Vísbending


Vísbending - 06.07.1992, Blaðsíða 2

Vísbending - 06.07.1992, Blaðsíða 2
ISBENDING einbýlishúsaverð árið 1986 eins og sést á myndinni hér fyrir neðan. Ef til vill átti breyting húsnæðiskerfisins það ár þátt í þessu, en hækkun lána nýttist best kaupendum lítilla og meðalstórra íbúða. Kannski felst skýringin einnig að nokkru leyti í því að íbúðakaup eru þeim erfðari, sem hafa lítil fjárráð, en þeim, sem hafa á annað borð efni á að kaupa sér einbýlishús. Verð íbúða í fjölbýlishúsum virðist að minnsta kosti mun fremur endurspegla almennt efnahagsástand en einbýlishúsaverð. I nóvember sem leið lækkaði hámarkslán vegna húsnæðis- kaupa úr 9,7 milljónum króna í 5 milljónir. Líklegt er að verð einbýlis- húsa hafi lækkað eitthvað í framhaldi af því, en tölur Fasteignamats um þau ná enn sem komið er aðeins til síðastliðinna áramóta. Fasteignaverð, fermetraverð á verðlagi 1992 Heimild: Fasteignamat ríkisins Enn tap á rekstri tryggingafélaga Tap á rekstri almennra try ggingafélaga var um 32 milljónir króna í fyrra, eða um 2% eiginfjár félaganna. Árið á undan var tap á rekstrinum mun meira, eða 93 milljónir. Tapið má einkum rekja til mikils halla á ökutækjatryggingum, en sú grein hefur reyndar verið rekin með tapi mjög lengi. Iðgjöld bílatrygginga hækkuðu mikið í upphafi ársl 991, en sú hækkun virðist ekki hafa dugað. Nú hefur verið lagt fram á alþingi frumvarp að nýjum skaðabótalögum og er talið að með samþykkt þess muni draga úr bóta- greiðslum fyrir smávægileg meiðsli. Markaðssókn Skandia í ársbyrjun 1992 kom í veg fyrir að iðgjöldin hækkuðu þá. Áður voru verðskrár félaganna svipaðar og verðsamkeppni lítil, en nú hefur orðið breyting þar á. Samkeppni hefur stór- aukist í ökutækjatryggingum. Það er þó misjafnt hvað félögin Ieggja mikið upp úr því að hafa góða markaðshlutdeild í þessari grein, sem virðist engu skila nema tapi, enn sem komið er að minnsta kosti. Hagkvæmni og réttlæti Önnur grein Dr. Þorvaldur Gylfason Ríkisfjármál Miklar sveiflur í afkomu einstakra félaga Afkoma einstakra félaga breyttist talsvert frá fyrra ári. Tap varð á rekstri Sjóvár-Almennra, í fyrsta skipti frá stofnun þess, en Vátryggingafélaginu tókst að snúa tapi í hagnað. Þá varð töluvert tap á rekstri Skandia. Skandia er arftaki Reykvískrar tryggingar, en brey tti um nafn þegar sænska trygginga- félagið Skandia keypti meirihluta hlutafjár ífyrra. Má einkum rekja tapið til aukins kostnaðar, sem félagið vonast að sjálfsögðu til að skili sér í meiri markaðshlutdeild á næstu árum. Nánar verður fjallað um afkomu tryggingafélaga í næsta tölublaði Vísbendingar. Afkoma almennra tryggingarfélaga, milljónir króna 1991 1990 Vátryggingafélagið 40 -161 Sjóvá-Almennar -74 27 Tryggingamiðstöðin 24 35 Trygging 10 5 Ábyrgð -10 -6 Skandia -22 7 Alls -32 -93 Mikilvægasta hagkvæmnisröksemdin fyrir veiðigjaldi í mínum huga varðar fjármál ríkisins og mikilvægi þeirra í þjóðarbúskapnum. Stjómvöldum ber sjálfsögð skylda til að gæta ýtrustu hagsýni í meðferð almannafjár. Þetta á ekki aðeins við um útgjaldahlið ríkis- fjármálanna, heldur tekjuhliðina líka. Stjórnvöldum ber að gæta almannahags með því að taka hagkvæma skattheimtu fram yfir óhagkvæma skattheimtu, hvenær sem þess er kostur. Þetta er sér- staklega brýnt við núverandi aðstæður hér heima. Hér hefur halli á búskap ríkis og byggða í víðum skilningi verið ein helzta uppspretta verðbólgu, óhóflegrar skuldasöfnunar erlendis og meðfy lgjandi ófremdarástands í þjóðarbúskapnum í heild ámm saman. Stjómvöld hafa engu aðsíðurdrýgtalvarlegarvanrækslusyndir í mörgum mikilvægum málum, til dæmis í velferðarmálum og í mennta- og menningarmálum, eins og samanburður ellilífeyris og kennaralauna hér á landi við lífeyri og laun annars staðaráNorður- löndum ber órækt vitni um. Ég eygi enga leið til þess að koma fjárreiðum ríkis og byggða í eðlilegt horf til frambúðar, draga varanlega úr verð- bólgu og erlendum skuldum og snúa vöm í sókn í þeim málaflokkum, sem almannavaldið hefur vanrækt á liðnum ámm, án þess að hagræða bæði útgjalda- og tekjumegin í ríkisbúskapnum í víðum skilningi. Hagræðingin útgjaldamegin á að felast í uppskurði og skipulags- breytingum fyrst og fremst í stað þess óhyggilega handahófsniðurskurðar, sem núverandi ríkisstjórn hefur ráðizt í. Hagræðingin tekjumegin á að felast í að rýma fyrir lækkun eða jafnvel afnámi tekjuskatts eða fyrir lækkun virðis- aukaskatts með álagningu veiðigjalds í einhverri mynd vegna þess, að veiðigjald er eins og önnur rentugjöld hagkvæmasta tekjuöflunarleið, sem almannavaldið á völ á. Yfirburðir veiðigjalds em þeir, að það hefur æskileg hliðaráhrif ólíkt flestum öðrum sköttum og skyldum: veiðigjald dregur úr sókn á miðin, sem er æskilegt, því að fiskiskipaflotinn er allt of stór, en tekjuskattur og virðisaukaskattur draga úr framleiðslu og atvinnu, þótt hvorugt 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.