Vísbending


Vísbending - 23.01.1992, Blaðsíða 3

Vísbending - 23.01.1992, Blaðsíða 3
Umskipti: / I áföngum eða einum rykk? Síðari grein Dr. Þorvaldur Gylfason Meðfy lgjandi mynd getur varpað ljósi á núverandi aðlögunarvanda sjávar- útvegsins og þjóðarbúsins í heild. Hugsum okkur til einföldunar, að leyfi- legur hámarksafli sé fastur og breytist ekki á aðlögunarskeiðinu. Þessi afli gefur tilteknar tekjur, sem er lýst með láréttu línunni TT á myndinni. í upphafi er kostnaður útgerðarinnar meiri en tekjurnar, þannig að útgerðin er rekin með tapi, sem er lýst með lóðréttu fjarlægðinni AT. An kvótakerfisins myndi kostnaðurinn haldast óbreyttur, eins og sýnt er með láréttu kostnaðar- línunni AB. Tapreksturinn héldi þá áfram, og þjóðartekjur stæðu í stað að öðru jöfnu, eins og lýst er með láréttu línunni ab. Vandi stjórnvalda er að finna leið til þess að draga úr kostnaði útgerðarinnar til að snúa tapi íhagnað og auka þjóðar- tekjurnar með því móti. Ein leiðin til þess er að leyfa frjáls viðskipti með veiðiheimildir, því að þá geta hagkvæmar útgerðir keypt kvóta af óhagkvæmari útgerðum, þannig að leyfilegur hámarksafli yrði dreginn á land með sem minnstum tilkostnaði. Við þetta minnkar fiskiskipaflotinn og meðfylgjandi kostnaður smám saman, eins og sýnt er með niðurhallandi kostnaðarlínunni AC. Fjármagnið, sem gengur af í sjávarútvegi, færist yfir í aðrar atvinnugreinar, þannig að þjóðarframleiðslan eykst smátt og smátt eftir ferlinum ac. Kostnaður útgerðarinnar minnkar smám saman um fjárhæð, sem lýst er með þríhyrningnum ABC, og þjóðarframleiðslan vex jafnmikið, eins og sýnt er nteð þrí- hymingnum abc á efri hluta my ndarinnar. Þetta er ávinningur þjóðarbúsins vegna hagræðingar í útgerð, þegar upp er staðið (á tímapunktinum t2). Aðlögunarkostnaður og fjármagnskostnaður Hvað ræður því, hversu hratt þessi aðlögun á sér stað? Tvær stærðir ráða miklu um það. Önnur stærðin er aðlögunarkostnaður fyrirtækjanna. Samdráttur fjármagns kostar sitt. Það er dýrt að selja skip, og því fylgir ýmislegt rask. Hagsýnt fyrirtæki dreifir þessum ÍSBENDING kostnaði á nokkurn tíma. Þetta er höfuðástæðan til þess, að menn minnka fjármagnsstofninn ekki niður í hagkvæmustu stærð í einni svipan. Auk þess hefur ríkisvaldið tafið fyrir nauð- synlegri hagræðingu í sjávarútvegi með ýmiss konar fjárhagsfyrirgreiðslu. Hin lykilstærðiner fjármagnskostnaður í útgerð. Því hægar sem aðlögun að hagkvæmasta fj ármagnsstofni á sér stað, þeim mun meiri verður umfram- kostnaðurútgerðarinnarvegnaofmikils fjármagns í notkun á hverjum tíma. Þess vegna borgar sig að draga aðlögunina ekki of lengi til að baka sérekki óþarflega mikinn fjármagnskostnað á aðlögunar- tímanum. Vandi hagsýnnar útgerðar er að finna skynsamlegan milliveg á milli þessara tveggja sjónarmiða, eins og lýst er með línunni AC á myndinni. Stjórnvöld geta hraðað aðlögun fiskiskipastólsins og urn leið þjóðar- búsins í heild að settu marki með álagningu veiðigjalds. Veiðigjald eykur kostnað fyrirtækjanna að öðru jöfnu og knýr þau til að minnka flotann hraðar en ellatil aðhaldakostnaði ískefjum,ekki sízt ef gjaldið tekur mið af umframflota fyrirtækjanna. Við þetta minnkarflotinn niður í hagkvæma stærð fyrr en ella og fjármagnskostnaðurinn sömuleiðis (á tímapunktinum t, í stað t,), eins og lýst er með ferlinum ADC. Viðbótar- ávinningurinn, sem hlýzt af hraðari aðlögun, nemur fletinum ACD, sem er jafnstór og svartstrikaði flöturinn acd. Séu veiðigjaldstekjurnar notaðar til að draga úr óhagkvæmri skattheimtu, ti 1 dæmis tekjuskatti eða virðisaukaskatti, eykst þjóðarframleiðslan upp fyrir ferilinn adc, eins og lýst er með línunni ade. Rauðstrikaði flöturinn cde lýsir þeim aukaávinningi, sem fæst með því að nýta veiðigjaldstekjurnar til að létta skattbyrði fólks og fyrirtækja. Þannig er þjóðhagsávinningurinn vegna veiðigjaldsins tvíþættur: annars vegar svartstrikaði flöturinn acd vegna hraðari aðlögunar flotans að settu ntarki og hins vegar rauðstrikaði flöturinn cde vegna aukinnar hagkvæmni í skattheimtu. Sérhagur gegn samhag Kjami þessa máls er sá, að stjórnvöld geta séð sér hag í því að laga þjóðar- búskapinn að settu marki með skjótari hætti en útvegsmenn kysu helzt, mættu þeir ráða ferðinni einir. Sá aðlögunar- hraði, sem útgerðarfyrirtækin kjósa helzt, þarf ekki endilega að vera sá hraði,semkemurþjóðarbúinubezt.Til þess geta legið ýmsar ástæður. Ein þeirra varðar þá óvissu, sem er bundin við óbreytt ástand, eins og dr. Tór Einarsson dósent hefurbent á. Rök hans eru þau, að erfitt hljóti að verða að ná samkomulagi um varanlega úthlutun aflakvóta, svo sem nauðsynlegt er til að tryggja fulla hagkvæmni í útgerð, nema viðtakendum sé gert að greiða fyrir kvótana. Þess vegna sé veiðigjald í einhverri mynd forsenda fullrar hag- kvæmni í sjávarútvegi. Önnur ástæða liggur í eðlislægu misvægi á milli sérhags og samhags. Sérhag útvegsfyrirtækja er bezt borgið með því að ferðast eftir ferlinum AC á myndinni. Þau hafa enga ástæðu til að taka þann þjóðhagsávinning, sem hlýzt af hagfelldari samsetningu skatt- heimtunnar, með í reikninginn í hag- kvæmnisathugunum sínum. Þjóðar- hagur ekki þeirra mál. Stjórnvöldum ber að líta öðruvísi á rnálið í umboði almennings. Þeim getur verið mest í mun að try ggja öra aðlögun, að teknu hóflegu tilliti til aðlögunar- kostnaðar útgerðarinnar, og að hafa sem mestar tekjur af veiðigjaldi til að geta þá dregið sem mest úr óhagkvæmri skattheimtu á móti. Stjórnvöld eiga að gæta hagsmuna almennings. Þau hafa því gilda ástæðu til að taka efri ferilinn ade fram yfir ac til að tryggja almanna- hag, jafnvel þótt útvegsfyrirtækin kjósi neðri ferilinn ac helzt frá sínum bæjar- dyrum séð. Höfundur er prófessor við Háskóla Islands i

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.