Vísbending


Vísbending - 09.01.1992, Blaðsíða 3

Vísbending - 09.01.1992, Blaðsíða 3
Virkur hlutabréfa- markaður Frosti Sigurjónsson Frá því að skráning á gengi hlutabréfa liófst árið 1985 og fram á rnitt ár 1991 hækkaði gengi hlutabréfa svo til óslitið og viðskipti fóru vaxandi ár frá ári. A miðju ári 1991 varð mikil breyting. Sala hlutabréfa dróst saman, hlutabréfa- birgðir verðbréfafyrirtækja jukust mjög ört og í desember var svo komið að flest þeirra hættu nær alveg að kaupa hlutabréf. Það er enginn vafi á, að þetta ástand er afar skaðlegl fyrir hlutabréfa- markaðinn því að ef hlutabréf eru illseljanleg dregur það úr áhuga almennings á hlutabréfakaupum, eftirspurnin dregst því saman, en það gerir hlutabréf aftur enn illseljanlegri. Upplýsingar og gengi Þegar gengi hlutabréfa tekur tillit til allra upplýsinga sem haft gætu áhrif á það, má segja að um fullkominn markað sé að ræða og hið rétta gengi sé fundið. Við skulum hér á eftir líta á hvaða upp- lýsingar eru aðgengilegar á hérlendum hlutabréfamarkaði og hvaða upplýsing- ar gæti helst vantað uppá til þess að finna hið rétta verð. Afkoma fyrirtækja og horfur skipta miklu um gengið því að á þessu byggist getan til að greiða hluthöfum arð. A undanförnum árum hafa alntennings- hlutafélög lagt mikið í upplýsinga- miðlun á þessu sviði og því má ætla að upplýsingar um afkontu séu að mestu leyti komnar inn í gengi hlutabréfa. Almennt vaxtastig og ávöxtunarkrafa fjárfesta er vel þekkt og því má ætla að þær upplýsingar vanti ekki heldur inn í gengiíslenskrahlutafélaga. Skattareglur eru líka öllurn ljósar og ættu þær því að hafa sett sitt mark á gengið. Almennar efnahagshorfur eiga einnig að skipta máli og á þeim hafa menn skoðanir. En þá komum við að veika punktinum: Upplýsingar um framboð, eflirspurn og viðskipti eru mjög takmarkaðar, en án þeirra er nær ógerlegt að meta hvort gengi hlulabréfa er of hátt eða of lágt, jafnvel þótt allar aðrar upplýsingar séu fyrir hendi. Úr þessu mun rætast fyrir þau hluta- bréf sem skráð verða á Verðbréfaþingi Islands, en búist er við að nokkur hlutafélög muni sækja um skráningu á árinu. Eittverðbréfafyrirtækjannahefur nýverið stofnað lilboðsmarkað með hlutabréf þar sem allar upplýsingar urn framboð, eftirspurn og viðskipti eru birtar. Viðskipti álilboðsmarkaðinum hafa farið mjög vaxandi og þó að þau gefi ekki fullkomna mynd af heildar- framboðiogeftirspurneftirhlutabréfum eru fjárfestar farnir að mynda sér skoðanir á gengi hlutabréfa með aðstoð þeirra vísbendinga sem markaðurinn gefur. Upplýsingaskortur Þegar eftirspurn eftir hlutabréfum dróst saman um miðbik ársins 1991, m.a. vegna vaxtahækkunar, hefði gengi hlutabréfa átt að lækka, en það gerðist hins vegar ekki. Y m sar skýringar hafa verið settar fram á því að gengið lækkaði ekki sem skyldi. Meðal annarsþæraðverðbréfa- fyrirtækin, sem auglýslu daglega kaup og sölugengi, hafi ekki haft nægar upplýsingar um heildarntarkaðinn til að lækka gengi bréfa upp á sitt eindæmi. Sumir töldu að lækkanir hefðu getað leitt til óróa hjá almenningi og forráða- menn hlutafélaganna myndu ef til vill ekki taka þeim vel. Flest verðbréfa- fyrirtækin reka verðbréfasjóði sem fjárfest hafa í hlutabréfum. Bent var á að hlutabréfaeign sjóðanna væri metin á því gengi sem verðbréfayrirtækin sjálf auglýsi á hverjum tíma. Ef verðbréfa- fyrirtækin auglýstu lækkað gengi á hlulabréfum, lækkaði þar með gengi sjóðanna. Kannski hefur þetta allt spilað saman og fleiri ástæður hafa reyndar verið tíndar til, en þó má ætla, að upplýsingaskorturinn hafi vegið allra þyngst í því að markaðurinn varð nær óvirkur. Hlutverk viðskiptavaka Viðskiptavakar hafa mikilvægu hlutverki að gegna ámarkaðinum. Þeir eiga að nálgast hið rétta gengi og sjá til þess að framboð og eftirspurn mætist. Markmiðið er að hlutabréf séu alltaf seljanleg, markaðurinn sé virkur. I lögum nr. 20/1989 urn verðbréfa- viðskipti og verðbréfasjóði er eftir- farandi skilgreining á hugtakinu: „Með ,,viðskiptavaka“ er átl við verðbréfafyrirtæki sem skuldbundið hefur sig til þess að kaupa og selja fyrir eigin reikning ákveðin markaðs- verðbréf í því skyni að greiða fyrir því að markaðsverð skapist á verð- bréfunum og lil þess að auðvelda þeim, sem áhuga hafa á kaupunt bréfanna, að fá þau keypt og þeim sem vilja selja slík bréf að fá kaupanda að þeim.“ ÍSBENDING Hér er gefið nokkuð svigrúm til túlkunar. I lögunum er ekki minnst á hvaða magn skuli kaupa og selja á hinu auglýsta gengi dag hvem. Hvemig sem túlka má skilgreiningu laganna á viðskiptavaka, er víst, að nú er mest þörf fyrir þá legund þeirra sem auglýsa það gengi hlutabréfa sem þeir treysta sér til að kaupa og selja dag hvern. Það væri til bóta að verðbréfa- fyrirtækin gerðu sér betri hugmynd um hlutverk sitt sem viðskiptavakar. Hlutverk spákaupmanna Spákaupmenn kaupa til að selja aftur með hagnaði, en til þess þurfa þeir reyndar að afla sér rnjög góðra upplýsinga um hlutafélögin, efnahagssveiflur og markaðsaðstæður. Með viðskiptum sínurn koma þeir nýjum upplýsingum inn í gengið. Þar sem hérlendur hlutabréfamarkaður er ekki enn orðinn rnjög þróaður og spákaupmenn fáir má búast við að hagnaðarvonin verði töluverð í upphafi. Smár markaður, stórar sveiflur Islenskur hlutabréfamarkaður er agnarsmár miðað v ið erlenda markaði. Smáir markaðir eru oft sveiflukenndir m.a. vegna þess hve fáir kaupa og selja á degi hverjum. Það nægir t.d. að einn meðalstór hluthafi ákveði að selja til að valda offramboði um tíma. Hluta- bréfaverð mun því halda áfram að sveiflast ntikið þrátt fyrir viðskipti spákaupmanna og viðskiptavaka, og það eykur enn á þörfina fyrir virkan markað. I þessari grein hefur verið lögð áhersla á mikilvægi upplýsinga fyrir þróun hlutabréfagengis og að það hafi verið upplýsingaskortur sem olli þvíaðhluta- bréfamarkaðurinn varð nær óvirkur í lok síðasta árs. Einnig var lögð áhersla á mikilvægi spákaupmanna og við- skiptavaka við það að þróa ntarkaðinn áfram. Tilboðsmarkaður með hluta- bréf er tekinn til starfa og hefur þar með þegar verið bætt úr upplýsingaskorli að nokkru leyti og þar er m.a. kominn vettvangur fyrir spákaupmenn. Búast má við að viðskipti á hluta- bréfamarkaði ntuni fara vaxandi og verðið ráðist æ meir af framboði og eftirspum. Sú þróun mun vonandi halda áfram með skráningu stærstu hluta- félaganna á Verðbréfaþingi íslands á þessu ári. Höfundur er rekstrar- hagfrœðingur og starfar við ráðgjöf_________________________| 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.