Vísbending


Vísbending - 22.01.1999, Blaðsíða 2

Vísbending - 22.01.1999, Blaðsíða 2
ISBENDING Sambúð ferðaþjónustu og stóriðju Vilborg H. Júlíusdóttir hagfræðingur Aundanfömum ámm hefur mikið verið skeggrætt um ágæti stór- iðju fyrir íslenskt atvinnulíf og er þá oftar en ekki vísað í hagvaxt- aráhriforkufreks iðnaðar. Nú hin sið- ari misseri hefur þó oft verið bent á ferðaþjónustu sem valkost til þess að hagnýta náttúmgæði landsins en minna hefur farið fyrir því að meta efnahagslega ávinninga þessara valkosta. • Hver er hlutur þeirra í landsfram- leiðslu þjóðarinnar? ■ Hver er hlutur þeirra í brúttó- og nettógjaldeyristekjum þjóðarinn- ar? • Hvað starfa margir í þessum at- vinnugreinum? Framlag atvinnugreina til landsframleiðslu Hinn mikli hagvöxtur undanfarin ár á meðal annars rætur að rekja til auk- inna umsvifa í tengslum við uppbygg- ingu á orkufrekum iðnaði hér á landi. Þrátt fyrir að áhrifin af þessum umsvifúm komi ekki að fúllu fram fyrr en á næstu tveim árum getur þróun atvinnu- greinarinnar undanfarin ár gefið vís- bendingu um hvers sé að vænta. Þeg- ar verið er að meta vöxt og viðgang atvinnugreina innan efnahagsstarf- seminnar er jafnan stuðst við framlag þeirra til landsframleiðslu' en hlutur orkufreks iðnaðar í landsframleiðslu landsmanna var að meðaltali 1,1% á tímabilinu 1981-1985. Ánæstufimm árumeðaátímabilinu 1986-1990 var hlutfallið 1,4% og á fyrstu fimm árum þessa áratugar var hlutfallið 0,8%. I þessu samhengi er vert að taka fram að í flestum tilfellum geta hagfræð- ingar sammælst um gildi hagvaxtarhug- taksins sem mælikvarða á hina efna- hagslegu velferð þjóða. Stundum er þó ekki allt sem sýnist. Aukin landsfram- leiðsla þýðir ekki endilega að lífskjörin batni samsvarandi ef erlendir aðilar eiga tilkall til hluta ffamleiðslunnar í formi vaxta og arðgreiðslna. Þj óðarframleiðsla og þjóðartekjur geta þá verið betri mæli- kvarðar því að þeir k.varðar taka tillit til slíkra þátta. Jafnvel mætti nota hreinar þjóðartekjur sem einnig taka tillit til nauðsynlegra afskrifta við framleiðslu gæðanna. Með þetta í huga minnkar vægi orkufreks iðnaðar enn ff ekar í verð- mætasköpun þjóðarinnar. I-Iér á landi eins og víða annars staðar hefur verið mikill uppgangur í ferða- þjónustu. í takt við þessa þróun hafa fyrirtæki í ferðaþjónustu, innan mismun- andi atvinnugreina, myndað umgjörð um víðtæka og fjölbreytta þjónustu- starfsemi á sviði ferðamála. Ekki eru þó alliráeinumáli um mikilvægi ferðaþjón- ustu sem atvinnugreinar en til að fá sam- anburð við hlutdeild orkufreks iðnaðar í verðmætasköpun þjóðarinnar er hægt að skoða framlag helstu greina ferða- þjónustunnar til landsframleiðslunnar. A árunum 1981-1985 var samanlögð hlut- ' Framlag einstakra atvinnugreina til landsframleiðslu er fundið með samanburði á vinnsluvirði i hverri atvinnvinnugrein semhlutfall afvergum þáttatekjum. Vinnsluvirðið segir til um I hvaða atvinnugreinum verðmætin myndast. deild atvinnugreina í flugrekstri,2 gisti- húsarekstri og ferðaskrifstofúrekstri um 2,2% af landsffamleiðslu, á næstu fimm árum var vægi þessara greina 2,1% og á fyrstu árum þessa áratugar var hlutfallið 2,3%. Samkvæmt skilgreiningu3 Þjóðhags- stofnunar er vægi ferðaþjónustu í heild um 3,6% af landsframleiðslu á árinu 1995. Víða í Evrópu er ferðaþjónusta álitin mikilvægur drifkraftur efnahagslífsins. Auk þess er talið að hún hafi jákvæð áhrif á þann efnahagssamruna sem nú á sér stað mill i þj óða. Undanfarin ár hefúr megináherslan innan greinarinnar og einnig meðal ferðamanna sjálfra verið lögð á umhverfismál. Þetta gæti skapað ný tækifæri fyrir íslenska ferðaþjónustu ef vel væri haldið á málum enda fellur sérstaða landsins nokkuð vel að þessum nýju áherslum. Gjaldeyristekjur Annað sem teflt hefúr verið ffam sem rökum í umræðunni um frekari uppbyggingu orkufreks iðn- aðar er aukin íjölbreytni í útflutn- ingsstarfsemi þjóðarinnar en efna- hagur þjóðarinnar er mjög undir því kominn hvemig til tekst með gjald- eyrisöflun. Samkvæmt bandaríska hagfræðingnum Paul Krugman og fleirum snýst milliríkjaverslun um hlutfallslega yfirburði og sérhæf- ingu, þ.e. að hver þjóð sinni því sem hún gerir hlutfallslega best. Með þeim hætti skapast gmndvöllur fyrir við- skiptum, öflun gjaldeyristekna ásamt innflutningi á ódýrari vöru og þjónustu. Hagvöxtur og hagsæld þjóða ætti því að geta aukist. En auknar gjaldeyris- tekjur em ekki markmið í sjálfu sér. Það sem skiptir máli er sá virðisauki sem myndast í landinu. I þessu ljósi er áhugvert að skoða gjald- eyristekjur þjóðarinnar og skiptingu þeirra á atvinnugreinar. 1 töflu 1 er skipting útllutningstekna sýnd fyrir tímabilið 1990-1997. Fram kemurað sjávarútvegurinn aflar enn um helm- ings gjaldeyristeknanna en glöggt sést að þjónustugreinamar em í hvað örustum vexti og munar þar miklu um tekjur í samgöngum, ferðaþjónustu og öðrum þjónustugreinum. Til fróð- leiks má geta þess að á tímabilinu 1990-1997 hefur þjónusmútflutning- ur á föstu verði vaxið um nær 43% meðan vöruútflutningur jókst um nær 17%. Hér er þó ekki allt sem sýnisl því það er ekki aukning vergra gjaldeyristekna af útflutningi sem skipta mestu fyrir aukin hagvöxt heldur mun frekar aukning hreinna gjaldeyristekna, þ.e. 2Hérerbúið að draga um 20% afvergum þáttatekjum i flugrekstri frá tilað nálgast farþegaflutninga grein- 3 Núverandi skilgreining Þjóðhagsstofnunará ferða- þjónustuereftirfarandi: 90% afframleiðslu/störfum á gististöðum (atv.gr. 863), 30% af framleiðslu/ störfumáveitingastöðum (atv.gr. 862), u.þ.b. 58% afframleiðslu/störfum við samgöngurá landi (atvgr. 712 og713), 4,5%afframleiðslu/störfum viðsam- göngur sjóleiðis (atvgr. 715), 80% af framleiðslu/ störfumviðflugsamgöngurfatvgr. 717og718), 12% afframleiðslu/störfum við menningu og afþreyingu (atv.gr. 94), 100%afframleiðslu/störfumviðferða- skrifstofur ofl. atv.gr. 719), 18% af framleiðslu/ störfum við sérverstun með minjagripi, sportvörur ofl. (atv.gr. 628) og loks 9% af framleiðslu/störfum i btandaðri verslun (atv.gr. 629). 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.