Vísbending


Vísbending - 09.01.1992, Side 1

Vísbending - 09.01.1992, Side 1
V V i k u ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 9. janúar 1992 2. tbl. 10. árg. Ónýtt Blöndu- virkjun kostar allt að 15% raforkuverðs í byrjun októbermánaðar var fyrsti rafall Blönduvirkjunar ræstur og verið er að setja upp tvær vélar til viðbótar. Virkjunin verður 150 megavött.afl Landsvirkjunar eykst um tæp 20%. Árið 1981 ákvað alþingi að Blanda skyldi virkjuð og hófust framkvæmdir árið 1984. Stefnt varaðþvíaðvirkjunin tæki að framleiða rafmagn árið 1988. En fljótt varð ljóst að þá yrði engin þörf fyrir orkuna. Strax í árslok 1984 var þessi tímasetning því í endurskoðun og fór svo að gangsetningu var frestað um þrjú ár. Þegar fyrsti rafallinn var ræstur nú í haust skorti ekki raforku í landinu . Rétt þykir þó að láta virkjunina vera í gangi, fyrst búið eraðkomahenni upp; það er hagkvæmt vegna þess að hún er á Norðurlandi, en aðrar stórvirkjanir á Suðurlandi, og auk þess má nú taka vélar annarra virkjana úr sambandi og gera við þær. Ætla má að hagræði af þessu sé þó miklu minna en nentur kostnaði af því að of snemma var virkjað. Sem stendur er ekki gert ráð fyrir að virkjunin nýtist að fullu fyrr en á árunum 2000 til 2010. Alltaf má búast við að nokkur tími líði milli þess að virkjað er og virkjun er fullnýtt, en einsdæmi er að biðin sé svo löng. Ef séð hefði verið fyrir hvernig ÓAlmenn raforkunotkun 1990 Twh 3,01 Spá 1981 1 ' *----Spá 1985 Raun Almenn raforkunotkun 1990reyndist 18% minni en spáð var 1981, en 4% minni en spá frá 1985 sagði fyrir um. raforkuþörl' þróaðist hefði Blöndu- virkjun líklega ekki verið gerð, heldur minni virkjun annars staðar, sem yrði tilbúin eftir 2 ár eða svo (von er á nýrri orkuspá ánæstunni). OrkanfráBlöndu nýtist ef álver rís á Keilisnesi. Álverið brey tir þó engu um kostnað neytenda af virkjuninni, því að ekki er gert ráð fyrir að rafmagnssala til þess valdi lækkun á almennu raforkuverði. HeildarkostnaðurviðBlönduvirkjun er nú talinn vera nálægt þrettán milljörðum króna. Of háar orkuspár Orkuspámefnd var sett á stofn 1976 og var henni ætlað að spá fyrir um þörf á raforku í landinu. Fyrsta spáin var gefin út 1977 og varhún endurskoðuð ári seinna. Næst kom út raforkuspá 1981- (sjá mynd) og var tímasetning Blöndu-virkjunar upphaflega reist á henni. Þessar fyrstu raforkuspár reyndust of háar. Almenn raforkunotkun árið 1990 reyndist um 500 GWh minni en gertvarráð fyrirárið 1981 (eðatæpum fimmtungi), en vinnslugeta Blöndu- virkjunar er um 610 GWh á ári. Ný orkuspá var birt árið 1985 (sjá mynd). Þar var ekki gert ráð fyrir nýrri stóriðju og áætlað að almenn raforkunotkun ykist mun hægar en áður hafði verið spáð. Spáin stóðst vel framan af en efnahagserfiðleikar hafa gert það að verkum aðnolkunin hefurveriðnokkru minni undanfarin ár en búist var við. Samkvæmtspánnifrá 1985 hefðu verið not fyrir fyrsta rafal Blönduvirkjunar þegar á liðnu ári. Framkvæmdagleði og byggðastefna? Orkuspá frá 1981, setrt reyndist of há, réði upphaflegri tímasetningu Blöndu- virkjunar. Stöðnun þjóðarframleiðslu, sem ekki varð séð fyrir, veldur því að enn erekki brýn þörf fyrirneinaorku frá virkjuninni. Ekki eróeðlilegt að annað slagið rnegi framleiða meiri raforku í landinu en bráðnauðsynlegt er. Virkjanaframkvæmdir taka alltaf nokkur ár og skiljanlegt er að menn vilji frentur hafa vaðið fyrir neðan sig og virkja fremur of mikið en of lílið, því að rafmagnsskortur getur reynst dýr. En athygli vekurhve snemma varð ljóstað Blönduvirkjun væri of fljótt á ferðinni. Sama árið og framkvæmdir hófust var hugað að því að fresta verklokum. /^Raforkuframleiðsla og afl Twh Mw Myndin sýnir raforkuframleiðslu Lands- virkjunar (lína, vinslri kvarði) og uppsett afl hennar (súlur, hægri kvarði). Ekki er enn brýn þörf fyrir Blönduvirkjun (150 MW). Vj-leimild: Landsvirkjun (1992 áætlun Vísb.)J Flýtlu menn sér of mikið í upphafi? Rafmagnsskorturáárunum 1979 til 1982, áður en lokið var virkjun Hrauneyjar- foss, hafði eflaust mikil áhrif á hug manna á þessum tíma. Hugmyndir um stóriðju (Kísilmálmverksmiðju, stækkun álvers og fleira), hvöttu einnig til þess að haldið yrði áfram stórvirkjana- framkvæmdum, sem staðið höfðu nær óslitið frá því að byrjað var á Búrfellsvirkjun á sjöunda áratugnum. Þá höfðu hagsmunir landshluta áhrif á afstöðu stjórnmálamanna. Miklar virkj- anir höfðu verið reistar á Suðurlandi og sanngjarnt þótti að Norðlendingar fengju einnig stórvirkjun. Auk þess var rætt um að hafa þyrfti að minnsta kosti eina stórvirk jun utan vatnasviðs Þjórsár og bent á að Blönduvirkjun yrði ein slíkra virkjana utan eldvirkra svæða. Ónotuð virkjun kostar um einn milljarð á ári Rafmagnsnotendur bera kostnað af því að Blanda var virkjuð of snemma. Heildarkostnaður við virkjunina ntun nú vera nálægt 13 milljörðum króna, eins og fyrr segir. Hagræði þykir að því að hafa rafla hennar í gangi en ekki er ljóst hve það er rnikils virði. Hér er því reiknaður kostnaður af því að láta þessa Blönduvirkjun • Útlánsvextir 1991 # HlutabréfamarkaÖur

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.