgjandi á- lögum. Hver einstaklingur telur hag sínum þvert á móti betur borgið með því að berjast fyrir auknum útgjöldum til áhugamála sinna í stað þess að berj- ast gegn skattheimtu. Þess vegna er það yfirleitt miklu auðveldara fyrir ríkið að hækka skatta en draga úr út- gjöldum. Og þess vegna meðal annars eykst þáttur ríkisins í þjóðarbúskapn- um jafnt og þétt. Dulbúin skattheimta Engu að síður skirrist ríkisvaldið samt iðulega við því að hækka skatta til jafns við útgjöld, heldur tekur lán eða prentar peninga í staðinn og kynd- ir undir verðbólgu með því móti. Hvers vegna? Ein ástæðan kann að vera sú, að dulbúin skattheimta, hvort heldur í líki vaxandi þjóðarskuldar eða verð- bólgu, sé talin vænleg til að vekja minni andstöðu meðal almennings í bráð en venjuleg skattheimta. Skulda- söfnun og mikil verðbólga eru þó skammgóður vermir yfirleitt, því að á endanum neyðast stjórnvöld næstum alltaf til þess að hverfa frá óhóflegum hallarekstri og verðbólgu. Önnur hugsanleg ástæða er sú, að stjórnvöld líti hallarekstur ríkisins ekki mjög alvarlegum augum, þegar á reynir. Því er stundum haldið fram, að hallabúskapur sé meinlaus og það komi út á eitt, hvort ríkið aflar fjár til framkvæmda með skattheimtu eða skuldabréfasölu, því að vaxtagreiðsl- ur ríkisins af skuldabréfum útheimti jafnmikla skattlagningu hvort eð er á endanum. Þeir, sem aðhyllast þessa skoðun, halda því gjarnan fram, að ríkið gæti snarlækkað skatta og selt skuldabréf í-staðinn án þess að valda verðbólgu. Þess eru jafnvel dæmi, að áhrifamiklir alþingismenn boði þá skoðun, að lækkun skatta sé nauðsyn- leg við núverandi aðstæður til þess að draga úr verðbólgu! Þessi skoðun stangast á við alla skynsamlega hugs- un um efnahagsmál. Jafnvel þótt lækkun söluskatts lækki vöruverð í bráð að greiddum skatti, eykur hún kaupmátt almennings og eykur þar með eftirspurn og verðbólgu, þegar frá líður. Og jafnvel þótt lækkun tekjuskatts geti haft örvandi áhrif á vinnuframlag einstaklinga að öðru jöfnu, er hitt þó jafnan miklu þyngra á metunum, að tekjuskattslækkun eyk- ur ráðstöfunartekjur heimilanna og ýtir þannig undir eftirspurn og verð- bólgu. Ríkisbúskapur Bandaríkjamanna Reynsla Bandaríkjamanna á liðn- um árum er lærdómsrík í þessum efn- um. Þegar Reagan Bandaríkjaforseti komst til valda 1981, hófst hann handa um róttækar breytingar á stefnu Bandaríkjastjórnar í ríkisfjármálum. Annars vegar beitti hann sér fyrir verulegri lækkun tekjuskatts og hins vegar fyrir stórfelldri aukningu út- gjalda til varnarmála. Þessi stefnu- breyting var merkileg fyrir það meðal annars, að Reagan lagði jafnframt þunga áherzlu á nauðsyn þess að stöðva hallarekstur í ríkisbúskap Bandaríkjamanna. Hvernig var þetta hugsað? Hvernig átti það að vera hægt að lækka skatta, auka útgjöld og draga jafnframt úr ríkishallanum? Tvær skýringar koma helzt til greina. Önnur er sú, að Reagan og ráðgjafar hans hafi átt von á því, að lækkun tekjuskatts myndi örva vinnu- framboð einstaklinga og fjárfestingu fyrirtækja svo mjög, að skattstofnar og þar með skatttekjur ríkisins myndu standa í stað eða jafnvel aukast. Hug- myndin var einföld. Það er alveg ljóst, að tekjuskattslækkun örvar efnahags- lífið með ýmsum hætti. Spurningin er sú, hvort áhrifin duga til þess, að skatttekjur ríkisins haldist óbreyttar eða hækki í kjölfar skattalækkunar. Rannsóknir hagfræðinga benda yfir- leitt til þess, að svo geti verið í lönd- um, þar sem skattar eru mjög háir, til 50.6 21. DESEMBER1988 Efni:__________ • Ríkisbúskapur í brennipunkti • Evrópska myntsamstarfið —fyrri grein • Erlend fréttabrot

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.