Vísbending


Vísbending - 06.07.1992, Blaðsíða 1

Vísbending - 06.07.1992, Blaðsíða 1
ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál júlí 1992 26. tbl. 10. árg. Húsnæðis- markaður: Verðhækkun í byrjun árs en líkur á lækkun á næstunni „Tilboð hefur borist í húsið þitt. Boðnar eru fimm milljónir í íslenskum krónum, auk þess ein milljón norskra króna og ein milljón eistneskra króna, eða samtals sjö milljónir króna." Hætt er við að húseigandi myndi ekki sætta sig við slíka útlistun kauptilboðs. Sennilega myndi hann krefjast upp- lýsinga um verðgildi þess í íslenskum krónum miðað við nýjasta markaðs- gengi. Fasteignasalar kynna kaup- og sölutilboð þó ekki á ósvipaðan hátt. Talið er upp hvað borga á mikið í peningum strax, hve mikið næstu mánuði og hve mikið í húsbréfum. Þetta er svo allt lagt saman, rétt eins og engu skipti að húsbréf eru seld með 12% afföllum frá nafnverði og að greiðslur á borðið hljóta að vera verðmætari en það sem greitt er seinna. Þannig fæst nafnverð húsnæðis, sem er jafnan 10-20% hærra en raunverð, eins og sést hér á myndinni. Flestir gera sér greinfyriraðmáliskiptirhverniggreiðslu er hagað, en raunverulegt verðmæti er þó ekki al veg ljóst, því að það er sjaldan reiknað út. í bílaviðskiptum tíðkast ýmsir greiðsluskilmálar, sem kunnugt er, og þar er nú orðið algengt að tilgreint sé staðgreiðsluverð. Hvernig má það vera að mun kæruleysislegar sé farið með fé í fasteignaviðskiptum, þegar oft er um aleigu fólks að tefla? Slegið hefur verið fram skýringu, semeraðöllum líkindum rétt: í lögum um fasteignaviðskipti segir að fasteignasali megi ekki taka sér meiri þóknun en nemur 2% af kaupverði eignar. Fasteignasalar segja þetta minna en meðalþóknun í nágrannalöndunum, en auk þess hlýtur slfkt hámark að teljast mjög óeðlilegt þegar flest önnur verðlagshöft hafa verið afnumin. En með því að nota nafnverð í stað raunverðs Verð íbúða í fjölbýlishúsum á höfuðborgarsvæðinu '91-'92, dús. kr. á m2, verðlag júní 1992 ^^ Sölutilboð _____—«— ^^ "~~\^ ^"^~^ ___ ^^ ^-\^ ^_^-^-""""~ Nafnverð í viðskiptum ^~*-^~ ___ "~~"-\^^ Raunverð ^^**^ """--------- Heimildir: Nafnverð og raunverð í viðskiptum: Fasteignamat ríkisins. Sölutilboð: Fasteignablað Morgunblaðsins hækkar grunnurinn sem þóknunin miðast við um nálægtl5%að meðaltali. Þannig má víkka nokkuð takmörk laganna. Verðhækkun í upphafi árs en líklegt að verð lækki á næstunni SamkvæmttölumHúsnæðisstofnunar um húsbréfaviðskipti hefur kaupum á gömlum íbúðum fækkað um fjórðung á fyrstu fimm mánuðum ársins frá sama tíma í fyrra. Verð hefur aftur á móti hækkaðnokkuðáhöfuðborgarsvæðinu. Fermetraverð í fjölbýlishúsum hækkaði um tæp 4% að raungildi frá fjórða ársfjórðungi 1991 tilfyrstaársfjórðungs 1992. Nafnverðhækkaðinokkruminna og má skýra mismuninn með minnkandi afföllum húsbréfa. Breytingin er í sam- ræmi við verðhækkun í sölutilboðum, en tölur um þau eru unnar upp úr Fasteignablaði Morgunblaðsins (sjá 13. tölublað). Sölutilboð breyttust lítið á 2. ársfjórðungi 1992, fermetraverð hækkaði um innan við 1% að raungildi. Nokkra athy gli vekur að fasteignaverð skuli heldur hækka þrátt fyrir slæmt efnahagsástand. Hitt kemur ekki á óvart, að viðskipti hafi almennt dregist saman. Líklegt er að nýjar fréttir um minnkun aflakvóta dragi úr hug fólks á húsnæðis- kaupum og stuðli að verðlækkun þegar líða tekur á árið. Einkum á þetta við um sjávarþorp, sem verða verst úti í kvótaniðurskurðinum, en fólks- flutningar til Reykjavíkur gætu hleypt einhverju lífi í húsnæðismarkaðinn þar. Hér er því þó spáð að húsnæðisverð lækki áhöfuðborgarsvæðinu ánæstunni. Húsbréfadeild: Skuldabréf vegna íbúðakaupa ian mors mai júl sup nov jon mars 1991 1992 Heimild: Húsnæðisstofnun ríkisins Mun meiri sveiflur í verði íbúða í fjölbýlishúsum en einbýlishúsaverði Fermetraverð í fjölbýlishúsum hefur verið 8-18% hærra en í einbýlishúsum frá 1987, samkvæmt upplýsingum Fasteignamats ríkisins. Munurinn hefur verið sveiflukenndur, frá seinni hluta árs 1987 hefur verð einbýlishúsa mjög lítið breyst, en þó nokkrar breytingar hafa orðið á verði íbúða í fjölbýlishúsum. Það hækkaði mun meira en Fasteignamarkaður Tryggingarekstur Veiðigjald

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.