Vísbending


Vísbending - 04.01.1989, Blaðsíða 4

Vísbending - 04.01.1989, Blaðsíða 4
VÍSBENDING ÍSRAEL: Afnema hömlur á erlendar lántökur Seðlabankinn í ísrael hefur nýlega fellt úr gildi lög sem takmörkuðu er- lendar lántökur ísraelskra fyrirtækja. Mun það vera liður í áætlun um að af- nema fyrir fullt og allt hömlur á við- skipti með erlendan gjaldeyri. Að sögn seðlabankans er þetta gert fyrst og fremst með það fyrir augum að auka samkeppni á meðal ísraelskra banka svo að vextir megi lækka. Vextir í ísrael eru nú óvenju háir og munu fyrirtæki greiða einhvers staðar á milli 20 og 25% raunvexti af banka- lánum til skamms tíma. Þetta munu vera allt að þrisvar sinnum hærri vext- ir en samkeppnisaðilar á Vesturlönd- um greiða fyrir sín lán. Engu að síður láta forsvarsmenn fyrirtækja sér fátt um finnast. í raun, segja þeir, hafa þau fyrirtæki sem á annað borð njóta lánstrausts erlendis nú þegar aðgang að erlendu lánsfé. Og þeir halda því fram að aukið frjáls- ræði á þessu sviði muni ekki stækka hóp þessara fyrirtækja. Verðbólga í fsrael er nú í kringum 20% og háir vextir kunna að vissu leyti að vera svar við því. AUSTURRÍKI: Sækja um aöild að EB á árinu Það hefur lengi legið í loftinu að Austurríkismenn, sem eru aðilar að EFTA, munu sækjast eftir inngöngu í Evrópubandalagið. Nú virðist stefna í að af þessu verði einhvern tímann á þessu ári þótt ennþá eigi eftir að ganga frá ýmsum lausum endum. Stjórnar- flokkarnir tveir, Sósíalistaflokkurinn og Þjóðarflokkurinn sem er íhalds- samur, munu vera sammála um kosti aðildar en Þjóðarflokkurinn leggur samt meiri áherslu á að ganga frá um- sókn sem fyrst. Formaður hans gegnir nú embætti utanríkisráðherra og get- ur í krafti embættis síns lagt fram um- sókn hvenær sem er. Og nú leggja ýmsir ráðgjafar flokksins hart að ut- anríkisráðherra að hann gangi frá um- sókn fyrir kosningar í mars til að afla flokknum hylli sem evrópusinnuðum. Hlutleysisstefna Austurríkis hefur löngum þótt helsta hindrunin á vegin- um fyrir aðild að EB og ennþá er ekki útséð um hvernig farið verður með það mál. Að vissu leyti eru Austurrík- ERLEND FRETMOT ismenn bundnir af samkomulagi sem gert var árið 1955 og undirritað af Sov- étríkjunum, Bandaríkjunum, Frakk- landi og Bretlandi um að Austurríki yrði hlutlaust ríki. Og sérstakur samn- ingur var gerður við Sovétmenn á sama ári um að Austurríkismenn gerðust ekki aðilar að hernaðar- bandalagi, leyfðu ekki herstöðvar á sínu landssvæði og hefðu óháða utan- ríkisstefnu. Afstaða Sovétmanna hefur löngum verið sú að aðild að EB samræmdist ekki hlutleysisstefnu Austurríkis- manna. Á hinn bóginn hafa þeir ekki formlega sett sig upp á móti þeim aukna þrýstingi á aðild sem hefur átt sér stað að undanförnu. Og í sjálfu sér þyrfti aðild að EB ekki að þýða brot á hlutleysisstefnunni. Hins vegar gætu vel komið upp mál sem ógnuðu hlut- leysinu. Dæmi um þetta er hugsanlegt viðskiptabann EB gegn einstökum löndum. Ljóst er að Austurríki mun halda hlutleysi sínu til streitu með ein- hverjum hætti, jafnvel þótt farið verði af stað með umsókn á þessu ári. Það er haft eftir ráðherra í stjórn- inni að helsta ástæðan fyrir því að Austurríkismenn sæki nú um aðild sé sú að þeir vilji vera með í ráðum um það hvernig skipulagi viðskipta verði háttað innan EB. Það sé ekki nóg að fylgjast með utanfrá og of hægt gangi að nálgast EB í gegnum Fríverslunar- samtök Evrópu (EFTA). TYRKLAND:________________________ Seðlabankinn fer fram á meira sjálf- stæði Verðbólga í Tyrklandi hefur löngum verið mikil og aðeins ísland kemst með tærnar þar sem Tyrkir hafa hæl- ana í þeim efnum af löndum OECD. Verðbólgan mældist t.d. 86% á 12 mánaða tímabili fram til loka október s.l.. Af þessu hafa menn þar eðlilega nokkrar áhyggjur og sérstaklega þar sem allt kapp er nú lagt á að gera landið í stakk búið til að það geti gerst aðili að Evrópubandalaginu. Það er almennt viðurkennd skoðun á meðal hagfræðinga að meginorsök verðbólgunnar í Tyrklandi sé mikill fjárlagahalli sem fjármagnaður sé með seðlaprentun. Og seðlabankinn er sama sinnis. Seðlabankastjórinn, Rusdu Saracogiu, lýsti því nýlega yfir að bankinn þyrfti að vera sjálf- stæðari gagnvart ríkisstjórninni. Hann kvartaði t.d. undan því sem hann nefndi „verðbólguþrýstihóp", en hann samanstæði af fólki sem hagnaðist á niðurgreiddum vöxtum og miklum peningamagnsvexti. Ríkis- sjóður, ráðuneyti og ríkisfyrirtæki hefðu átt of auðvelt með að verða sér úti um peninga og úr þessu þyrfti að draga. BRETLAND:___________________________ Atvinnuleysi á niðurleið enverð- bólga á uppleið Atvinnuleysi í Bretlandi hefur ekki verið lægra en það nú er í ein sjö ár og hefur farið samfellt lækkandi í 28 ntánuði. Atvinnuleysið er nú 7,5% á öllu Bretlandi og samsvarar það því að 2,1 milljón manna séu atvinnulaus- ir. Það er hins vegar mjög mismun- andi hvernig atvinnuleysið skiptist á landssvæði. Það er langmest á Norður írlandi (15,9%) og þar næst í nyrstu héröðum í Englandi og í Skotíandi (10-11%). Atvinnuleysið er hins vegar minnst í Suður Englandi, en þar er það 4-5%. Þessar nýjustu tölur þykja benda til þess að þjóðarbúskapurinn haldi áfram að dafna þrátt fyrir mjög háa vexti. Vextir hafa sem kunnugt er far- ið ört hækkandi á þessu ári að tilhlut- an fjármálaráðherrans og er það gert til að halda aftur af vaxandi verð- bólgu. Hún er nú komin upp í 6,4%, en það er verbólguhraðinn í bæði október og nóvember. Engu að síður hefur framleiðni haldið áfram að vaxa og samsvarar aukningin síðustu mán- uði 7% árlegri hækkun. Ritstj. og ábm.: Finnur Geirsson. Útg.: Kaupþing hf. Húsi Verslunarinnar, Kringlunni 7.103 Reykjavik. Sími 68 69 88. Umbrot og útlitshönnun: Kristján Svansson. Prentun: Isafoldarprentsmiðja hf. Öll réttindi áskilin. Rit þetta má ekki afrita með neinum hætti svo sem með Ijósritun eða á annan hátt að hluta eða í heild sinni án leyfis útgefanda.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.