Vísbending


Vísbending - 06.04.1995, Blaðsíða 3

Vísbending - 06.04.1995, Blaðsíða 3
Framvirkir samningar fíolli Héðinsson Gjaldþrot breska Barings bankans vegna viðskipta eins af höndlurum hans í Singapore, virðist ætla að verða efasemdarmönnunt um ágæti afleiðna, kærkomið tækifæri til að búa út reglur sem gætu dregið úr notkun þeirra. Rétt notkun afleiðna skiptir þó sköpum fyrir reksturfjölda fyrirtækjaog gerirþeimkleift að bera af sér áhættu sem þeir ella væru ofurseldir. I rnáli Nicks Leesons, nefnds höndlara í Singapore, eru fréttir nokkuð misvísandi, en svo virðist sem einfalt fjár- hættuspil hafi verið á ferðinni. Hann lagði of mikið undir við kaup á hlutabréfum (eða öllu heldur réttinn (option) ti! hluta- bréfakaupa við ákveðnu verði), en markað- urinn snerist ekki á þá leið sem hann hafði vænst og hann tapaði. Leeson lagði ein- faldlega of mikið undir, allt eigið fé bankans og meira til, án þess að nokkur innan bankans amaðist við því fyrr en um seinan. Þannig virðist fall Barings - bankans sambland ævintýramennsku og lélegs innra eftirlits. Ný tæki til fjármálastýringar. Derivatives eða afleiður (eða afleiddir samningar) eru samheiti yfir þau tœki til fjármálastýringar sem þróuð hafa verið í alþjóðlegum fjármálaheimi á síðari árum. Flestar afleiður byggja á útreiknuðum vaxtamun miðað við þá vexti sem bjóðast nú og fram að afhendingartíma umsamdra verðmæta, þ.e. framtíðarverðmæti er leitt af vaxtamun. A fullkomnum markaði er ætíð framboð af gagnvirkum samningum eða spegilsamningum þar sem samningar eins aðila endurspegla þarfir einhvers annars, og sá sem gerir afleiddan sam- ning getur firrt sig áhættu af gagnstæðum samningi við annan aðila. Hins vegar er það aftur spuming hvort þeir sem gera samninga afráða að dreifa áhættunni eða ekki, því um leið verða menn af ágóðavon. Er þarna komin hin sígilda togstreita áhættu og ágóðavonar sem þekkist úr öllum tegundum viðskipta. Bankar eru í kjörinni aðstöðu til að standa að gerð afleiddra fjármálasamninga af ýmsum gerðum, t.d. gjaldntiðla- og vaxtaskiptasamninga. Þeir stofna ýmist til eigna eða skulda gagnvart viðskipta- mönnum sínum og hafa því rýrnri möguleika á að verja sig áhættu, heldur en t.d. fjármálafyrirtæki sem þurfa að leita spegilsamninga á opnum markaði eða í kauphöll sem sérhæfir sig á þessu sviði. Þetta skiptir verulegu máli þar sem markaður er lítill eða óvirkur. s Afleiður álslandi Viðskipti m eðafleiður sem eiga sér stað hérá landi takafyrst og fremst til viðskipta á gjaldeyrismarkaði, þá á milli tveggja erlendra mynta eða íslenskrar krónu og erlendra gjaldmiðla með s.k. framvirkum gjaldeyrissamningum (e. forward). Þetta er aðeins hið frumstœðasta form afleiða og byggir á útreikningi sem freista má að útskýra með neðangreindu dæmi, sem er skoðað útfrá sjónarhóli bankans og skýrir hvernig framvirkt gengi á svissneskum frönkum er fundið út. Dæmigerður íslenskur aðili til að hagnýta sér framvirka samninga er t.d. bifreiðainnfly tj andi sem vill geta boðið fast verð á nýrri árgerð bfla allt frá hausti til næsta sumars. Slíkt ætti honum að vera í lófa lagið með framvirkum samningi við viðskiptabanka um afhendingu gj aldeyris áþeimdögumsem greitterfyrirhinapönt- uðu bíla. Helsta hagræði bflainnflytjanda af slíkum framvirkum samningi liggur í þvf að ekki þarf að leggja út fyrir upp- hæðinni fyir en framvirki samningurinn er gerður upp, en annars þyrfti hann t.d. strax að kaupa sér erlendan gjaldeyri og leggja inn á gjaldeyrisreikning. Ahættudreifing bankans Þegar framvirkur gjaldeyrissamningur hefurveriðgerður, afræðurbankinnhvort hann gerir nákvæmlega þær ráðstafanir sem áður var lýst, þ.e. kaupi svissneska franka fyrir íslenskar krónur og Ieggur þá Dæmi um notkun afleiða (Einfaldað) Bifreiðainnflytjandi kaupir 500.000 svissneska franka af banka og hyggst greiða fyrir þá eftir 6 mánuði. Hver ætti þóknun bankans að vera? Gengi dagsins er 52,75 þannig að bifreiðainnflytjandinn er í reynd að fá lánaðar 0,5x52,75 milljónir kr. eða kr. 26.375.000 til 6 mánaða. Af þessu láni reiknarbankinn venjulega lánsvexti eða 8,9% á ári í þessu dænti og eftir 6 mánuði verða vextirnir því kr. 1.173.688. Bankinn kaupir strax 500.000 franka úti í Sviss og leggur á bankareikning, sem ber 3,3% innlánsvexti eða 8.250 franka eðakr.435.188eftir6mánuði. Bankinn læturbifreiðainnflytjandanjótaþessaog rukkar hann því einungis um 1.173.688 - 435.188 = 738.500 kr. í vexti. Samtals á innflytjandinn því að greiða kr. 27.113.500 eftir 6 mánuði og fá í staðinn 500.000 svissneska franka og hefur því í reynd keypt þessa 500.000 franka á genginu 54,23 eftir 6 mánuði. ÍSBENDING á vexti. En með frantvirka samningnum um afhendingu á svissneskum frönkum á seinni tímum hefur bankinn stofnað til skuldar í frönkum sem kann að henta honum ágætlega m.t.t. annarra stærða í gjaldeyrisjöfnuði og því ástæðulaust að kaupa frankana og leggja þá á vexti. Önnur viðskipti með afleiðurhérlendis eru skiptasamningar(e. swaps), t.d. þegar fyrirtæki kjósa að breyta vaxtagreiðslum sínum úr breytilegum vöxtum í fasta, eða úr einni mynt í aðra, þar sem vextir og gengisáhætta hentar betur þeim við- skiptum sem fyrirtækið stundar. En erlendis hefurstarfsemi af þessu tagi vaxið hvað hraðast nteðal erlendra banka og engin ástæða er til að ætla annað en að sú verði einnig raunin hér á landi. Höfundur er hagfrœðingur og starfar í deild erlendra viðskipta í Búnaðarbanka íslands, m.a. að gerð afleiddra samninga. ------♦----♦----♦------ Hlutabréf, arður og skatttekjur Vilhjálmur Bjarnason Eftirfarandi upplýsingar komu fram í svari fjármálaráðherra við fyrir- spurn Vilhjálms Egilssonará alþingi um hlutabréfaeign arðgreiðslurog skatttekjur af þessari eign. A) Samkvæmt skattframtölum ársins 1994 voru 31.525 einstaklingar (hjón talin sem tveir einstaklingar) eigendur hluta- bréfa að framtöldu verðmæti samtals 18,5 milljörðum. Þar af voru tæplega 8 millj- arðar. eignarskattskyldir, en skattfrelsi hlutabréfaerbundið við 1,2 milljónirhjá einhleypum og 2,4 milljónir hjá hjónum. B) Arður af hlutabréfum, talinn fram af 17.747 einstaklingum, nam 949 millj- ónurn. Þar af var tæplega helmingur skattfrjálsar tekjur eða um 460 milljónir, en skattfrelsi arðs er bundið við 10% af nafnverði hlutafjár að hámarki, eða 128 þús. kr. hjá einhleypum og 256 þús. kr. hjá hjónum. C) Tekjur ríkissjóðs af hlutabréfaeign einstaklinga voru því eftirfarandi: i)Eignarskatturafhlutabréfumum 135- 140 milljónir, greiddur af 2.600 ein- staklingum. ii) Tekjuskattur um 200 millj. króna, greiddur af tæplega 1.000 einstaklingum. 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.