Vísbending


Vísbending - 09.01.1992, Blaðsíða 2

Vísbending - 09.01.1992, Blaðsíða 2
13 milljarða króna fjárfestingu standa ónotaða. Miðað er við 5,5% raunvexti og 40 ára afskriftatíma, en þessar for- sendur notaði Þjóðhagsstofnun þegar hún reiknaði arðsemi af sölu rafmagns til Atlantsáls. Kostnaðurinn við að láta Blönduvirkjun vera ónotaða í eitt ár er um það bil einn milljarður miðað við þessar forsendur. Smám saman eykst raforkunotkun í landinu og þessi kostn- aðurdregst saman. Aðlíkindum verður hann að fullu úr sögunni einhvern tíma á árunum 2000-2010. Ætla má að kostn- aður vegna offjárfest ingar komi eingöngu niður á rafmagnsverði til almennings- rafveitna, þar eð fastir samningar gilda um verð til stóriðju. Tekjur Lands- virkjunar af raforkusölu til almennings- veitna eru um fjórir milljarðar á ári, en tæp 60% af söluverði rafmagns í Reykjavík má rekja til orkukaupa af Landsvirkjun (hjá rafmagnsveitum á Iandsbyggðinni er þetta hlutfall lægra). Ef ekki þyrfti að bera kostnað af Blöndu- virkjun mætti því lækka rafmagnsverð í Reykjavík um tæp 15%, án þess að afkoma raforkufyrirtækja breyttist. y / Utlánsvextir 1991 Ólafur K. Ólafs Á árinu 1991 var talsverð umræða um vexti banka og sparisjóða, einkum undir lok ársins. Raunvextir á útlánum á árinu 1991 voru þeir hæstu um langt skeið ef árið 1988 er undanskilið. Það er athyglisvert í ljósi lágra vaxta á fyrri hluta árs 1991. Þetta bendir til þess að útlánsvextirhafi verið rnjög háir á seinni hlutaárs 1991. Héráeftirervarpaðljósi á vexti einstakra banka og sparisjóða og þann mun sem var á vöxtum þeirra á árinu 1991, sbr. töflu. Misháir víxilvextir Á árinu 1991 voru raunvextir 30 daga almennra víxillána 5-6% á I. og II. árs- fjórðungi, 11-12% á III. en 17,5-19,6% á IV. ársfjórðungi. Sparisjóðirnir voru með lægstu vextina ásamt Búnaðar- banka en Landsbanki og Islandsbanki þá hæstu.Áárinu 1991 hækkuðu víxilvextir um 1-1,5 prósent, mest hjá Landsbanka en minnst hjá Islandsbanka. Raunvextir svonefndraviðskiptavíxla voru um 8%á fyrri hluta árs 1991, 14-15% á III. árs- fjórðungi en 21 -23% á IV. ársfjórðungi. Meðalraunávöxtun viðskiptavíxla á árinu 1991 var 13% en 11,4% 1990. Sambærileg þróun átti sér stað á vöxtum alnrennra skuldabréfalána bankannaog vöxtum víxillána. Miðað viðB flokk í svonefndu kjörvaxtakerfi voru raunvextir banka og sparisjóða frá 5-6% á fyrri hluta árs 1991 en 11-20% á seinni hluta. Allt að 2,5 prósenta munur var á vöxtum Landsbanka og sparisjóðaálV. ársfjórðungi, sjátöflu. Raunvextir skuldabréfa hjá bönkum hækkuðu um eitt prósent á árinu 1991 en 0,4 prósent hjá sparisjóðunum. Skuldabréfavextir, B flokks, voru hæstir h já Landsbankaog Islandsbanka 10,1 % en lægstirhjá sparisjóðunum 9,6%. Vísitölubundin lán Á árinu 1991 voru bankar og sparisjóðir nokkuð samstíga í breytingum vaxta á vísitölubundnum lánum en meðaltal þeirra fór úr 8% í 10% um mitt ár. Vextir bankanna voru að meðaltali 9,1-9,4% á árinu 1991 en 7,6-8,5% 1990. Háir raunvextir yfirdráttarlána Raunávöxtun yl'irdráttarlána var óvenju há á árinu 1991, einkum á IV. ársfjórðungi. Á fyrri hluta árs var raun- ávöxtun lánanna, miðað við 90% nýt- ingu yfirdráttarheimildar, 10-12%, 16- 18% á III. en 24-26% á IV. fjórðungi. Vegnir meðalvextir yfirdráttarlána voru um 16% á árinu 1991 en 15% 1990. Lægstu vextirvoru hjáBúnaðar- banka enda þótt hlutfallsleg hækkun 1991 hafi verið mest hjá honum, 1,3 prósent. Hæstu vextir voru hjá íslands- banka og Landsbanka og var allt að 1,3 prósenta munur að meðaltali á hæstu og lægstu vöxtum yfirdráttarlána 1991. Breytingar í forystu hárra útlánsvaxta Þegar vextir banka og sparisjóða lækkuðu á haustmánuðum varð fljót- lega ljóst að sparisjóðir og Búnaðar- banki tóku stærri skref í lækkun vaxta á óverðtryggðum lánum en Landsbanki og íslandsbanki. Á árinu 1991 voru hæstu vextir hjá Landsbanka og íslands- banka en á árinu 1990 var Islandsbanki ásantt sparisjóðunum yfirleitt með hærri vexti en aðrir. Hugsanlega eru ástæður þessara umskipta auknar af- skriftir útlána. M.a. má rekja háa útlánsvexti á árinu 1991 lil aukinnar samkeppni um sparifé á fjármagns- markaðinum og almennt góðrar ávöxtunar sem sparifjáreigendumhefur staðið til boða. ÍSBENDING ^Raunvextir útlána banka og sparisjóða, Lántökugjöld og annar kostnaður ekki meðlalinn LÍ ÍB BÍ SP Meðal vextir Almenn víxillán 3 1990 9,1 9,4 8,9 8,9 9,1 1991 10,6 10,4 10,0 10,0 10,4 I’91 6,2 6,2 6,2 6,2 6,3 II’91 5,4 5,4 5,2 5,4 5,4 III ’91 11,7 11,3 11,3 11,3 11,5 IV’91 19,6 19,3 17,8 17,5 18,8 Viðskiptavíxlar2 1990 11.2 11,8 10,8 11,5 11,4 1991 13,1 13,3 12,6 12,7 13,0 I’91 8,7 8,2 8,7 8,5 8,5 II ’91 7,8 7,9 7,7 7,6 7,8 III ’91 14,3 14,8 13,9 14,0 14,4 IV’91 22,3 23,0 20,5 21,1 22,0 Óverðtryggð skuldabréf3 1990 9,1 9,3 8,9 9,3 9,2 1991 10,1 10,1 9,8 9,6 10,0 I ’91 5,5 5,9 6,1 5,9 5,8 1I’91 4,6 4,9 5,0 4,9 4,9 III'91 11,1 10,6 10,9 10,6 11,0 IV’91 19,6 19,2 17,7 17,2 18,8 Vísitölubundin lán 3 1990 7,6 8,5 7,9 8,3 8,0 1991 9,1 9,4 9,1 9,3 9,1 I ’91 7,7 8,4 8,2 8,3 8,0 II’91 8,4 8,9 8,7 8,8 8,6 III ’91 10,1 10,2 9,7 10,0 9,9 IV’91 10,2 10,2 9,7 10,0 10.0 Yfirdráttarlán 4 1990 15,0 15,1 14,0 15,2 14,9 1991 16,0 16,3 15,3 15,6 15,9 I ’91 11,7 11,9 11,4 11,6 11,7 II ’91 10,7 11,1 10,2 10,8 10,8 III’91 16,9 17.4 16,6 17,2 17,1 IV’91 25,2 25,3 23,5 23,2 24,5 Afurðalán: 1990 9,5 9,3 8,9 10,0 9,3 1991 10,3 9,6 9,6 9,8 10,0 I’91 5,5 6,0 5,9 6,3 5,7 II ’91 4,7 5,0 4,7 5,3 4,8 III’91 11,4 10,1 10,7 11,0 11,1 IV’91 20,0 17,9 17,7 17,1 19,1 1 Raunvextir eru miðaðir við breytingar lánskjaravísitölu á hverjum tíma. 2Raunávöxtun 30 daga víxla. 3 Vextir einstakra banka og sparisjóða samkvæmt B flokki kjörvaxtakerfisins en meðaltalið er hins vegar af öllum lánum í kjörvaxtakerfinu. Höfundur er viðskiptafrœðingur 4 M.v. 90% nýtingu yfirdráttarheimildar. Heimildir: Seðlabanki Islands, útreikningar \hofundan_____________________________________^ 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.