Vísbending - 22.10.1992, Blaðsíða 1
ISBENDING
rit um viðskipti og efnahagsmál
22.
október
1992
42. tbl. 10. árg.
Opinber
útgjöld fara
yfir 40% af
landsframleiðslu
Utgjöld hins opinbera, ríkis og
sveitarfélaga, hafa vaxið jafnt og þétt
undanfarna áratugi. Kröfur um félags-
lega þjónustu aukast jafnan með vaxandi
tekjum. Auk þess leikur lítill vafi á því
að tregðulögmáls gæti í opinberum
rekstri, stofnanir vaxa af sjálfum sér,
nema gripið sé í taumana. Að undanförnu
hefur opinber þjónusta víða um lönd
farið yfir þau mörk sem skattgreiðendur
hafa talið sig geta borið. Halli á rfkis-
rekstri hefur aukist því að menn hafa
ekki treyst sér til þess að hækka skatta í
samræmi við útgjaldavöxt. Hefur verið
gripið til róttæks niðurskurðar á vel-
ferðarkerfinu, nú síðast í Svíþjóð og
Finnlandi. Hér á landi hafa útgjöld hins
opinbera af ýmsum ástæðum verið heldur
lægra hlutfall landsframleiðslu en í
öðrum löndum OECD (iðnrfkjunum),
Opinber útgjöld, hlutfall af
vergri landsframleiðslu 1988
Innflutningsbann á
búvörum, 43%
Samræming
við önnur
lönd,41%
Hefðbundin
framsetning,
37%
rio 1988 voru útgjöld hins opinbera í
löndum OECD 45% af landsframleiðslu að
meðaltali en aðeins 37% hér, samkvæmt
opinberum tölum. Munurinn minnkar ef
notaðar eru sömu uppgjörsaðferðir fyrir
ísland og önnur lönd. Innflutningsbann á
búvörum er stuðningur við landbúnað og
hefur verið metinn til fjár. Sé það talið með
hækkar hlutfallið í tæp 43%.
Heimildir: Þjóðhagsstofnun, Jóhann Rúnar
Björgvinsson.Vísbending 8. nóv. 1990,
landbúnaðarráðuneyti.
Útgjöld hins opinbera 1981-1993, % af landsframleiðslu {vinstri kvarði); raungildi, 1981=100 (hægri kvarði)
_.--
^O'JÍj- ____.-'.' " __^, -1 40
35%- ¦""*¦¦ •-'S'S^ ^^— -1 OO
3°%^
Z0°/0 -60
-40
-20
o<*b- -o
—% landsframl. ----- Raungildi, 1981=100
Útgjöld hins opinbera verða að líkindum um 50% meiri á næsta ári en 1981, þau hafa þá vaxið
úr 32% landsframleiðslu í 40%. Heimild: Þjóðhagsstofnun, 1992 áætlun, '93 lausleg spá.
þótt þjónusta hins opinbera sé að flestu
leyti sambærileg (sjá til dæmis grein
Jóhanns Rúnars Björgvinssonar í
44.tölublaði 1990). Arið 1988 voru út-
gjöld hins opinbera um 45% lands-
framleiðsluílöndumOECDenhlutfallið
var þá 37% hér á landi. Mismunandi
uppgjörsaðferðir valda nokkru um
muninn en þau skýra hann þó ekki allan.
Tiltölulega lágt útgjaldahlutfall hér á
landi kann að valda því að ekki hefur
verið gripið til jafnharkalegs niður-
skurðar í opinberum rekstri og víða
annars staðar. Útgjöld hins opinbera
hafa haldið áfram að vaxa hér þótt tekist
hafí að stöðva vöxtinn í iðnríkjunum í
heild. A myndinni efst á síðunni sést að
horfureru á að opinber útgjöld verði um
50% meiri að raungildi á komandi ári en
1981. Umfangið jókst meira en sem
nam hagvexti, árið 1981 voru ríkis-
útgjöld 32% vergrar landsframleiðslu
en á næsta ári er búist við að hlutfallið
fari yfir 40%.
Utgjöldin vaxa áfram
I fyrra var kosningaár og þá eiga
fjárútlát ríkisins það til að fara úr
böndum. Þess vegna er kannski óvenju-
auðvelt að draga úr þeim á árinu sem er
að líða. í fjárlögum ársins 1992 var
stefnt að miklum sparnaði í ríkis-
útgjöldum. Ekki hafaöll sparnaðaráform
gengið eftir en þó virðist hafa tekist að
stöðva vöxt ríkisútgjalda á árinu og draga
þau jafnvel eitthvað saman. Hið sama
er ekki uppi á teningnum hjá sveitar-
félögum en útgjöld þeirra eru um
fimmtungur útgjalda hins opinbera hér
á landi. Þau hafa vaxið á árinu, eins og
undanfarin ár. Alls má búast við að
útgjöld hins opinbera verði 1% meiri
1992 en í fyrra. A næsta ári minnka
framlög til landbúnaðar og Lánasjóðs
námsmanna, eins og rakið var í 41.
tölublaði, en í heild virðast niðurskurðar-
áform ríkisins þó ekki eins metnaðarfull
og við fjárlagagerð í fyrra. Ekki kæmi á
óvart að sveitarfélög ykju framkvæmdir
til þess að halda uppi atvinnu.
Fjárfestingar eru miklu stærri hluti
útgjalda hjá sveitarfélögum en ríki og ef
til vill hægara um vik að draga saman
seglinsíðar.þegarkemuraðþvíaðborga
þau lán sem nú verða tekin. Þegar á allt
er litið virðist lfklegt að útgjöld hins
opinbera vaxi um nálægt 2% á næsta ári.
Spáð er að landsframleiðsla dragist örlítið
saman. Þess vegna hækkar hlutfall opin-
berra útgjalda af landsframleiðslu og fer
sennilega yfir 40% árið 1993.
Opinber útgjöld eru
vantalin
Opinber útgjöld eru skilgreind á sama
hátt öll árin á myndinni efst á síðunni og
því sýnir hún ágætlega hvernig þau hafa
þróast. En sumt er vantalið, til dæmis
eru lífeyrisskuldbindingar ríkisins
umfram greiðslu í lífeyrissjóð ekki taldar
með. Að sumu leyti er uppgjör rfkis-
útgjalda hér ekki alveg sambærilegt við
það sem gerist í öðrum löndum. Lög-
bundnirlífeyrissjóðirerutildæmisvíðast
taldir til hins opinbera. Ymsar bætur, til
dæmis barnabætur, eru ekki taldar til
rfkisútgjalda hér á landi heldur dregnar
frá skattlagningu. Víðast erlendis er
þessi háttur ekki hafður á. I grein hér í
blaðinu 8. nóvember 1990 sagði Jóhann
Rúnar Björgvinsson sérfræðingur
Þjóðhagsstofnunar í opinberum
• Utgjöld hins opinbera
• A aðfella gengið?
• Vegagerð