Vísbending


Vísbending - 06.07.1992, Blaðsíða 3

Vísbending - 06.07.1992, Blaðsíða 3
sé gott. Þessi röksemd er óháð því, hvort veiðigjaldið rynni til almennings í gegnum ríkissjóð eða ekki. Nú kann einhver að spyrja, hvers vegna við getum ekki vænzt þess að ná traustum tökum á ríkisfjármálum okkar án veiðigjalds. Hefur öðrum þjóðum ekki tekizt það? Svarið er nei, yfirleitt ekki. Flestar nágrannaþjóðir okkar hafa verið þjakaðar ýmist af óhóflegri skattheimtu eða þá ríkishallarekstri og vaxandi skuldum. Ríkisbúskapurinn er erfiður viðfangs í nútímalýðræðisríki, þar sem öflugir þrýstihópar knýja í sífellu á um aukin útgjöld ríkis og by ggða til verkefna, sem ættu að réttu lagi heima í höndum einstaklinga og einkafyrirtækja. Þennan þrýsting þurfa stjómvöld að reyna að standast eftir fremsta megni. Ríkisstjóm, sem á kost á því að afnema tekjuskatt og taka upp rentugjald í staðinn að öðm jöfnu, hlýtur að sjá sér hag í að fara þá leið á endanum. Gengismál Önnur mikilvæg röksemd fyrir veiðigjaldi varðar stefnu stjórnvalda í gengismálum. Hingað til hefur gengis- skráning krónunnar verið miðuð við þarfir og óskir sjávarútvegsins fyrst og fremst. Þessi tilhögun hefur bitnað á öðrum atvinnuvegum, því að sjávar- útvegurinn hefur þolað og þolir enn hærra raungengi en aðrar atvinnugreinar, sem eiga ekki kost á ókeypis hráefni eins og útvegurinn. Þess vegna hafa iðnaður, verzlun og þjónusta átt erfitt uppdráttar hér á landi, þrátt fyrir ítrekaðar yfir- lýsingar stjórn valda um nauðsyn þess að renna fleiri stoðum undir atvinnulífið í landinu. Og þess vegna hefur verið þrá- látur halli á viðskiptum við útlönd árum saman, þannig að hlutfall erlendra skulda af landsframleiðslu okkar Islendinga er nú orðið hærra en í nokkru nálægu landi. Þessi gengisstefna hefur þar að auki stuðlað að því, að við íslendingar bindum mun meira vinnuafl og fjármagn við óhagkvæma matvælaframleiðslu en nokkur nálæg þjóð. Alagning veiðigjalds skapar skilyrði til að lagfæra gengisskráninguna, bæði til að koma erlendum viðskiptum í varan- legt jafnvægi og stöðva skuldasöfnun þjóðarinnar í útlöndum með því móti og til að búa í haginn fyrir iðnað, verzlun og þjónustu, sem yfirgnæfandi hluli þjóðar- innar hefur framfæri sitt af. Það er að vísu rétt, að nauðsynleg raungengis- lækkun í kjölfar veiðigjalds gæti átt sér stað sjálfkrafa í skjóli aukinnarframleiðni og lægri framleiðslukostnaðar, en mér virðist þó, að sú breyting gæti tekið langan tíma og valdið verulegu framleiðslutjóni á meðan, þar eð framleiðslukostnaður fyrirtækja, einkum launakostnaður, er yfirleitt tregbreytilegur niður á við. Mikill og þrálátur halli á viðskiptum við útlönd nú og áframhaldandi skulda- söfnun þjóðarinnar erlendis bera vitni um það, að gengi krónunnar er enn of hátt skráð eins og jafnan fyrr. Gengis- felling getur verið nauðsynleg til að komast upp úr þessu fari, en þá þarf að gæta þess mjög vandlega að fylgja henni eftir með nægilega öflugum aðhalds- aðgerðum til mótvægis til að koma í veg fyrir hækkun verðlags og kauplags í kjölfar gengisfalls. Ég eygi enga leið til að koma þessu í kring, eins og nú háttar, nema með því að leggja veiðigjald á og nota tekjumar af gjaldinu fyrsta kastið til að lækka virðisaukaskatt til að halda verðlagi og kauplagi í skefjum. Það væri hins vegar óðs manns æði að fella gengið með gamla laginu við núverandi aðstæður, það er án öflugs aðhalds til mótvægis, því að þá er næsta víst, að verðbólgan færi aftur á fulla ferð. Sam- band veiðigjalds og gengis er þess vegna tvíþætt í mínum huga: gengisfelling er nauðsynlegur liður í þeirri skipulags- breytingu, sem felst í álagningu veiði- gjalds, og gjaldið er að sínu leyti forsenda árangursríkrar gengisbreytingar. Evrópumál S vo er ein röksemd enn, og hún varðar samskipti okkar Islendinga við Evrópu- bandalagið. Nú bendir margt til þess, að við Islendingar verðurn einir Vestur- Evrópuþjóða utan Evrópubandalagsins um eða eftir miðjan þennan áratug, nema við vendum okkar kvæði í kross og ákveðum að fylgja hinum Norðurlanda- þjóðunum inn í bandalagið, eins og við fylgdum þeim inn í EFTA á sínum tíma og eins og við fylgdum Dönum og Norð- mönnum inn í Atlantshafsbandalagið 1949. Finnar hafa ákveðið að sækja um aðild að Evrópubandalaginu. Þeim eru skógar landsins mikið hjartans mál ekki síður en okkur eru fiskimiðin umhverfis Island, en Finnar eru samt staðráðnir í að finna lausn á þeim vanda, sem kann að koma upp í sambandi við hugsanlegan aðgang annarra bandalags-þjóða að finnsku skóglendi í almennings-eign. Finnum hrýs hugur við því að hafna utan Evrópubandalagsins einir ásamt Islendingum, meðal annars í ljósi þess að varnarsamstarf Evrópubandalags- þjóðanna mun væntanlega leysa Atlants- hafsbandalagið af hólmi smám saman. Þessu ættum við Islendingar að velta fyrir okkur fordómalaust. Hvað um það, ef við Islendingar vendum okkarkvæði íkrossog ákveðum að sækja um inngöngu í Evrópubanda- lagið einhvem tíma fyrir aldamót, verðum við að ná samkomulagi við bandalagið um fyrirkomulag fiskveiða við landið meðal annars. Eg hef fært rök að því áður, að álagning veiðigjalds gæti styrkt samningsstöðu okkar gagnvart Evrópu- bandalaginu, því að þá gætum við hugsanlega veitt bandalagsþjóðum form- legan aðgang að íslenzkum aflakvóta- ÍSBENDING markaði eins og að öðram mörkuðum með gagnkvæmum réttindum og skyldum í samræmi við lög og reglur bandalagsins án þess að veita þeim ókeypis aðgang að auðlindinni, enda kemur það alls ekki til greina. Þess konar tilboð af okkar hálfu væri þó nánast formsatriði að mínum dómi, þar eð framleiðni í íslenzkum sjávarútvegi er svo miklu meiri en í öðram bandalags- löndum (hugsanlega að Spáni undan- skildum), að fyrirtæki þaðan væru yfirleitt alls ekki samkeppnisfær við íslenzk útvegsfyrirtæki á frjálsum og heilbrigðum aflakvótamarkaði hér heima. Það, sem á kynni að vanta, að yfirburðastaða okkar Islendinga á okkar eigin aflakvótamarkaði væri tryggð, gætum við áreiðanlega samið um við bandalagið. Þannig gætum við haldið fiskveiðum við landið í höndum okkar sjálfra að langmestu leyti, ef við vildum, án þess að bandalagið þyrfti að víkja frá settum grundvallarreglum. Þennan möguleika tel ég, að íslenzk stjórnvöld ættu að kanna gaumgæfilega í stað þess að fljóta sofandi að hugsanlegri einangrun Islands frá þeim Evrópu- þjóðum, sem við höfum átt nánust sam- skipti og mest viðskipti við frá stofnun lýðveldisins. Þar að auki væram við Islendingar í aðstöðu til að hafa áhrif á sameiginlega fiskveiðistefnu banda- lagsins innan frá í krafti reynslu okkar og sérþekkingar, en utan bandalagsins værum við áhrifalausir. Nú kann einhver að spyrja: getum við ekki boðið útlendingum einhverjar veiðiheimildir til kaups, ef þess skyldi þurfa til að fá inngöngu í Evrópu- bandalagið, án þess að leggja gjald á innlend útvegsfyrirtæki? Svarið er nei. Reglur bandalagsins leggja blátt bann við hvers konarmismunun eftirþjóðemi. Þetta er grundvallaratriði í Rómar- sáttmálanum, sem samstarf bandalags- ríkjanna hvílir á. Ef við bjóðum fyrirtækjum frá öðram bandalagslöndum veiðileyfi til kaups, megum við ekki afhenda íslenzkum fyrirtækjum sams konar leyfi án endurgjalds. Hér er í rauninni ekki verið að stinga upp á gagngerri stefnubreytingu, þótt svo kunni að virðast. Við eigum nú þegar töluverð aflakvótaviðskipti við aðrar þjóðir. Þessi viðskipti byggjast á gagn- kvæmum skiptum á veiðiheimildum, án þess að kvótamir séu metnir til fjár. Þvílíkir viðskiptahættir era óhagkvæmir eins og önnur vöruskipti yfirleitt. (niðurlag í næsta blaði) Höfundur er prófessor við Háskóla Islands

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.