Vísbending


Vísbending - 14.06.1992, Blaðsíða 1

Vísbending - 14.06.1992, Blaðsíða 1
ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 14. júní 1992 23. tbl. 10. árg. Skerðing þorskafla kæmi ójafnt niður Tillögur Alþjóðahafrannsóknar- ráðsins um 40% samdrált þorskveiða jafngilda um 16% samdrætti afla- verðmætis, eða um 20% samdrætti í útflutningsverðmæti sjávarafurða, því að þorskur er meira unninn hér en annar afli. Þetta kemur fram í frétt Þjóðhags- stofnunar um málið. Þar kemur einnig fram að atvinnuleysi gæti orðið 4-5% á næsta ári, miðað við tæp 3% árið 1992 og að landsframleiðsla gæti minnkað um4-5%. Hugsanlegagætiaflaskerðing víðar um heim orðið til þess að þorskverð hækkaði á heimsmarkaði. Varla fer þó hjá því að kjör versni hér á landi í kjölfar kvótaskerðingarinnar. En því fer fjarri að skerðingin komi jafnt niður á öllurn. Þeir sem eiga mikinn þorskkvóta bera áfallið en hagur loðnuveiðimanna vænkast Samkvæmt lögum um fiskveiðar við Island eiga útgerðarfyrirtæki rétt til að veiða ákveðnar tegundir. Útgerðar- fyrirtæki sem eiga þorskkvóla bera því Fólksflutningar frá lands- byggð til höfuðborgarsvæðis 1970 I97S 19B0 19S5 1990 Heimild: ByggÖastofnun Áhrif kvótaskerðingar á afla og atvinnu Vestmonnoeyjar Þorlókshöfn Gr indavik Ketlavík Hof narf jörður Roykjavik Akranes Olof svík Grundarf jörður Stykkishólmur Potreksf jörður Boiungarvík lsuf|órður skagoströnd Sauðarkrókur Sigluí[örður Olafsf örður Dalvik Akureyri I lúsuvik Seyðisfjörður Neskoupstaður Fáskrúðsíiör ður Hornaf örður -30% -2 5% -20% -15% 5% Áhrif 6 aflaverðm. Bein úhr. ú alvinnu Hcimildir: Sjávarútvcgsráðuncyti, Hagtíðindi og fleira. Gögn vantar til þcss að rcikna áhrif á alvinnu á nokkrum stöðum. að öllum líkindum einir áfallið. Aftur á móti eiga loðnuveiðimenn bjartari tíð fyrirhóndumþvíaðloðnustofninnvirðisl vera sterkur. Þetta má meðal annars skýra með því að þorskur og loðna lifa að hluta á sama æti, og ef þorski fækkar fær loðna meira í sinn hlut. Meðal þeirra fyrirtækja sem eiga mikinn þorskkvóta má nefna Skagstrending og Útgerðafélag Akureyringa en loðnukvóti er tiltölulega mikill hjá Granda, Haraldi Böðvarssyni og Síldarvinnslunni í Neskaupstað. Sjávarútvegsráðuncytið gaf ekki upp tölur um kvóta einstakra fyrirtækja, en með því að skoða kvóta sveitarfélaga (samanber mynd hér að ofan) má geta sér til um hvernig ástandið er hjá helstu fyrirtækjunum. Ætlunin mun að gefa frjálsan aðgang að upplýsingum um kvótakerfið íhaust, enda sjálfsögð krafa að þær séu opinberar. Fleiri flytjast frá landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins Á myndinni hér að ofan kemur fram að aflaverðmæti skerðist um yfir 30% á Seyðisfirði, Patreksfirði og í Stykkis- hólmieffariðvcrðuraðlillögumAlþjóða hafrannsóknarráðsins. Myndin sýnir einnig áætlun um bein áhrif kvóta- skerðingarinnar á atvinnu á stöðunum. Sú áætlun er gerð þannig að skerðing aflaverðmætis er margfölduð með hlutfalli sjávarútvegs í ársverkum árið 1989. Samdrátturinn kemur fram í styttum vinnutíma, atvinnuleysi og brottflulningifólks. Héreruótalinóbein áhrif, lil dæmis á þjónustu, ef fiskveiðar dragast saman til langframa og fólki fækkar. Þessi óbeinu áhrif er erfitt að meta. Sums staðar kann samdráttur í sjávarútvegi að verða til þess að aðrar greinareflist. Meslmyndi atvinnadragast saman íliflum sjávarþorpum. Beináhrif á alvinnu í Reykjavík yrðu mjög lítil. Líklegt er að fólksflulningar aukist frá landsbyggðinni og að atvinnuleysi aukist um tíma íhöfuðborginni af þeim sökum. Hagræðing í sjávarútvegi verður hraðari en ella Skerðing aflakvóta í fyrra varð til þess að stöndug útgerðarfyrirtæki keyptu sér nýjarveiðiheimildir.tilþessaðgetarekið skip og fiskvinnslu með fullum afköstum. Nú má búast við svipuðum viðbrögðum. Aflakvólar hækka í verði. Aflasamdrátturinn cykurenn á vandræði skuldsettra sjávarútvegsfyrirtækja og þau • Kvótaskerðing • Flutningur milli tekjubila • Hvarfakútar

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.