Vísbending


Vísbending - 08.01.1999, Page 1

Vísbending - 08.01.1999, Page 1
V Viku ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 8. janúar 1999 1. tölublað 17. árgangur Liðkað fyrir lífeyrissparnaði Nú um áramótin urðu nokkur þátta- skil í lífeyrismálum launamanna. Þeir geta lagt til hliðar 2% af laun- um i viðbótarlífeyrisspamað (umfram þau 4% sem nú er skylt að leggjatil hliðar) og njóta þá tiltekins skattahagræðis. Skattaþagræðið er þó fremur frestun á skattlagningu en beinn afsláttur en ákveðið hagræði og öryggi felst þó í lífeyrisspamaðinum. Margs konar ávinningur hlýst af spamaði, t.d. eykst þjóðhagslegur spamaður sem jafn- framt dregur úr viðskiptahalla. Fyrir einstaklinginn getur aukinn lífeyris- spamaður þýtt að starfslok verði fyrr eða að hann fái hærri tekjur en ella við töku lífeyris. Menn geta valið úr hópi viðurkenndra vörsluaðila þann sem varðveita skal og ávaxta lífeyris- spamaðinn. Mögulegt er að greiða viðbótarlífeyrisframlagið í samtrygg- ingarsjóð. Olíkir vörsluaðilar munu væntanlega bjóða upp á mismunandi ávöxtunarleiðir og hægt verður að flytja spamaðinn á milli aðila að upp- fylltum ákveðnum skilyrðum. Þegar hafa birst auglýsingar frá vörsluaðil- um þar sem sýndar eru þær fjárhæðir sem hægt er að spara miðað við mis- munandi forsendur um laun, tíma- lengd spamaðarog ávöxtun en hvetja ætti menn til að gætaraunsæis í slíkum kynningum. Skattahagræði Þó að viðbótarframlagið sé skattfrjálst nú, þýðir það ekki að menn sleppi alfarið við að greiða skatt af lífeyri sspam- aðinum því að hann verður skattlagður á sama hátt og annar lífeyrissparnaður, þ.e. við töku. Þar með er jafnframt verið að skattleggja ávöxtunina sem hlýst af sparnaðinum. Þessi kostur (viðbótarlíf- eyrissparnaður) erþó að mörgu leyti hag- stæðari en sambærilegur frjáls óbundinn spamaður. Slíkurspamaðurverðurjafnan til af tekjum eftir skatta og til viðbótar þarf að greiða fjármagnstekjuskatt af ávöxtun hans, auk eignarskatts éf þannig stendur á. Helsti kosturinn við frjálsan og óbundinn spamað er sá að hægt er að grípa til hansþcgarhans erþörf. Jafnframt mætti segja aðþað væri hans mesti ókost- ur því að þá geta menn freistast til að nýta spamaðinn á annan hátt en lífeyrisspam- að. Viðbótarlífeyrissparnaðurinn er bundinn þar til eigandi nær 60 ára aldri og ekki er hægt að ganga að slíkum sparn- aði, t.d. vegna gjaldþrots eða annarra krafna. Lífeyrisspamaður er einnig und- anþeginn eignarskatti. Við fráfall er ekki greiddur erfðarljárskattur af lífeyris- spamaði en tekjuskattur er innheimtur við greiðslu til erfíngja. ÞJóðhagslegur ávinningur Astæðan fyrir því að hið opinbera fórnar skatttekjum nú er þó ekki hrein góðvild í garð íaunþega heldur eru ýntsar knýjandi ástæður. Aukinn sparn- aður einstakl inga dregur úr viðskiptahalla og dregur að nokkru úr þörf hins opinbera til spamaðar vegna hans. Þótt kostnaður hljótist af leggur almenningur þó fram stærra ffamlag, auk þess sem hið opinbera næráendanum í sínarkrónurogsennilega vel það. Fyrirsjáanlegt er að hlutfall aldr- aðra mun vaxa á næstu áratugum og því fylgir bæði aukin útlát vegna al- mannatrygginga og einnig vegna ýmiss konar þjónustu, t.d. heilbrigð- isþjónustu. Með því að auka tekjur aldraðra dregur úr þörf fyrir öryggis- net almannatrygginga og einnig munu skatttekjur af lífeyristekjunum nýtast til að greiða fyrir þjónustuna sent hið opinbera þarf að bæta við. Helstu spumingamar sem vakna eru því af hverju var þetta ekki gert fyrr og afhverjuer viðbótarífamlagið ekki hærra hlutfall af launum? Svörin eru þau að góðærið gefur færi á að draga úrtekjum ríkissjóðs nú, auk þess sem lifeyrismál hafa verið að færast ofar á áherslulista almennings. Hærra fram- Iag gæti leitt til of mikils tekjutaps ríkissjóðs og haft neikvæð áhrif á efnahagslífið. Avinningur einstaklings Beinn ávinningur af auknum spam- aði eru auknar tekjur í framtið- inni. Með sparnaðinn að bakhjarli geta skapast möguleikar á því að flýta starfslokum eða draga úr vinnu þegar líðurað lokurn starfsævinnar. Einnig má nýta sparnaðinn til að tryggja hærri tekjur þegar kemur að töku annars lífeyris. Töku lífeyris ntáheíja við 60 ára aldurs og skal hann tekinn jafnt a.m.k. til 67 ára aldurs. Ef fjárhæð spam- aðar er undir 500 þúsundum rná greiða hann á skemmri tíma. I mörgum lífeyris- sj óðum vaxa réttindi við hvert ár sem töku lífeyris er frestað og hugsanlegt er að við- bótarlífeyrissparnaðurinn gæti þannig tryggt hagstæðari lífeyri þegar dæntið er gert upp að lokum. Frjálsi sparnaðurinn er séreign viðkomandi og erfist því sam- kvæmt lögum gagnstætt því sem gildir um réttindi í samtryggingasjóðum. Framhald á síðu 2 1 Um áramótin opnuðust gáttir fyrir nýja tegund sparnaðar, svonefndan viðbótarlífeyrisspamað. 2 Hægt er að fresta skatt- greiðslu vegnaþessa spam- aðar og hann hentar því flestum launþegum. 3 Páll Skúlason lögfræðingur ritar grein unt starfsreglur stjóma hlutafélaga en þær eiga að vera til skv. lögunt. 4 Síðastaárvarjákvættí flest- um kauphöllum Evrópu og Norður Ameríku. Framhald á grein Páls Skúlasonar.

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.