Vísbending


Vísbending - 14.06.1992, Qupperneq 1

Vísbending - 14.06.1992, Qupperneq 1
V Viku ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 14. júní 1992 23. tbl. 10. árg. Áhrif kvótaskerðingar á afla og atvinnu Vestmanncieyjar Þorlákshbfn Grindavík Keflavík Haf narf jörður Rcykjavík Akranes Olafsvik Grundar f jörður Stykkishólmur Patreksf jörður Boíungarvik lsaf|órður Skagaströnd Sauðarkrókur Sigluf jörður Olafsfiörður Dalvík Akureyri Húsavík Seyðisf jörður Neskaupstaður Fáskr úðsfjör ður Hornaf |öröur -30% -25% -20% 15% -10% -5% 0% Áhrif ú afluverðm. Bein áhr. á atvinnu Heimildir: Sjávarútvegsráðuneyti, Hagtíðindi og fleira. Gögn vantar til þess að reikna áhrif á V^atvinnu á nokkrum stöðum.___________________________________________________ Skerðing þorskafla kæmi ójafnt niður Tillögur Alþjóðahafrannsóknar- ráðsins um 40% samdrált þorskveiða jafngilda um 16% samdrætti afla- verðmætis, eða um 20% samdrætti í útflutningsverðmæti sjávarafurða, því að þorskur er meira unninn hér en annar afli. Þetta kemur fram í frétt Þjóðhags- stofnunar um málið. Þar kemur einnig fram að atvinnuleysi gæti orðið 4-5% á næsta ári, miðað við tæp 3% árið 1992 og að landsframleiðsla gæti minnkað um4-5%. Hugsanlega gæti aflaskerðing víðarumheim orðið til þess að þorskverð hækkaði á heimsmarkaði. Varla fer þó hjá því að kjör versni hér á landi í kjölfar kvótaskerðingarinnar. En því fer fjarri að skerðingin komi jafnt niður á öllum. Þeir sem eiga mikinn þorskkvóta bera áfallið en hagur loðnuveiðimanna vænkast Samkvæmt lögum um fiskveiðar við Island eiga útgerðarfyrirtæki rétt til að veiða ákveðnar tegundir. Utgerðar- fyrirtæki sem eiga þorskkvóta bera því að öllum líkindum einir áfallið. Aftur á móti eiga loðnuveiðimenn bjartari tíð fyrir höndum því að loðnustofninn virðist vera sterkur. Þetta má meðal annars skýra með því að þorskur og loðna lifa að hluta á sama æti, og ef þorski fækkar fær loðna meira í sinn hlut. Meðal þeirra fyrirtækja sem eiga mikinn þorskkvóta má nefna Skagstrending og Utgerðafélag Akureyringa en loðnukvóti er tillölulega mikill hjá Granda, Haraldi Böðvarssyni og Síldarvinnslunni í Neskaupstað. Sjávarútvegsráðuneytið gaf ekki upp tölur um kvóta einstakra fyrirtækja, en með því að skoða kvóta sveitarfélaga (samanber mynd hér að ofan) má geta sér til um hvernig ástandið er hjá helstu fyrirtækjunum. Ætlunin mun að gefa frjálsan aðgang að upplýsingum um kvótakerfið í haust, enda sjálfsögð krafa að þær séu opinberar. Fleiri flytjast frá landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins Á myndinni hér að ofan kentur fram að aflaverðmæti skerðist um yfir 30% á Seyðisfirði, Patreksfirði og í Stykkis- hóimi ef farið verður að tillögum Alþjóða hafrannsóknarráðsins. Myndin sýnir einnig áætlun um bein áhrif kvóta- skerðingarinnar á atvinnu á stöðunum. Sú áætlun er gerð þannig að skerðing aflaverðmætis cr margfölduð með hlutfalli sjávarúlvegs í ársverkum árið 1989. Samdrátturinn kemur í'ram í styttum vinnutíma, atvinnuleysi og brottflutningi fólks. Héreru ótalin óbein áhrif, til dæmis á þjónustu, ef fiskveiðar dragast saman til langframa og fólki fækkar. Þessi óbeinu áhrif er erfitt að meta. Sums staðar kann samdráttur í sjávarútvegi að verða til þess að aðrar greinareflist. Mest myndi atvinnadragast samanílitlumsjávarþorpum. Beináhrif á atvinnu í Reykjavík yrðu rnjög lítil. Líklegt er að fólksflutningar aukist frá landsbyggðinni og að atvinnuleysi aukist urn tíma í höfuðborginni af þeim sökum. Hagræðing í sjávarútvegi verður hraðari en ella Skerðing aflakvóta í fyrra varð til þess að stöndug útgerðarfyrirtæki keyptu sér nýjarveiðiheimildir, til þessaðgetarekið skipog fiskvinnslu með fullum afköstum. Nú má búast við svipuðum viðbrögðum. Aflakvótar hækka í verði. Aflasamdrátturinn eykur enn á vandræði skuldsettra sjávarútvegsfyrirtækja og þau • Kvótaskerðing • Flutninguv milli tekjubila • Hvarfakútar

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.