Vísbending


Vísbending - 21.12.1988, Blaðsíða 2

Vísbending - 21.12.1988, Blaðsíða 2
VÍSBENDING dæmis í Svíþjóð, en svo sé ekki og hafi aldrei verið í Bandaríkjunum. Hin skýringin er sú, að Reagan for- seti og ráðgjafar hans hafi litið svo á, að eina leiðin til þess að knýja Banda- ríkjaþing til þess að draga úr útgjöld- um og umsvifum ríkisins væri að lækka skatta. Sjálfur hefur forsetinn tekið dæmi af eyðslusömum unglingi og spurt: “Hvernig eiga foreldrar að fara að því að draga úr óhóflegri eyðslu unglings? Með því að skerða vasapeningana!" í dæmisögunni er forsetinn í hlutverki foreldranna og Bandaríkjaþing í hlutverki unglings- ins. Munurinn á Bandaríkjaþingi og óstýrilátum unglingi er þó sá, að þing- ið eða ríkisstjórnin getur gefið út EVROPSKA MYNTSAM- STARFIÐ - fyrri grein Dr. GuðmundurMagnússon Efling innri markaðar Efnahags- bandalags Evrópu hefur vakið spurn- ingar um hve langt sé unnt að ganga í samhæfingu peningamála. Er unnt að styrkja Evrópska myntsamstarfið (European Monetary System - EMS) enn frekar? Er raunhæft að stofna Seðlabanka Evrópu? Hvaða afstöðu eiga lönd utan bandalagsins að taka til EMS? Á ísland þangað erindi? Þetta eru nokkrar af þeim spurningum sem leitast verður við að svara í þessari og næstu grein minni hér í Vísbendingu. HvaðerEMS?______________________ Evrópska myntsamstarfið varð virkt í mars 1979. Markmiðið með því var að mynda stöðugt myntsvæði í Evrópu. Ætlunin var að stofna sér- stakan gjaldeyrissjóð tveimur árum skuldabréf eftir vild til að vega upp á móti minnkandi skatttekjum. Einmitt þetta hefur gerzt í stjórnar- tíð Reagans. Ríkisútgjöld í heild hafa haldið áfram að vaxa, þótt skattar hafi lækkað, og ríkishallinn hefur aukizt eftir því. Bandaríkjamenn eru nú orðnir langskuldugasta þjóð heims, ef heildarupphæð erlendra skulda er höfð til marks. Hins vegar olli halla- reksturinn ekki verðbólgu framan af forsetaferli Reagans vegna þess, að gengi dollarans snarhækkaði og haml- aði á móti hækkun verðlags. Nú eru hins vegar ýmsar blikur á lofti, þar eð gengi dollarans hefur fallið verulega á alþjóðagjaldeyrismarkaði síðan 1985, en það er önnur saga. síðar. Evrópumyntin Ecu (European currency unit) skyldi smám saman fá mikla þýðingu í öllum viðskiptum. Við sjóndeildarhringinn eygðu menn eitt allsherjar myntsvæði. En þetta hefur ekki allt gengið eftir. Ecu vinnur þó stöðugt á. Auk þess sem Ecu er reiknieining í öllum færslum Efna- hagsbandalagsins má nefna sem dæmi að fjármálaráðuneytið breska gaf ný- lega út ríkisvíxla í Ecu- einingum. Rökin fyrir fastgengisstefnu af þessu tagi eru einkum tvö. Þau fyrri eru að fast gengi auðveldi verslun og fjármagnsflutninga milli landa. Ó- stöðugt gengi veldur óvissu og er því viðskiptum til trafala. Hin rökin eru þau að stöðugt gengi auðveldi þjóðum að ná sameiginlegum markmiðum í stjórn efnahagsmála. í rauninni eru þátttakendurnir að binda hendur sín- ar til þess að enginn einn þeirra geti hlaupið út undan sér til að reyna að hagnast um stundarsakir á kostnað hinna, t.d. með því að reyna að örva atvinnu með gengisfellingu. Formlega séð þýðir samstarfið að gengisbreytingar ríkjanna eru tak- markaðar við tiltekið bil sem nemur 2,25% í báðar áttir gagnvart hverri einstakri mynt. ítalska líran hefur þó meira svigrúm eða 6%. Nálgist tiltekinn gjaldmiðill vik- mörk sín gerir kerfið ráð fyrir íhlutun til styrkar honum. Þetta gerist með lánum til stuðningskaupa. Sé staða efnahagsmála orðin svo slæm að þetta mistakist er kostur á endurmati geng- isskráningar. Þetta gerist í samningum landanna og hefur átt sér stað þónokkrum sinnum. Af þessu má ráða 1. tafla. Gengisbreytingar í löndum innan og utan EMS Nafngengi meðaltal Raungengi meðaltal 1974-78 1979-85 1974-78 1979-85 Belgía 7,5 5,6 7,9 6,6 Danmörk 9,2 5,5 13,6 7,2 Frakkland 13,9 6,1 13,9 7,1 V-Þýskaland 12,6 5,5 13,1 5,8 Irland 15,5 5,0 16,8 10,2 Ítalía 17,0 7,8 17,4 8,2 Holland 7,3 4,4 9,0 5,4 Meðaltal 11,8 5,7 13,1 7,2 Austurríki 6,5 3,9 8,0 5,6 Kanada 20,0 23,9 20,5 24,2 Japan 18,7 21,1 20,2 22,2 Noregur 9,7 11,9 9,8 12,3 Svíþjóð 10,6 16,3 11,7 17,7 Sviss 17,9 12,3 18,4 12,2 Bretland 14,1 20,4 14,1 22,8 Bandaríkin 16,0 27,0 16,5 27,7 Meðaltal landa utan EMS 14,2 17,1 14,9 18,1 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.