Vísbending


Vísbending - 19.04.1996, Blaðsíða 2

Vísbending - 19.04.1996, Blaðsíða 2
ÍSBENDING með mælingum sem fengust óháð brotunum sjálfum. Areiðanleiki, aðlögun og ábyrgðartilfinning greindu til dæmis hópana að. Athyglisvert er að brota- mennirnir virtust félagslyndari en þó tortryggnari í garð annarra en hinir. Sá mælikvarði sem best reyndist var tiltölulega stuttur spurningalisti á al- gengu áreiðanleikaprófi. Með slíkum prófum eru könnuð viðhorf til óheiðar- legrar hegðunar. Þeir sem fá lága einkunn telja óheiðarlega hegðun algenga, enda tamt að sjá veröldina líkt og frumskóg þar sem siðagildi eru afstæð. Þeir eru því umburðarlyndir í garð afbrota og hafa tilhneigingu til að réttlæta óheiðarleika. Rannsóknir hafa almennt bent til þess að þessir eiginleikar tengist óæskilegri hegðun af hálfu starfsmanna, svo sem þjófnaði og vinnusvikum (Ones, Viswesvaran & Schmidt, 1993). Fíkn og siðblinda Margir sem dæmdir hafa verið fyrir efnahagsbrot eða spillingu eru svo efnaðir að erfitt er að skýra hegðun þeirra nema sem einhvers konar fíkn. Menn geta sótt í þá áhættu sem fylgir misferli, eða notið þeirrar tilfinningar að þeir geti spilað með umhverfi sitt. Og loks þarf að minnast á þá sem á íslensku eru kallaðir geðvilltir eða sið- blindir. Þá skortir hæfileika til að setja sig í spor annarra og finnst sem þeir séu hafniryfírlögogrétt. Nýlegarrannsóknir benda til þess að hjá þeim sé starfsemi óvenjudauf á heilasvæðum sem móta tilfinningaleg viðbrögð, eins og kvíða, iðrun og réttlætiskennd. Sjaldgæft er að þetta ástand sér greint hjá manni fyrr en eftir að hann hefur brotið ítrekað af sér. Reyndar er hugtakið siðblinda iðulega notað sem merkimiði á síbrotamenn, frem ur en t i I forvarna. En næsta víst er að blygðunar- og óttaleysi er ekki alltaf til trafala í viðskiptum og sumir álíta - án þess að það sé fræðilega staðfest - að siðblindir menn njóti oft velgengni. Eðli málsins samkvæmt er erfitt að vara sig á slíkum mönnum, tunguliprum, ótta- lausum og blygðunarlausum, og því er sem stendur erfitt að veita önnur ráð en almenna varkárni til að verjast slíkum sendingum. Þó gæti verið til leiðsagnar að það er ekki rétt sem oft er haldið fram að flestir efnahagsbrotamenn brjóti að- eins einu sinni af sér (Weisburd, Chayet og Waring, 1990) og því óvarlegt að treysta mjög á bót þeirra og betrun. Heimildir: Croall, H. (1989). Who is Ihe white collarcriminal? British Joumal of Criminology, 29 (2), 157-174. Greenberg, J. (1990). Employee theftas a reaction to underpayment inequity: The hidden cost ofpay cuts. Journal of Applied Psychology, 75 (5), 561- 568. Hollinger, R.C. og Clark, J.P. (1983). Theft by Employees. Lexington, MA: Lexington Books. Hollinger, R.C., Slora, K.B. & Terris, W. (1992). Deviance in the fastfood restaurant: Correlates of emptoyee theft, altruism and counterproductivity. Deviant Behavior, 13, 155-184. Jones, J. W„ Slora, K.B. & Boye, M. W. (1990). Theft reduction through personnei selection: A control group design in the supermarket /'ncíusf/y. Journal of Business and Psychology, 5 (2), 275-279. Kamp, J. & Brooks, P. (1991). Perceived organizational climate and employee counterproductivity. Journal of Business and Psychology, 5 (4), 447-458. Murphy, K.R. (1993). Honesty in the workplace. Pacific Grove, CA: Brooks/Cole. Ones, D.S., Viswesvaran, C. & Schmidt, F.L. (1993). Comprehensive meta-anaiysis ofintegrity test validities: Findings and implications for personnei seiection and theories of job performance. Journal of Applied Psychology [Monograph], 78 (4), 679-703. Tucker, J.(1989). Employeetheftassocialcontrol. Deviant Behavior, 10, 319-334. Weisburd, D„ Chayet, E.F. & Waring, E.J. (1990). White collar crime and criminal careers: Some preiiminary findings. Crime and Delinquency, 36 (3), 342-355. Asta stundar framhaldsnám í vinnusálfræði í Bandaríkjunum Sigurður er dósent í sálfrœði við Háskóla Islands -------*-----♦-----♦------- Siðleysi í við- skiptum Guðmundur Heiðar Frímannsson Viðskipti af öllu tagi á frjálsum markaði eru sennilega mikil vægasti þáttur í samfélagi nú- tímans. H vað er átt við með s vona losara- legu orðalagi að tala um „mikilvægasta þátt“? Merkir það nokkurn skapaðan hlut? Jú, ég held að benda megi á tvennt sem skýrir þetta orðalag. Annars vegar er frjáls markaður efnahagslegra sam- skipta, öðru nafni viðskipta, mikil- vægasta framlag samfélagsins til að skapa velmegun einstaklinganna. Hins vegar þá er orðaforði og líkingar úr við- skiptum að þrengja sér inn á önnur svið mannlífsins. Viðerum þvífarin aðhugsa um okkur sjálf í ríkara mæli en áður með þeim tækjum hugsunarinnar sem hafa orðið til á frjálsum markaði. Hvað ersiðleysi? Siðleysi getur verið af tvennum toga. Annars vegar getur siðleysi þýtt að ein- hver athöfn sé ekki seld undir siðferði- lega mælikvarða um rétt og rangt eða gott og illt. Hún er þá siðlaus í þeim skilningi að hugtökin gott og illt, rétt og rangt, eiga einfaldlega ekki við, mat á athöfninni er óháð þeim. Matið verður að reisa á öðrum viðmiðunum en siðferði- legum. Tökum dæmi. Ef við æltum að taka ákvörðun um að leggja varanlegt slitlag á vegarspotta, þá þyrftum við að velja einn slíkan spotta umfram aðra. A hverju byggðist slíkt val? Það ætti umfram allt að byggjast á hagkvæmniút- reikningum sem miðast við líklegan fjölda bíla sem um veginn færi. Einnig kunna að koma til önnur sjónarmið eins og tenging við aðra hluta vegakerfisins. En hagkvæmnin er eðlilegasta við- miðunin. Hér er ekki á ferðinni neinn siðferðilegur mælikvarði að öðru jöfnu heldur er þelta tæknilegt úrlausnarefni sem hægt er að mæla, reikna og komast að niðurstöðu um. Hins vegar getur siðleysi þýtt var- mennska eða illmennska. Siðleysi í þessari merkingu er einfaldlega af ásetningi um að valda öðrum sársauka eða skaða að þarflausu. Við erum ekki að tala um dæmi sem allir kannast við eins og þegar við völdum öðrum sárs- auka af gáleysi eða í bræði enda fáum við venjulega samvizkubi t vegna þeirra. Hér er um að tefla dæmi þar sem það er beinlínis markmiðið með því sem maður gerir að meiða eða skaða annan og manni er það ljóst frá upphafi til enda. Það er mikil blessun mannlífsins að það erafar fátílt að rekast á siðleysi í þessari merkingu, og eru þá viðskipti ekki undan- skilin. Eru frjáls viðskipti siðlaus? Því mætti vel halda fram að frjáls markaður sé siðlaus í þeim skilningi að níðst sé á tilteknum hópum samfélagsins vísvitandi. Ég held að þessi skoðun hafi alltaf verið röng, þótt hún hafi verið ein uppistaðan í þjóðfélagshreyfingu marx- ista fyrr á öldinni. En það sem er rétt í henni er að dreifing lífsgæðanna í frjálsu markaðskerfi er ekki jöfn, en það er enginn fyrirfram útilokaður frá því að njóta þeirra gæða sem verða til í því. Ég tel reyndar að við getum sagt að allir þegnar samfélagsins njóti gæðanna í þei m skilningi að almenn velferð ermeiri en þekkist við aðrar leiðir sem samfélög hafa valið í efnahagslífi sínu. Það er því fráleitt að tala um að frjáls viðskipti séu siðlaus að þessu leyti. Spilling í viðskiptum Það eru almælt tíðindi í alþjóðlegum viðskiptaheimi að níundi áratugur þessarar aldar hafi verið tími siðleysis, sérstaklega í Bandaríkjunum. Siðleysið kom helztfram íþví aðgræðgieðaágimd, sem var ein af dauðasyndunum sjö, var talin til höfuðdyggða í viðskiptum. Það þarf því engum að koma á óvart að í lok þess áratugar og upphafi þess tíunda voru 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.