Vísbending


Vísbending - 04.01.1989, Side 1

Vísbending - 04.01.1989, Side 1
VIKURIT UM VIÐSKIPTIOG EFNAHAGSMÁL 1.7 4. JANÚAR1989 MIKIL ÓVISSA UMÁRIÐ FRAM- UNDAN Ekki sístvegna skorts á skýrri stefnu Árið 1988 var tími fremur lítilla breytinga á helstu hagstœrðum. Landsframleiðsla, þjóðarútgjöld, út- flutningur og kaupmáttur ráðstöfun- artekna munu ef að líkum lœtur drag- ast lítillega saman og verður breytingin væntanlega vel innan við 2% í þessum hagstœrðum. Engu að síður var árið tími verulegra umskipta í efnahagsmálum. í fyrsta lagi er til samanburðar árið 1987 þar sem gífur- legur vöxtur átti sér stað á flestum sviðum og margir voru vœntanlega innstilltir á áframhaldandi vöxt. í öðru lagi urðu vextir hærri en áður hefur tíðkast og í þriðja lagi einkennd- ist árið af mikilli óvissu og ringulreið í hagstjórn. Við upphaf nýs árs er fátt sem bendir til þess að óvissa í hag- stjórn verði eitthvað minni á þessu ári. Stjórnvöld halda t.d. uppteknum hætti að boða til efnahagsráðstafana án þess að Ijóst sé hver stefna þeirra er. En að svo miklu leyti sem hana má ráða af skoðunum forsœtisráðherra, sem hefur fundið sökudólg í “frjálsu fjármagni", þá er hœtt við að langþráð jafnvægi í þjóðarbúskapnum verði enn fjarlœgara takmark en áður. fhverju felst vandinn? Allir eru út af fyrir sig sammála um að hlutverk stjórnvalda sé að gera það sem í þeirra valdi stendur til að ná svo- nefndu jafnvægi í þjóðarbúskapnum. í stuttu máli felur það í sér að þjóðar- útgjöld verði ekki meiri en þjóðar- tekjur, sem um leið skapar skilyrði til að hafa stöðugt verðlag. Efnahags- vandinn í sinni einföldustu mynd er einmitt sá að útgjöld hafa verið meiri en tekjur og umframeyðslan hefur verið fjármögnuð með lántökum. Þetta viðheldur umframeftirspurn eft- ir vörum og þjónustu, vinnuafli og fjármagni, og birtist í hærra verði, hærri launum og hærri vöxtum en ella. Óhófleg þensla hefur þannig ein- kennt efnhagsástandið í talsvert lang- an tíma og það var út af fyrir sig óum- deilt. Menn deila hins vegar um ástæður fyrir þenslu og þar með um ráð við henni. Sumir halda því fram að verðbólgu megi fyrst og fremst rekja til kostnaðarhækkana, t.d. hækkana launa, vaxta og skatta. Einfaldasta lausnin sé því Jú áð tókka'þéssi'ikostn- aðartilefni eða draga úr vexti þeirra, -í i; s i g þ.e. lækka laun, vexti og skatta, eða eitthvað af þessu. Þessi skoðun er um þessar mundir ríkjandi hér á landi í stefnu stjórnarflokkanna. í gildi er t.d. bæði verð- og launastöðvun og unnið er að því að lækka raunvexti enn frekar en orðið er. Raunvaxta- lækkun er orðin lykilatriði í stefnu stjórnarflokkanna ef marka má um- mæli forsætisráðherra, sem sér í háum raunvöxtum orsök bæði þenslu og samdráttar. Flestir hafa þó á þeirri reynslu að byggja að þegar verð lækkar þá verð- ur auðveldara en áður áð verða sér úti um vöruna. Eftirspurnin eykst að öðru óbreyttu. Sama gildir um verð á Eflli:______ • Mikil óvissa umjírið framundan • Evrópska myntsamstarfiö -síðari grein • Erlend fréttabrot Helstu hagstærðir Magnbreyting frá fyrra ári % 1987v 198821 Einkaneysla 14,0 -1,0 Samneysla 5,5 2,0 Fjárfesting 15,7 -2,7 Neysla og fjárfesting alls 12,7 -0,8 Útfl. vörur og þjónusta 4,0 -1,0 Innfl. vörur og þjónusta 22,9 2,2 Framleiðsla sjávarafurða 7,5 -1,4 Lndsframleiðsla, verg 6,6 -1,4 Þjóðartekjur, vergar 8,2 -2,0 Kaupmáttur ráðstöfunartekna 20,4 -0,7 Viðskiptajöfnuður, % af VLF -3,5 -4,6 1) bráðabirgðatölur. 2) Spá

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.