Vísbending


Vísbending - 15.08.1994, Blaðsíða 2

Vísbending - 15.08.1994, Blaðsíða 2
Kaupstaðir safna skuldum Hrein peningaskuld kaupstaða (skuldir að frádregnum peningalegum eignum) jókst úr rúmum átta milljörðum króna í lok 1992 í tólf og hálfan milljarð 1993. Skuldin fór úr 37% af skatttekjum 1992 í 57% 1993 og er því komin fram úr við- miðunarmörkum, sem nefnd á vegum félagsmálaráðuneytisins stakk upp á í skýrslu um fjárhag sveitarfélaga árið 1990. Þar var lagt til að nettóskuldir sveitarfélaga færu yfirleitt ekki fram úr 50% af tekjum. Fregnir af stærstu bæjunum benda til þess að skuldirnar séu enn að aukast (sjá til dæniis 27. tölublað Vísbendingar). Kosið var til bæjarstjórna í vor. Um- svif kaupstaða vaxa jafnan fyrir kosningar. Auk þess veldur stöðnun í efnahag landsins því, að tekjur þeirra aukast ekki eins og ella. A sama tíma eru gerðar meiri kröfur um útgjöld. Til dæmis hafa margir kaupstaðir lagt mikið fé til atvinnumála. Fyrirnokkrum árum, þegar betur áraði, voru margar stöður lausar hjá bæjarfélögum, en þær hafa fyllst eftir því sem þrengt hefur að á öðrum sviðum og helur það að sjálfsögðu kostnað í för með sér. Hagur 22 bæja versnaði, en staða 9 batnaði Á liðnu ári versnaði hagur22 bæja, en staða 9 bæja batnaði, ef lilið er á peninga- stöðu sem hlutfall af skatttekjum. Þeir bæir sem stóðu betur en í meðallagi steypa sér flestir í meiri skuldir, en nokkrir skulduguslu bæjanna hafa heldur rétt sig af. Munur á skuldastöðu hefur því minnkað nokkuð. Þetta er þó ekki algilt, til dæmis jókst peningaskuld Bolungar- víkur, sem stóð verst kaupstaðanna fyrir, úr 145% af sköttum 1992 í 160% 1993. Gjöld voru 34 milljónum króna meiri en tekjurog samsvararþað nokkurn veginn hlutafjárframlagi til Ósvarar hf. Jafn- framt lánaði bærinn fyrirtækinu 20 milljónir króna og er ætlunin að meirihluta þess verði breylt í hlutafé síðar. Bolungarvík gjaldfærði 50 milljóna króna lán til Einars Guðfinnssonar hf. árið 1991. Pcningastaða Ólafsfjarðar versnaði mest allra kaupstaða á Iiðnu ári, fór úr-21 % af skatttekjum í-79%. Þarna vantaði rúmlega 73 milljónir króna upp á að endar næðu saman. Tæpar 50 milljónirrunnu til smíði nýs íþróttahúss, sem tekið var í notkun í maí á þessu ári og kostarfullbúið um 170 milljónir króna. ISBENDING Fjárhagur kaupstaða fjárhæðir í milljónum króna, tölur eiga við árið 1993, nema annað komi fram H 1 u t 1' a 1 1 a f s k a 111 e k j u m Skatt- Skatttekjur/ Peningastaða Peningastaða Ábyrgðir Peningastaða tekjur íbúa 1992 1993 v. 3. aðila samstæðu Akranes 505 0,10 -24% -28% 22% -37% Akureyri 1.456 0,10 -42% -47% 38% -334% Blönduós 112 0.11 -110% -105% 5% -255% Bolungarvík 133 0,11 -145% -160% 32% -276% Borgarnes 180 0,10 3% -14% 33% -48% Dalvík 154 0,10 32% 12% 56% -37% Egilsstaðir 153 0,10 -11% -5% 0% -31% Eskifjörður 115 0,11 -27% -16% 0% - Garðabær 689 0,09 -24% -48% 22% - Grindavík 236 0,11 12% 6% 0% -72% Hafnarfjörður 1.619 0,10 -49% -78% 15% - Hveragerði 159 0,10 -22% -34% 3% -32% Höfn 206 0,12 -36% -38% 0% -101% Húsavfk 263 0,11 -25% -10% 40% -94% Isafjörður 404 0,12 -60% -58% 3% -89% Keflavík 709 0,09 -35% -68% 27% -132% Kópavogur 1.482 0,09 -104% -1 14% 7% - Mosfellsbær 440 0,09 -35% -42% 0% -42% Neskaupstaður 175 0,1 1 -7% -12% 0% -168% Njarðvík 261 0,10 -6% -50% 2% -116% Ólafsfjörður 131 0,11 -21% -79% 54% -125% Ólafsvík 131 0,12 -137% -99% 62% -130% Reykjavík 10.261 0,10 -25% -53% 6% -16% Sandgerði 154 0,12 33% -3% 24% -74% Sauðárkrókur 269 0,10 -94% -112% 15% -105% Selfoss 385 0,10 -39% -59% 0% -97% Seltjamarnes 408 0,09 -66% -59% 25% -43% Seyðisfjörður 108 0,12 -22% -40% 130% -108% Siglufjörður 187 0,10 -28% -51 % 29% -43% Stykkishólmur 128 0,10 -75% -62% 24% -108% Vestmannaeyjar 461 0,09 -61% -60% 3% -283% Alls 22.072 0,10 -37% -57% 13% - Heimildir: Ársreikningarkaupstaða 1993 ____________________________1_____________________________________________________________ Gert er ráð fyrir að litlar framkvæmdir verði á vegum Ólafsfjarðarbæjar næstu fjögur til fimm árin, á meðan verið er að greiða mestu skuldirnar. Fjárhagsstaða Keflavíkur ogNjarðvíkurvemvdði mikið árið 1993, en þessir kaupstaðir sameinuðusteftiráramót. I Keflavík var afgangur eftir að rekstrarkostnaður og raunvextirhöfðu verið greiddiraðeins um 25 milljónirkróna, 3,5% af skatttekjum, en að fjárfestingum meðtöldum varhalli rúmlega 200 milljónir. Bærinn keypti í fyrrahlutabréf í Eignarhaldsfélagi Suður- nesja hf. og fleiri fyrirtækjum fyrir 55 milljónir króna. I Reykjavík, Hafnarfirði, Garðabœ og Ólafsfirði, var við völd meirihlutastjórn eins Áokks. Þarna virðist hal'a verið lagt óvenjumikið kapp á að vinna kosningarnar, því að peningastaða þessara bæja versnaði meira en flestra annarra. Reyndar var einn Bokkur líka við völd í Neskaupstað og Vestmanna- eyjum, en þar var afkoman miklu betri. Hrein peningaskuld Ólafsvíkurbœjar fórúr 137% af skatttekjum 1992 f 99% í lokliðinsárs. Tæplega 17milljónakróna afgangur varð af rekstri bæjarins, en meira máli skiptir að skuldugt félags- heimili var teknar út úr reikningi bæjar- sjóðs (skuldir þess koma fram í sam- stæðureikningi). Góður afgangur varð af rekstri bæjarins fyrstu fimm mánuði ársins 1994. Ólafsvík, Hellissandur og Rif hafa nú sameinast í Snæfellsbæ. 3 milljarða ábyrgðir í lokársins 1993höfðukaupstaðirtekið ábyrgð á 2,8 milljarða lánum lil „þriðja aðila“, fyrirtækja, félaga og einstaklinga. Hér eru ekki taldar ábyrgðir vegna lána til bæjarfyrirtækja eða íbúðakaupa á vegum bæjanna (að því leyti er taflan ekki sambærileg við lölur sem birtust í 32. tölublaði 1993), en peningastaða á sam- stæðureikningi gefur hugmynd um þær. Lífeyrisskuldbindingar eru ekki heldur taldar með. Tiltölulega meslar eru ábyrgðir sem Seyðisfjarðarbœr hefur tekið vegna Ottos Wathnes hf. og fleiri fyrirtækja. Þærvoru 141 milljón króna um áramót, eða 130% skatttekna ársins 1993. Fólki fækkaði um tíu prósent á Seyðisfirði frá 1990 til 1994. Fyrirtæki hafa gengið illa og þau hafa því leitað til bæjarins og beðið um aðstoð. Fyrr á árinu féll sex ára gömul ábyrgð á bæinn. Með dómi Héraðsdóms Austurlands sem kveðinn var upp í mars er Seyðisfjarðar- kaupstað gert að greiða Islandsbanka tæpar 25 milljóni r króna auk dráttarvaxta frá því í nóvember. Dómurinn varðar 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.