Vísbending


Vísbending - 14.06.1992, Blaðsíða 4

Vísbending - 14.06.1992, Blaðsíða 4
ISBENDING Hagtölur s v a r t lækkun r a u t t ltækkun frá fyrra tbl. Fjármagnsmarkaöur Peningamagn (M3)-ár 10% 30.04. Verðtryggð bankalán 9,0% 01.06. Overðtr. bankalán 12,2% 01.06. Lausafjárhlutfall b&s 12,8% 04.92 Vcrðbréf (VÍB) 335,2 06.92 Raunáv.3 mán. 9% ár 7% Hlutabréf (VÍB) 701 09.06. Fyrir viku 687 Raunáv. 3 mán. -7% 06.92 ár -13% Lánskjaravísitala 3210 06.92 spá m.v. fast gengi 3236 07.92 og 0,5% launaskr./ári 3244 08.92 3251 09.92 Vcrölag ug vinnumarkaður Framfærsluvísitala 160,5 05.92 Verðbólga- 3 mán 0% 05.92 ár 5% 05.92 Framfvís.-spá 161,5 06.92 (m.v. fast gengi, 162 07.92 0,5% launaskr./ári) Launavlsitala 128,1 04.92 Arshækkun- 3 mán 1% 04.92 ár 4% 04.92 Launaskr-ár 1% 03.92 Kaupmáttur 3 mán 0% 04.92 -ár -3% 04.92 Dagvinnulaun-ASI 8200091 4.ársfj Hcildarlaun-ASÍ 10800091 4.ársfj Vinnutfmi-ASÍ (viku) 46,291 4.ársfj fyrir ári 46,6 Skortur á vinnuafli -0,60% 04.92 fyrir ári 0,60% Atvinnuleysi 2,90% 04.92 fyrir ári 1,40% Gengi (sala síöastl. inánudag) Bandaríkjadalur 57,1 08.06. fyrir viku 57,6 Sterlingspund 105,2 08.06. fyrir viku 105,8 Þýskt mark 36,1 08.06. fyrir viku 35,0 Japanskt jen 0,450 08.06. fyrir viku 0,454 Erlendar hagtölur Bandaríkin Verðbólga-ár 3% 03.92 Atvinnuleysi 7,30% 03.92 fyrir ári 6,80% Hlutabréf (DJ) 3383 05.06. fyrir viku 3414 breyting á ári 14% Liborvext. 3 mán 4% 05.06. Bretland Verðbólga-ár 4% 03.92 Atvinnuleysi 9,40% 03.92 fyrir ári 7,40% Hlutabréf (FT) 2669 05.06. fyrir viku 2708 breyting á ári 7% Liborvext. 3 mán 10,0% 05.06. V-Þýskaland Verðbólga-ár 5% 04.92 Atvinnuleysi 6,20% 03.92 fyrir ári 6,20% Hlulabréf (Com) 2016 05.06. fyrir viku 2038 breyting á ári 0% Evróvextir 3 mán 9,7% 05.06. Japan Vcrðbólga-ár 2% 02.92 Atvinnuleysi 2% 02.92 fyrir ári 2% Hlutabréf-ár -34% 05.05. Norðursjávarolía 21,25$ 06.06. V fyrir viku 20,7$ Reglur um verðbréfasjóði endurskoðaðar í Bandaríkjunum Verðbréfasjóðirhafa stækkað mikið í Bandaríkjunum á undanfömum árum. Nú eru eignir þeirra um 80 þúsund milljarðar króna og hafa næstum sexfaldast á tíu ámm. Um 2.500 fyrirtæki reka verðbréfasjóði. Fjórða hver fjöl- skylda í landinu á nú hlut í þeim. Lög um þessa sjóði eru frá 1940 og hafa þau lengst af reynst vel að sögn Economist. En breytingar upp á síðkastið gera það nauðsynlegt að lög og reglur um þetta efni séu endurskoðaðar. Undanfarin ár hafa til dæmis komið fram skammtíma- sjóðir, sem áður þekktust ekki, og eru eignir þeirra nú um þriðjungur eigna verðbréfasjóða í Bandaríkjunum. Nýjar tegundir verð-bréfa hafa skotið upp kollinum. Rætt hefur verið um að veita bönkum leyfi til þess að reka verðbréfasjóði, en forráðamenn sjóðanna berjast ákaft gegn þeirri hugmynd. Búast má við að krafist verði meiri upplýsinga en áður frá sjóðunum, til þess að vemda eigendur hlutdeildarskírteina. Rætt er um að einfalda starfsreglur sjóðanna og gefa þeim frjálsari hendur að ýmsu leyti, til dæmis er hugmyndin sú að hámark hlutabréfaeignar eins sjóðs í einu fyrirtæki verði hækkað. Nú má verðbréfasjóður aðeins eiga 10% hlutabréfaíhverju fyrirtæki, en sennilegt er að markið verði hækkað í 15%. Ný ríkisbréf boðin úl Selst hafa spariskírteini fyrir 2,1 milljarð króna á árinu en innlausn er 1,1 milljarður. Nettósala ríkisbréfa sem tengd hafa verið vöxtum banka og sparisjóða hefur verið um hálfur milljarður. Geysimikiðerafríkisvíxlum í umferð nú, eða tæpir 17 milljarðar, en um áramót voru 8,5 milljarðar útistandandi. Þettastafarafárstíðasveinu í lausafjárstöðu banka og fleira, en búast má við að fjárhæðin lækki aftur þegar líða lekur á árið. Að öllu óbreyttu væri því útlit fyrir að aðeins tækist að afla lítils hluta lána ríkissjóðs á innlendum markaði á árinu. Nú erbyrjað að seljaný ríkisbréf, sem eru til sex mánaða. Þau eru óverðtryggð og er það nýjung með svo löng bréf. Hin nýjungin er að þau eru boðin út, þannig að vextir þeirra ráðastámarkaði. I fyrstaútboðinuhefur fjármálaráðherra skuldbundið sig til þess að taka lilboðum fyrir 300 milljónir króna að markaðsvirði, cn ætlunin er að bréfin verði boðin út mánaðarlega. Seðlabanki hefur ákveðið að ríkisbréfin nýju fullnægi lausafjárkvöð bankanna eftir sömu reglum og spariskírteini. Þá heitir bankinn því að tryggja að virkur eftirmarkaður myndist með bréfin. A þennan hátl mætti ef til vill ná að fjármagna stærri hluta ríkishallans á innlendum nrarkaði en ella, en búast má við að stéttarfélög minni ráðherra áloforð sem gefin voru við kjarasamninga í vor um að ríkið myndi ekki stuðla að vaxtahækkunum. Verðbólgaerlítilnúna og flestir búast við að svo verði áfram. Ekkert er þó víst í því efni og má búast við að þeir sem bjóða í bréfin geri kröfu um áhættuþóknun. Þá verður að athuga að þetta eru ný bréf og má því gera ráð fyrirað vextir áþeim geti verið allháirá rneðan þau eru að festa sig í sessi. B andaríkj unum: Hagvísir bendir til þess að vöxtur haldi áfram Sú vísitala, sem mest er litið til þegar metið er h vort hag vöxtur er í uppsiglingu í Bandaríkjunum, hækkaði um 0,4% í apríl, og hefur hún nú hækkað fjóra mánuði í röð. Virðist sem vaxtalækkanir stjómvalda séu nú farnar að bera árangur. Hagvísirinnersamsetturúr 11 liðum og má skýra þessa síðustu hækkun með hækkun vöruverðs og fækkun umsókna urn atvinnuleysisbætur. Flestir vara við of mikilli bjartsýni og búist er við hægari hagvexti en í upphafi fyrri vaxtarskeiða. Vestur-Þýskalandi: Talsverður hagvöxtur á fyrsta ársfjórðungi Verg þjóðarframleiðsla var tæpum 2% meiri á fyrsta ársfjórðungi 1992 en á sama tíma í fyrra. Þetla er mun meiri vöxtur en spáð hafði verið. Meðal ástæðna þessa er óvenjugott veður, og óttast er að á öðrum ársfjórðungi dragi úr vextinum. Atvinnuleysi fer nú heldur minnkandi bæði í austur- og vesturhluta Þýskalands en forráðamenn atvinnulífs eru þó ekki mjög bjartsýnir þessa stundina. í maí voru 6,2% vinnuafls í Vestur-Þýskalandi atvinnulaus, en atvinnuleysi var 14,6% í austurhlutanum. Ritstj. og ábm.: Siguröur Jóhannesson. Útg.: Ráögjöf Kaupþings hf., Kringlunni 5, 103 Reykjavík. Sími 689080. Myndsendir: 812824. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Háskólans. Prentun: Prentsmiöjan Gutenberg. Öll réttindi áskilin. Ljósritun er óheimil en mikill afsláttur veittur af viðbótareintökum. 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.