Vísbending - 06.11.1992, Blaðsíða 1
ISBENDING
rit u m viðskipti og efnahagsmál
nóvember
1992
44. tbl. 10. árg.
Háir vextir
rýra hag
banka og
sparisjóða
Um áttatíu milljóna króna tap varð af
rekstri íslandsbanka fyrstu átta mánuði
ársins. Búast má við að halli verði á
rekstri bankans á árinu í heild, en í fyrra
varð lítils háttarhagnaður. Athygli vekur
að almennur rekstrarkostnaður hefur
lækkað um 13% að raungildi frá fyrra
ári. Hins vegar hefur framlag í afskrifta-
sjóð útlána hátt í tvöfaldast en það var
um það bil milljarður króna fyrstu átta
mánuði ársins. Þá var nýlega skýrt frá
því að Búnaðarbankinn hefði verið rekinn
með 26 milljóna króna tapi fyrstu átta
mánuði árs. Það var einkum skýrt með
auknu framlagi til afskriftareiknings
útlána. Almennur rekstrarkostnaður
hefur þó lækkað hjá bankanum og vonast
er til að hann verði „réttu megin við
strikið" á árinu, eins og í fyrra.
Segja má að þessar niðurstöður séu
dæmigerðar fyrir rekstur banka og
sparisjóða undanfarin ár. Kostnaðurvið
daglegan rekstur fer minnkandi, meðal
annars vegna sameiningar banka. Á hinn
bóginn er sífellt meira lagt til hliðar
vegna tapaðra útlána og það hefur orðið
,---------------------------------------------------'N
Mynd 2. Arðsemi eiginfjár
banka og spsj., 1992 spá
Arðsemi bankastofnana fer minnkandi
vegna aukinna framlaga í afskriftasjóði.
Heimildir: Eigin útreikningar, reistir á
ársskýrslum bankaeftirlits
Mynd 1. Raunvextir útlána og lántökugjöld b. & spsj. (vinstri),
framlag í afskriftasjóð (% útlána og ábyrgða, hægri), 1992 spá
Raunvextir
- Afskriftaframlag
Heimildir: Ársskýrslurbankaeftirlits, eigin útreikningar. Myndin sýnir þá vexti, sem
færðir eru til tekna í bókhaldi, en þeir eru jafnan lægri en álagðir vextir.
til þess að afkoma bankastofnana hefur
versnað. Raunvextir útlána banka og
sparisjóða hafa hækkað nær samfellt
undanfarin ár. Hagvöxtur hefur verið
lítillsíðan 1988og greiðslugeta lánþega
hefurþvíekkiaukisttiljafnsviðvextina.
Þess vegna hefur gjaldþrotum fjölgað
og lánastofnanir súpa nú seyðið af því.
Bankar og sparisjóðir lögðu um tvo og
hálfan milljarð króna til hliðar vegna
útlánaáhættu í fyrra, en alls var
afskriftaframlag bankastofnana og
lánasjóða atvinnuvega nálægt níu
milljörðum króna 1991.
Vextir fara hækkandi
Raunvextir banka og sparisjóða
hækkuðu um mitt ár í fyrra, en lækkuðu
svo aftur framan af ári 1992. Þóerútlit
fyrir að raunvextir verði að meðaltali 1-
2% hærri á líðandi ári en 1991. Hér er
því spáð að raunvextir útlána banka og
sparisjóða að viðbættum lántöku-
gjöldum verði að meðaltali um 12% á
árinu.
Mynd 1 sýnir þróun raunvaxta útlána
banka og sparisjóða frá 1984. Vextirnir
hafa hækkað ár frá ári með tveimur
undantekningum. Óvenjulága vexti
1987 og 1989 má að nokkru leyti skýra
með því að of lágar verðbólguspár réðu
vöxtum á óverðtryggðum útlánum.
Lántökugjaldi er bætt við vextina á
myndinni. Gjaldið hefur hækkað
undanfarin ár og er nú ríflega 1 % útlána
á ári að meðaltali. í ágúst 1984 voru
vextirbankaogsparisjóðagefnirfrjálsir
að mestu leyti og hækkuðu raunvextir
talsvertíframhaldiafþví. Meginástæða
hækkandi vaxta er þó hallarekstur
rfkissjóðs sem hefur verið samfelldur
allt frá 1985 (sjá 41. tölublað).
Undanfarin ár hefur útgáfa húsbréfa
einnig ýtt raunvöxtum upp á við. Stefnt
er að því að innlendar lántökur ríkis,
sjóða og ríkisfyrirtækja minnki heldur
1993, en ekki er óhætt að treysta því að
sú verði raunin. Stefnt er að því að koma
upp vísi að gjaldeyrismarkaði á komandi
ári, en þá geta Islendingar keypt erlend
langtímaverðbréf að vild. Vera kann að
að stjórnvöld þurfi að beita sér fyrir
vaxtahækkunum til þess að koma í veg
fyrir fjármagnsflótta og til þess að verja
gengi krónunnar. Allt bendir að minnsta
kosti til þess að vextir verði háir enn um
stund, hagvöxtur lítill og gjaldþrot tíð.
Mat endurskoðenda ráði
framlagi í afskriftasjóð
Eins og komið hefur fram hér á undan
leggja lánastofnanir fé í varasjóði til
þess að standa straum af töpuðum
útlánum og ábyrgðum sem falla á þær.
Stærð sjóðanna sýnir hve mikið er talið
að tapist. Um síðastliðin áramót voru
slíkir varasjóðir sem svarar 3% útlána og
ábyrgða banka og sparisjóða hér á landi.
Hlutfallið var hæst hjá Islandsbanka,
• Vextir og staða banka
• Samdráttur í iðnaði
Gengikrónunnar
Hlutabréf