Vísbending


Vísbending - 06.10.1992, Blaðsíða 1

Vísbending - 06.10.1992, Blaðsíða 1
V Viku ISBENDING r i t um viðskipti og efnahagsmál 6. október 1992 39. tbl. 10. árg. Tekist á um markmið lífeyrissjóða Um áramót voru heildareignir lífeyrissjóða 37% af peningasparnaði landsmanna að því er segir íArsskýrslu Seðlabanka. Eignirnar voru um 158 milljarðarkróna í mars síðastliðnum og höfðu vaxið um 12% að raungildi á einu ári.Mikilvægi lífeyrissjóðaáfjármagns- markaði má ráða af því að í sumar var því slegið fram að vextir húsbréfa hefðu hækkað vegna þess að margir starfsmenn sjóðanna væru í leyfi. A næstunni munu fjárfestingar lífeyrissjóða einnig ráða miklu um hvaða atvinnugreinar vaxa hraðast því að hlutabréfakaup sjóðanna eiga eftir að stóraukast. Avöxtun var um 6,5% umfram framfærsluvísitölu í fyrra, þegar rekstrarkostnaður hefur verið dreginn frá (sjá töflu á blaðsíðu 2), og er það svipað og 1990. Á seinni árum hafa sjóðirnir lagt æ meiri áherslu á að ná sem bestri ávöxtun en áður töldu margir það eitt meginhlutverk þeirra að veita ódýr húsnæðislán. Fyrir tíu árum voru lán til sjóðfélaga 35-40% eigna sjóðanna en um síðastliðin áramót var hlutfallið komið niður í 20%. Lífeyrissjóðirnir halda að vísu áfram að fjármagna húsnæðiskaup almennings að stórum hluta með kaupum á húsbréfum og öðrum skuldabréfum Húsnæðisstofnunar en þessi bréf eru keypt á markaðsvöxtum. Eins og vikið verður að hér á eftir eru þó fleiri markmið en góð ávöxtun í heiðri höfð sums staðar. Talið er að hjá flestum lífeyrissjóðum vanti á að eignir nægi fyrir skuldbindingum. I útreikningum sínum gera tryggingafræðingar ráð fyrir að vextir verði 2-3,5% umfram vísitölu- hækkun í framtíðinni en með hverju ári sem ávöxtun sjóðanna er eins há og að undanförnu færast þeir nær því að endar nai saman. Þjóðin eldist Hlutfall aldraðra af fólki á vinnualdri,% Hlutfall aldraðra af fólki á vinnualdri hækkar mjög á næstu áratugum en helst lægra á íslandi en víða annars staðar, ef spárnar rætast.. Heimildir: OECD, Isl.: Vigfús Asgeirsson. Enn er meðalaldur Islendinga lægri en margra annarra þjóða (sjá mynd) og þeim veitist því fremur létt að láta skattgreiðslur standa undir framfærslu aldraðra að miklu leyti. Eftir því sem öldruðum fjölgar verður þetta erfiðara og framfærslan verður æ meir að færast í hendur lífeyrissjóða. Myndin sýnir hlutfall 65 ára og eldri sem hlutfall fólks á vinnualdri í nokkrum löndum (hér er vinnualdurtalinnfrá 15-64ára). Islensku tölurnar eru úr mannfjöldalíkani sem Vigfús Ásgeirsson eðlisfræðingur hjá Talnakönnun hefur búið til en tölur fyrir önnur lönd eru úr áætlun OECD frá 1988. Gert er ráð fyrir að barneignir íslenskra kvenna verði eins og á árunum 1986-1989 og að dánarlíkur landsmanna verði jafnar því sem var 1981 -1985. Á Islandi var hlutfall 65 ára og eldri af fólki á vinnualdri um 17% 1991. Spáð er að hlutfallið haldist svipað næstu tuttugu ár eða svo en hækki svo ört og verði tæp 30% árið 2040. Þá verða menn á vinnualdri að standa undir 75% fleiri öldruðum en nú. Rétt er að geta þess að samkvæmt þessu er horfurnar mun bjartari en spáð var fyrir nokkrum árum en þá var búist við mun minni frjósemi en nú. En tölurnar ættu samt að sýna hve mikilvægt er að leggja fyrir og ávaxta sparnaðinn vel. Helmingur ráðstöfunarfjár rennur til húsnæðiskerfis Ráðstöfunarfé lífeyrissjóða var rúmir 28 milljarðar króna í fyrra. Flestir sjóðirnir voru þá enn skuldbundnir til þess að kaupa bréf Húsnæðisstofnunar fyrir 55 % ráðstöfunarfjár en Seðlabanki áætlar að kaupin hafi verið meiri, eða 63% þess sem sjóðirnir höfðu úr að moða. Á þessu ári er líklegt að ráðstöfunarféð verði 30 millj arðar króna. Lauslegaráætlanirbenda til að sjóðirnir kaupi húsbréf og önnur bréf Húsnæðis- stofnunarfyrir 13-16 milljarða. Fjárþörf Húsnæðisstofnunar hefur minnkað því að Byggingarsjóður ríkisins er hættur að veita lán. í sumar var samið um að lífeyrissjóðirkeyptu bréf stofnunarinnar fyrir allt að 3 milljörðum króna á árinu í sérstökum útboðum en nú er útlit fyrir að það mark náist hvergi nærri. Samið var um að lífeyrissjóðir keyptu þessi skuldabréf fyrir helming fjárþarfar Byggingarsjóðs verkamanna á næsta ári. Sennilegt er að þetta verði um 3 milljarðar króna. Frá ársbyrjun 1994 verða öll skuldabréf Húsnæðisstofnunar seld á frjálsum markaði. Margir sjóðir halda áfram að veita félögum sínum bein lán, þótt þær lán veitingar hafi mjög minnkað undanfarin ár. Sennilega rennur nú um tíundi hluti ráðstöfunarfjár sjóðanna í þessi lán. Hlutabréf eru talin hagstæð langtímafjárfesting og henta lífeyris- sjóðum því vel. Aður voru hlutabréfa- kaup hreinlega bönnuð í reglugerðum sumra sjóða en gengið hefur verið í að breyta því að undanförnu. Víðast má þó ekki kaupa hlutabréf fyrir meira en 10% iðgjaldatekna. Samkvæmt samantekt Vinnuveitendasambandsins var markaðsverð hlutabréfa í eigu lífeyrissjóða um þrír milljarðar króna um áramót en bókfært verð var nokkru lægra. Þetta eru um 2% eigna sjóðanna. Hlutabréfaeignin vex hröðurn skrefum. Þess er þó væntanlega langt að bíða að hún verði jafnmikil og í nágranna- löndunum. I samantekt vinnuveitenda kemur fram að hlutabréf eru um 70% eigna breskra sjóða og um 13% eigna danska ATP-lífeyrissjóðsins, en í Bandaríkjunum mun hlutabréfaeign lífeyrissjóða reyndar vera miklu minni. Flestir lífeyrissjóðir voru til skamms tíma skuldbundnir til að kaupa bréf Húsnæðisstofnunarfyrirrúmanhelming ráðstöfunarfjár. Nú þegar slíkar kvaðir eru að mestu úr sögunni reynir meira á * Lífeyrissjóðir

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.