Vísbending - 19.03.1992, Page 5
ISBENDING
Greining ársreikninga:
Eimskipafélagið
Stefán Halldórsson
Afkoma: Hagnaður jókst um 15%
frá fyrra ári (8% að raungildi), en sam-
setning hans breyttist verulega.
Hið jákvæða er, að hagnaður af reglu-
legri starfsemi jókst um 78% og munar
þar inest um lækkun fastra útgjalda af
skipum. en einnig batnaði útkoma af
fjármagnsliðum (betri ávöxtun skamm-
tímafjárog meiri arðuraf hlutabréfum).
Pað er einnig jákvætt, að gengis- og
söluhagnaður eigna er ekki meginhluti
hagnaðarins, heldur aðeins einn áttundi
hluti af því sem var árið áður. Mun
mikil vægara er, að hagnaðurinn byggist
meiráreglulegri starfsemienátilfallandi
liðum.
Hins vegar hefur afkoma ýmissa þátta
starfseminnar versnað frá árinu á undan.
Álagning hefur iækkað hjá félaginu,
nema í skiparekstrinum (vegna lægri
fastakostnaðar). Þá er á það að líta, að
nokkur hluti hagnaðarins á rætur að
rekja til þess, að tekjuskattshlutfall
félaga lækkaði úr 50% í 45% milli ára.
Vegna uppgjörsaðferða félagsins veldur
þetta um 62 milljóna króna hækkun á
bókfærðum hagnaði frá því sem annars
hel'ði orðið. Slík breyting gerist væntan-
lega sjaldan og því má segja, að sá hagn-
aður sem vænta má að franthald verði
á, miðað við óbreyttan rekstur, hafi
ekki orðið nema 330 milljónir króna,
og raunarðsemi eiginfjár félagsins
þannig um 8%, sem er of lágt fyrir
hluthafatil langframa.
Tekjur skiptust þannig milli rekstrar-
þátta:
1991 199«
Siglingar 75% 80%
Vöruafgreiðsla 13% 11%
Önnur starfsemi 9% 7%
Aðrar tekjur 2% 2%
Samdráttur varð í tekjum af sigling-
um, en Itins vegar vöxtur í starfsemi í
landi. Munar þar mest um kaupin á breska
flutningaþjónustufyrirtækinu MGH og
að félagið tók við Faxafrosti í
Hafnarfirði.
Hreinar vaxtatekjur af skammtímafé
jukust um 21 % frá fyrra ári og arður um
52% (sem er svipað og nam hækkun
skattfrelsismarka arðs úr 10% í 15%).
Vaxtarmöguleikar félagsins í nú-
verandi greinum eru takmarkaðir hér á
landi. Þó ætti að verða einhver aukning
innanlandsflutninga eftir að Skipa-
útgerð ríkisins hætti starfsemi. Stjórn-
endur félagsins hafa hins vegar lýst
áformum um að auka umsvif félagsins
erlendis, með aukinni þjónustu við
Nýfundnaland, Grænland og fleiri lönd
við N-Atlantshaf, auknunt flutning-um
milli hafna í Evrópu, og aukinni þjónustu
erlendra dótturfyrirtækja og skrifstofu
félagsins við erlenda viðskiptavini án
þess að um flutninga með Eimskipa-
félaginu sé að ræða. - Að auki er áhugi
á þátttöku í annarri atvinnustarfsemi
miki 11 sem fyrr og víst er, að fjármunimir
sem streyma frá rekstrinum eru nægir til
að skapa félaginu sterka stöðu í nánast
hverri grein sem það kýs að snúa sér að.
Staða: Fjárhagsstaðan ertraust, bæði
eignir og greiðslustaða, og bera
vaxtatekjur umfram gjöld skýrt vitni um
þetta.Umþriðjungureiginfjárfélagsins
er bundinn í hlutabréfum í öðrum
félögunt og hafa þau bréfhækkað
stöðugt í verði undanfarin ár, þar til á
síðasta ári, að um raunlækkun
verðmætis varð að ræða. Arðgreiðslur
nema aðeins um 6% af bókfærðu verði
eignarinnar, þannig að þessi bréf draga
heldur niður heildararðsemi félagsins,
samkvæmt ársreikningi. Bréfin eru
bókfærð um 500 milljónum króna undir
markaðsverði og með sama hætti má
benda á 900 milljóna króna dulda eign í
skipastól félagsins, sem einnig er
bókfærður undir markaðsverði. V ænta
má, að söluhagnaður af skipum verði
nokkuð fastur liður í reikningum
félagsins á komandi árum í tengslum
við eðlilega endurnýjun, en hins vegar
er ekki ástæða til að ætla að stjórnendur
félagsins vilji selja mikið af hluta-
bréfununt, enda ætlun félagsins að auka
þátttöku sína í öðrum atvinnurekstri.
Því má segja að dulin eign í formi
yfirverðs hlutabréfahafi meira gildi sem
styrking á efnahagsreikningi en til að
auka virði hlutabréfa í
Eimskipafélaginu.
Skammtímahorfur: Stjórnendur
félagsins eru ekki bjartsýnir um árið
1992, vonast þó til að geta náð
svipuðum hagnaði og á síðasta ári með
þvi að beita aðhaldsaðgerðunt í
rekstrinum og auka verkefnin erlendis.
Binda má meiri vonir við afkomu ársins
1993; þá er vænst uppsveiflu í helstu
iðnríkjum, svo og bata á íslandi, einkum
ef álver rís og fiskafli glæðist. - Nú er
nýtt útboð á varnarliðsflutningunum í
aðsigi og fyrirséð að tekjur Eimskipa-
félagsins skerðast þar eitthvað og falla
jafnvel alveg niður.
Styrkur: Eintskipafélagið er lang-
stærsta íslenska skipafélagið, markaðs-
staða þess á Islandi er mjög sterk,
skipaflotinn fellur vel að þörfum
félagsins og styrking sölukerfisins
erlendis færir því nýja vaxtarmöguleika.
Veikleiki: Heimamarkaðurinn er
lítill, sveiflukenndur og litlir vaxtar-
möguleikar. Það er bæði áhættusamara
og dýrara að færa út kvíarnar erlendis.
Aukin þátttaka í annarri
atvinnustarfsemi dreifir kröftum
stjórnenda og getur veikt undir-
stöðuþáttinn, siglingarnar.
Langtímahorfur: Eimskipafélagið
verður smám saman að auka þátttöku
sina í öðrum atvinnurekstri til að konta
fjármunum sínum í arðbæra vinnu. Ella
fer að verða tímabært að auka arð-
greiðsluhlutfallið.
Abendingar um hlutabréfa-
viðskipti: Ég tel lfklegt að hagnaður
þessa árs verði um 300 milljónir króna,
en geti aukist nokkuð á næsta ári, eða
Í350milljónir. Virðis-/hagnaðarhlutfall
ársins í fyrra var um 15, en verður sam-
kvæmt þessari spá um 19 á þessu ári og
lóáþvínæsta.Þettaeríhærri kantinum,
ntiðað við íslensk hlutafélög, en þó
viðunandi miðað við núverandi ástand
í þjóðfélaginu. Því verður niðurstaða
mín sú, að fjárfestar eigi að halda
óbreyttri stöðu með hlutabréf Eim-
skipafélagsins, hvorki kaupa né selja,
þar til línur skýrast um það hvort stjórn-
endur grípi til einhverra aðgerða í þess-
ari stöðu sem séu líklegar til að skila
auknum hagnaði eða útborgun arðs.
Höfundur er rekstrar-
hagfrœðingur og ráðgjafi s
/Uckstrarreikningur 1991 1990 Helstu kennitölur -N
Rekstrartekjur 8026,3 7306,4 Raunarðsemi eiginfjár* 9%
Rckstrargjöld -6830,4 -6437,2 Eiginfjárhlutfall 0,43
Afskriftir ' -758,8 -609,9 Veltufjárhlutfall 1,16
Fjármunatckjur/gjöld 88,0 35,2 Lausafjárhlutfall 1,07
Hagn. af reglul. slarfscmi 525,1 294,5 Innra virði hlutabréfa 4,31
Gengismunur 0,0 176,7 Gengi fyrir aðalfund 5,65
Söluhagnaður 50,9 229,7 Q-hlutfall 1,31
Skattar og tekjusk.skuldb -183,7 -359,8 Arður 15%
Hagnaður ársins 392,2 341,1 Jöfnun * M.v. framfærsluvísitölu 10%
Efnahagsreikningur 1991 1990 1991 1990
Eignir 0139,0 8648,5 Skuldir og eigið fé 10139,0 8648,5
Veltufjármunir 2765,1 2239,9 Skammtímaskuldir 2390,8 1968,6
Hlutabréf og skuldabréf 1609,1 1591,7 Langlímaskuldir 3346,9 2777,8
Varanl. rekstr.fjármunir 5678,2 4695,9 Hlutafé 1020,7 927,6
Langt.kosln. og Annað eigið fé 3380,6 2974,6
geymslufé 86,576 121,07 Eigið fé samtals 4401,2 3902,1
V
5